Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 72

Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 72
□ að er engin launung að rekstur Heklu hf. hefur gengið vel, — segir Gísli Vagn Jónsson, markaðsstjóri fyrirtækis- ins, sem tók við starfmu í maí í fyrra. „Hekla gekk í gegnum ákveðna endur- skipulagningu sem hefur skilað sér í bættum rekstri. Fyrirtækið er deildarskipt og þótt stærsti hluti velt- unnar komi í gegnum bfla- sölu eru aðrar deildir, ekki síst véladeildin, mjög mikil- vægar. Ennfremur hefur nýja raftækjaverslunin styrkst mjög mikið eftir endur skipulagninguna. “ Öll auglýsingamál Heklu koma á einhveiju stigi inn á borð hjá markaðsstjóra. Gísli Vagn segir að Hekla noti ekki þjónustu auglýs- Gísli Vagn Jónsson, markaðsstjóri Heklu, er 37 ára, uppalinn í Garðabæ en á ættir að rekja til Dýrafjarðar. Hekla selur allt frá General Electric ljósaperum til Cat- erpillar vinnuvéla. Hafnarfirði en á ættir að rekja til Dýrafjarðar. „Ég er 37 ára gamall og ólst að mestu upp í Garðabæ. Ég fór í Verslunarskólann en þaðan varð ég stúdent árið 1979. Ég vann í tvö ár eftir stúdentsprófið, lengst af hjá Fiskveiðasjóði, en fór auk þess í hálft ár á fraktskip. Eftir það fór ég í viðskipta- fræði og að prófi loknu vann ég í hálf annað ár sem fram- kvæmdastjóri ísfilm á þeim tíma sem fyrirtækið velti fyrir sér sjónvarpsrekstri. Einnig var ég sölustjóri hjá Jóhanni Ólafssyni og Co.“ Og síðan lá leið Gísla Vagns og fjölskyldu hans til Arósa þar sem hann tók meistara- gráðu í markaðsfræðum frá Handelshöjskolen. Kona hans er Bryndís Garðars- dóttir sem er heimavinnandi GÍSLIVAGN JÓNSSON, HEKLU ingastofu heldur sjái fyrir- tækið sjálft um öll auglýs- ingamál, sem er fremur óvenjulegt hjá jafn stóru fyrirtæki. Fyrirtækið er með samning við góðan aug- lýsingateiknara og öll sköp- unarvinna er unnin innan- húss. „Þessi aðferð getur haft kosti og galla en við telj- um þetta kost hér hjá okk- ur.“ Starf markaðsstjóra Heklu er, að sögn Gísla Vagns dæmigerð vinna - eins og önnur huglæg vinna - þú stimplar þig ekki út klukkan fimm heldur ertu stöðugt að leita eftir ákveðnum hugmyndum og velta fyrir þér hvað hægt sé að nota af þeim við vinnuna. „Þú verður að anda að þér og skynja allan markaðinn með húðinni," eins og Davíð Scheving komst einu sinni að orði og það gerir maður daginn út og daginn inn.“ ALLT FRÁ UÓSAPERUM í VINNUVÉLAR Vöruúrval Heklu er ótrú- lega breitt, allt frá General Electric ljósaperum til Cat- erpillar vinnuvéla og því verður að beita ólíkum að- ferðum við markaðssetn- ingu. „Velta verður fyrir sér kaupum væntanlegs við- skiptavinar í hveiju ein- stöku tilviki, en þau eru allt öðruvísi þegar keyptur er heimilisbfllinn en þegar keypt er straujárn. Að auki selur Hekla ekki aðeins vör- ur heldur líka þjónustu því fyrirtækið rekur smurstöð og verkstæði svo skilaboð- in, sem senda þarf út á markaðinn, eru geysilega fjölbreytileg." Hekla hefur tengst íþrótt- um sem styrktaraðili Knatt- spymusambands íslands. „Með því að leggja knatt- spyrnuhreyfingunnilið, sem vinnur gott starf í þágu ungviðisins í landinu, viljum við sýna að okkur er annt um unga fólkið um leið og það tengist þeirri staðreynd að við seljum vörur og þjón- ustu sem hentar ungu fólki vel.“ Hekla hefur einnig verið með kostun á ítalska boltanum á Stöð 2. Þetta styður hvort annað þegar til lengri tíma er litið. Gísli Vagn er fæddur í eins og er. „Við eigum sett- ið, eins og það er kallað, ell- efu ára stelpu og sex ára strák.“ Áhugamálin tengjast eig- inlega öll íþróttum á ein- hvern hátt og svo vinnunni að hluta til og mannlegum samskiptum. „Éghefstund- að knattspyrnu og stofnaði til dæmis knattspyrnufélag í Danmörku, ásamt öðrum, á meðan ég var þar. Ég hef gaman af að spila golf þótt ég hafi ekki gert það upp á síðkastið og svo hef ég af- skaplega gaman af að veiða. Það er kannski skemmtileg- ast að veiða stærri fiskinn, en ég hef farið mikið í „puttaveiði“ með krökkun- um í sumar og það er mjög afslappandi.“ TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR 72

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.