Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 55
Bjami Hákonarson, framkvæmdastjóri DHL-hraðflutn-
ingafyrirtækisins sem styrkir núna úrvalsdeildina í
körfubolta þriðja árið í röð. „Við teljum okkur hagnast
mikið á þessu. Nafn okkar kemur stöðugt fyrir í sjón-
varpi, útvarpi og í öðmm fjölmiðlum.“
fyrir sig, sést glögglega að íþróttafólk (eða þeir sem áhuga
hafa á þeim) er svoh'tið sérstakur hópur. Hann hefur
ákveðna eiginleika sem eru mjög vænlegir fyrir auglýs-
endur. Það er erfitt að álykta hvað þetta er stór hópur, en
hérna hefur verið skotið á að virkur hópur, sem fylgist vel
með íþróttum, sé 15-20% af þjóðfélaginu.
Ef við skoðum hvers konar hópur þetta er, þá er hann
mjög virkur í þjóðfélaginu. Hann er að gera mjög mikið, í
honum er ötult fólk sem er í íþróttum, þarf að kaupa sér
græjur til þess að taka þátt í þeim, kaupir sér íþróttatíma
og fer í líkamsræktarstöðvar. Þetta er yfirleitt fólk á besta
aldri á annasamasta tíma lífsins og er að koma sér upp
húsnæði. Hann er þess vegna sterkur markhópur, hávær,
kröfuharður og eftirsóknarverður að sama skapi.
Það er mjög algengt að fólk, sem er í markaðsstörfum,
sé innan þessa sama hóps. Markaðsstjórar eru oft karlar á
aldri sem passar mjög vel við íþróttahóp og þeir eru oft
veikir fyrir því að taka þátt. Ekki má gleyma því að ímynd
íþrótta er einnig mjög jákvæð. Það eru ekki mörg ár síðan
menn áttuðu sig á því hvað íþróttafólk er sterkur neyslu-
hópur.
Sennilega verða markaðsmálin miklu tæknilegri hér á
landi í framtíðinni. Til dæmis ef talað er um auglýsingar í
Tugþrautarkappinn Dan O’Brien á ólympíuleikunum í
Atlanta. Leikarnir voru sjónvarpsleikar og fengu ótrú-
lega umfjöllun sem og þeir sem auglýstu þar. En skilar
þetta auglýsingafé sér til baka?
R í ÍÞRÓTTUM
fyrirtæki að styðja íþróttir eða auglýsa á búningum liða og á íþróttavöllum?
55