Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 10
TOYOTA ÚTI í VIÐEY
□ að gerist engan
veginn á hverjum
degi en það gerðist
hins vegar 16. júlí í sum-
ar; haldin var bílasýning
úti í Viðey - af öllum stöð-
um. Það var P. Samúels-
son, Toyotaumboðið, sem
stóð fyrir þessari frum-
legu uppákomu þegar
fyrirtækið frumsýndi ’97
árgerðina af Toyota Land
Cruiser. Það er skemmst
frá því að segja að sýning-
arstaðurinn sló í gegn.
Vel yfir 500 gestir fóru út
í eyju og sóttu frumsýn-
inguna. Það var ekki
aðeins að vélfákarnir
væru japanskir heldur
var pinnamatur fram-
reiddur að japönskum
hætti.
Þess má geta að í skoð-
anakönnun Frjálsrar
verslunar fyrr á árinu,
þar sem spurt var um
draumabíl Islendinga,
fékk Toyota Land Cruiser
langflest atkvæði.
/
Bókin Islensk fyrirtæki:
BREYTT UTGAFA
□ ildur Kjartansdótt-
ir, ritstjóri ís-
lenskra fyrir-
tækja, segir að miklar
breytingar verði á útgáfu
bókarinnar fyrir næsta
ár. Skráning stendur nú
yfir af fullum krafti en
bókin mun koma út um
miðjan janúar næstkom-
andi. Fróði gefur út bók-
ina Islensk fyrirtæki sem
komið hefur út í 27 ár.
Helstu breytingarnar á
bókinni eru þær að hún
verður gefin út í tveimur
bindum í stað eins, tekið
verður upp nýtt skráning-
arkerfi sem notað er í öll-
um löndum Evrópusam-
bandsins og á evrópska
efnahagssvæðinu, upp-
lýsingar í bókinni verða á
Alnetinu og loks er út-
lendingum auðvelduð
notkun bókarinnar.
Hildur Kjartansdóttir, ritstjóri íslenskra fyrirtækja. Bylting-
arkenndar breytingar verða á bókinni sem kemur út um miðj-
an janúar nk. Söfnun upplýsinga stendur nú yfir.
teljast með frumlegustu stöðum fyrir jeppasýn-
ingu.
Valdimar Örnólfsson, íþróttakennari Háskólans, var á meðal frumsýn-
ingargesta úti í Viðey.
10