Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 42
Forstjóri Nýherja er alinn upp á Otrateignum og tilheyrir síðustu leikjakynslóðinni, þ.e. kynslóðinni sem ærslaðist
útivið í stað þess að sitja glaseyg tímunum saman fyrir framan skjáinn.
brigðu lífi og þessi upptalning á krefj-
andi íþróttum ber með sér. Hann hef-
ur því aldrei reykt og hefur að sögn
alveg sérstaka óbeit á þeim ósið en er
ekki templari þegar áfengi er annars
vegar heldur neytir þess í hófi.
Frosti er ágætlega músíkalskur og
leikur bæði á gítar, sem hann lærði á,
og gutlar á hljómborð af þó nokkurri
list. Traustar heimildir segja að
Frosti sé ágætur hljóðfæraleikari en
afleitur söngvari.
PERLUVINIR
Frosti er ekki meðlimur í neinum
hefðbundnum karlaklúbbum eða
leynifélögum svo kunnugt sé, enda
næstum því of ungur til þess að félög
eins og Oddfellow eða Frímúrararegl-
an séu farin að sækjast eftir þátttöku
hans. Hann er hinsvegar félagi í
Perluvinafélaginu sem hefur starfað
bráðum í rúman áratug og er skipað
piltum af árgangi 1962 og 1963 sem
áttu samleið gegnum Háskóla íslands
í tölvufræði og ýmsum tæknigreinum
um miðjan síðasta áratug. Perluvina-
félagið eða perluvinir eins og þeir eru
yfirleitt kallaðir, hittast að minnsta
kosti einu sinni í mánuði á einhverju
kaffihúsi og halda árlegar samkomur,
nokkurskonar árshátíðir.
Auk Frosta má telja til ýmsa perlu-
vini sem leggja mikla rækt við félagið.
Marteinn Stefánsson tölvufræðingur
hjá Marel, er einn og hann telst jafn-
framt til bestu vina Frosta frá fomu
fari. Síðan má nefna þá Gunnar Frið-
leifsson og Svavar G. Svavarsson
sem eiga það sameiginlegt að vera
tölvufræðingar og vinna hjá Flugleið-
um. Jónas Sverrisson tölvufræðingur
og Bjöm Sveinbjömsson efnafræð-
ingur kenna báðir tölvunarfræði en
Ámi Gunnarsson rafmagnsverkfræð-
ingur vinnur hjá HP eða Opin kerfi á
íslandi. Enn má nefna Georg lækni
Steindórsson sem býr í Ameríku en
sækir fundi þegar hann er heima, og
einnig má nefna að meðal góðra vina
Frosta er Hjalti Jónsson, markaðs-
stjóri hjá Nóa-Síríus.
Spyrja mætti hvort aðeins séu
strákar í Perluvinafélaginu og svarið
er já. Hitt er svo annað mál að makar
perluvina taka virkan þátt í starfi fé-
lagsins og mæta á árshátíðir og leggja
hönd á plóg við ýmislegt í starfi fé-
lagsins.
Eins og sést af upptalningunni eru
einkum tölvumenn í Perluvinafélag-
inu en Frosti tilheyrir einnig félaginu
DOK sem er skipað viðskiptafræð-
ingum. Meðal máttarstólpa þess fé-
lags, auk Frosta, má nefna Svein
Möller, sem stýrir íslenskri tauga-
greiningu hf., og Eggert Gíslason hjá
Mata hf. Tilgangur félagsins er að
hittast en þýðing nafnsins er leyndar-
mál.
Auk þeirra vina, sem hér eru taldir,
mætti e.t.v. nefna að Frosti heldur
traustu sambandi við fjölskyldu sína.
Jón Ari, elsti bróðir hans, býr í Kan-
ada, giftur Sigríði Guðmundsdóttur
og íris, systir hans, býr í Englandi,
gift Jóni Árnasyni leikmyndahönnuði.
Matthildur er gift Berki Baldvinssyni,
starfsmanni íslenska útvarpsfélags-
ins. Yngri bróðir Frosta er Sigurjón
Ragnar sem er ljósmyndari og vinnur
hjá Fróða.
Þannig sýnir nærmyndin af Frosta
Sigurjónssyni ungan, vel menntaðan
mann sem er fullur keppnisanda sem
sýnist geta skilað honum að settu
marki, bæði í leik og starfi. Þetta er
nútímamaður sem veit hvað hann vill
og veit hvað þarf að gera til þess að ná
settu marki.
42