Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 51
Nokkur atriði úr hinni óvenjulegu auglýsingu Myllunnar. NOTfl KOLBEIN? gott brauð, heldur brauð sem neyt- endur vilja. „Við gerðum miklar og ítarlegar neytendakannanir. Fyrst létum við vinna stóra könnun þar sem úrtakið var 1200 manns. Þar var markmiðið fyrst og fremst það að finna út hvað það er sem fólk er að leita eftir þegar það kaupir brauð, hvað það er í raun og veru sem fólk vill. Það var kafað mjög djúpt í svörin og við reyndum að nálgast sannleik- ann eins og við gátum. Niðurstöður þessarar skoðana- könnunar voru síðan grundvöllurinn að vöruþróun okkar. Síðan var leitað til nokkurra smærri hópa meðan verið var að þróa brauðið og þeir voru látnir vega og meta afurðina þar til við þóttumst vera með það í höndunum sem markaðurinn vildi. Þegar því stigi var náð gerðum við þriðju og síðustu könnunina. Þá létum við ákveðinn úrtakshóp fá í hendur þrjú brauð. Þau voru öll í eins umbúð- um sem voru án nokkurra merkinga, utan þess að þau voru númeruð, frá einum upp í þrjá. Eitt þessara brauða var söluhæsta brauð Myllunar. Ann- að var söluhæsta brauð samkeppnis- aðilans og það þriðja var Heimilis- brauðið. Þeir, sem tóku þátt í þessari könnun, vissu vitaskuld ekkert hvaða brauð þeir voru með í höndunum en niðurstaðan af þessari könnun kom okkur skemmtilega á óvart, hvorki meira né minna en 87% þátttakenda sagði Heimilisbrauðið besta brauðið af þessum þremur.“ SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Þorsteinn G. Gunnarsson Margir telja að nafnið á brauðinu, Heimilisbrauð, sé það allra besta við annars vel heppnaða herferð. Mark- hópurinn er einfaldlega heimilin og því ekki nema eðlilegt að brauðið heiti heimilisbrauð. En oft tekur það lang- an tíma að fmna það einfalda og Jónas Ólafsson segir að það hafi tekið sinn tíma að finna rétta nafnið „en þegar það kom vissum við að við hefðum hitt naglann á höfuðið og umbúða- hönnunin kom nánast af sjálfu sér. Reyndar spurðum við heilmikið um umbúðir í þessari 1200 manna skoð- anakönnun, sem gerð var í upphafi vöruþróunarinnar, og þar kom fram að meginþorri neytenda vildi að um- búðimar væm nokkuð gegnsæjar þannig að viðskiptavinurinn gæti séð í brauðið. Þetta virðist eiga við alla ferskvöru. Brauðumbúðir, sem erfitt er að sjá í gegnum, eru hins vegar nokkuð vinsælar í nágrannalöndunum og eru nánast einráðar í Bretlandi, en þetta vilja íslenskir neytendur greini- lega ekki sjá. Það var því úr að um- búðimar utan um Heimilisbrauðin eru mjög í anda umbúða annarra Myllu- brauða og falla því vel að heildarútliti Myllunnar.“ Egill Eðvarðsson leikstýrði sjón- varpsauglýsingunni sem unnin var af Saga-Film. Heildarkostnaðurinn við auglýsingaherferðina er kominn í um 5 milljónir króna og inni í þeirri upp- hæð er öll auglýsingagerð og birting- ar í sjónvarpi dagblöðum og á velti- skiltum. En hver var árangurinn af þessari herferð sem fór af stað um mitt sumar? Jónas og Kolbeinn segja árangurinn góðan. Jónas bendir á að ekki hafi verið um neinar aðrar nýjar auglýs- ingar að ræða í sjónvarpi á þessum tíma og þess vegna hafi auglýsingin náð mikilli athygli og ekki hafi þurft margar birtingar. „Birtingamar vom í raun og veru aðeins ein á kvöldi á hvorri sjónvarpsstöðinni og það skil- aði viðunandi árangri, svo ekki sé meira sagt. Auk þess er þessi árstími ekki svo galinn hvað brauð varðar því verslunarmannahelgin er mikil brauð- neysluhelgi og fyrir hana náðum við þremur kynningarhelgum í matvöru- verslunum og þær skiluðu miklum ár- angri.“ Kolbeinn tekur undir það og segir að Myllan hafi verið með háleitt sölu- markmið þegar Heimilisbrauðið var sett á markað „og við náðum mark- miðinu og gott betur, því salan er 25% meiri en við áttum von á og það allra besta er að sala annarra brauða frá Myllunni hefur ekki dregist saman þrátt fyrir þessa miklu sölu á Heimil- isbrauðinu og við getum ekki verið annað en ánægðir með þann árang- ur!“ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.