Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 73
FÓLK ERLA FRIÐRIKSDÓTTIR, KRINGLUNNI Þótt Erla Friðriksdóttir sé kona eigi einsömul leysir hún Einar I. Halldórsson núna af í hinu erilsama starfi fram- kvæmdastjóra Kringlunnar. Erla er 27 ára, uppalin í Stykkishólmi. Kringlan hélt upp á 9 ára afmæli sitt 13. ágúst sl. FJÖLBREYTNI í FYRIRRÚMI Kringlan var opnuð þann 13. ágúst 1987 og hélt því nýlega upp á 9 ára afmæli sitt. Þar eru nú rekin um 90 fyrirtæki, þar af rúmlega 60 verslanir. Á þessum 9 árum hafa nokkrar verslanir hætt og aðrar komið í þeirra stað. Allar slíkar breytingar fara fyrir stjóm Kringlunnar sem leggur áherslu á að sem fjöl- breyttastur verslunarrekst- ur sé stundaður í húsinu. Meðal þess, sem Kringl- an hefur boðið gestum sín- um upp á, eru ýmsar list- sýningar svo sem málverka- sýningar og ljósmyndasýningar. Sýning- in „World press photo“ á þar m.a. sinn fasta sess. Þemadagar eru haldnir af og til, t.d. sænskir, breskir og amerískir dagar. Á vorin er hægt að fá allt fyrir garðinn, meira að segja sumarblóm, og sérfræðingar í garðyrkju gefa góð ráð. Síðast en ekki síst má nefna Kringluköstin víðfrægu þar sem hægt er að gera hagstæð innkaup á nýjum vörum. Bömin em ekki undanskilin því þau fá kameval á öskudag. Kringlan er eina versl- anamiðstöðin á landinu sem býður upp á barnagæslu. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR erslunarhættir á ís- landi breyttust með tilkomu Kringlunn- ar. Þeir, sem að henni standa, hafa verið fremstir í flokki þeirra, sem stunda verslun og komið fram með margar nýjungar, — segir Erla Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri verslanamið- stöðvarinnar Kringlunnar. Erla er 27 ára gömul, fædd í Reykjavík en uppalin í Stykkishólmi. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1988 og prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands árið 1993. Að námi loknu vann Erla á skrifstofu Baldurs hf. í Stykkishólmi þar til hún hóf störf sem markaðasfulltrúi Kringlunnar í september 1994. Hún gegnir starfi framkvæmdastjóra meðan Einar I. Halldórsson vinnur að sameiningu Borgar- kringlunnar og Kringlunnar. Starfsemin heitir því skemmtilega nafni „Ævin- týra-Kringlan“ og þar geta bömin fengið að hlusta á sögur, syngja og teikna auk þess sem stundum er boðið upp á leiksýningar gegn vægu gjaldi. Tvö þúsund bílastæði standa viðskipta- vinum Kringlunnar til boða gjaldfrítt. AÐTÍNADÚN Starf Erlu er fyrst og fremst fólgið í því að halda utan um rekstur Kringlunn- ar sem er ærið viðfangsefni eins og nærri má geta. „Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Erla, „þótt vissulega komi það fyrir að taka þurfi á erf- iðum málum.“ Auk Erlu starfa tæplega 20 manns hjá Kringlunni, m.a. markaðs- fulltrúi, öryggisgæslustjóri og tæknistjóri auk öryggis- varða og ræstingafólks. Meðan á náminu stóð stofnaði Erla, ásamt fleir- um, útflutningsfyrirtækið íslenskur æðardúnn ehf. Fyrirtækið kaupir dún af bændum og selur hann hreinsaðan úr landi, aðal- lega til Japan. Erla áætlar að þau flytji út um 176 af lands- framleiðslunni. Það kemur því ekki á óvart að eitt af aðaláhugamálum Erlu er að fara á sumrin út í Breiða- fjarðareyjar og tína dún. „Helst vildi ég vera þar sem lengst,“ segir hún. Á vet- uma segist hún stundum skreppa á skíði og jóga er einnig ofarlega á blaði. Sam- býlismaður Erlu er Sigþór Hallfreðsson iðnaðartækni- fræðingur. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.