Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 52
—1—i MARGIR FÁ VINNU ÁÐUR EN ÞEIR ÚTSKRIFAST Þann 10. maí sl. útskrifaði skólinn 81 nem- anda úr almennu skrifstofunámi, ijármála- og rekstrarnámi og markaðs- og sölunámi. Við útskriftina var gerð könnun meðal nemenda á því hversu margir þeirra væru þegar komnir í skrifstofustörf og hjá hvaða fyrirtækjum þeir væru. Af hópnum voru 33 þegar komnir í skrifstofu- störf, 11 af þeim fengu áframhaldandi ráðningu eftir starfsþjálfun sem þeir hlutu á vegum skólans. Nemandi við tölvunám í Viðskipta- og tölvuskólanum. Viðskipta- og Tölvubúnaður íslenskra fyr- irtækja er víðast hvar mjög fullkominn og í stöðugri framþró- un, en til þess að hægt sé að nýta búnaðinn til fulln- ustu þurfa starfs- mennirnir að hafa næga þekkingu til að bera. Þekkingin fæst best með að tryggja þeim grunn-, endur- og símenntun. Upp á þessar menntunarleiðir allar býður Viðskipta- og tölvuskólinn að Ánanaustum 15, sem Stjórnunarfélag Islands og Nýheiji hf. reka. „Kostnaður endurmenntunar starfsmanna skilar sér á tvennan hátt; í hæfari starfsmönnum og hagkvæmni og ekki síður í glaðari starfsmönn- um, því þeir kunna að meta að fýrirtækið fjárfesti í endurmenntun þeirra,” segir Ragna S. Oskars- dóttir, skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans. „Hraðvirkari upplýsingatækni fýlgir stöðugt öfl- ugri tæknibúnaður sem gerir upplýsingastreymið skilvirkara jafnt innan fýrirtækisins sem utan. Eitt gleymist þó oft - þáttur starfsmannsins. Til þess að fýrir- tæki geti nýtt sér til fullnustu þá möguleika, sem upplýs- ingatæknin býður, þurfa starfsmennirnir að kunna að nýta tæknina. Fólk eyðir töluverðum tíma í að prófa sig áfram þegar leysa þarf ákveðin verk með tölvunni og hefur ekki hugmynd um að hægt sé að fara styttri og hnitmiðaðri leið að sama marki. Ástæðan er sú að það hefur ekki fengið næga þjálfun í notkun búnaðarins.” tolvuskólinn Ragna S. Óskars- dóttir, skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans. FERNS KONAR TOLVUNAM í megindráttum má skipta tölvunámskeiðum Viðskipta- og tölvu- skólans í fernt: 1. Almenn, opin tölvunámskeið í helstu notendaforritum. 2. Lokuð námskeið, sem hægt er að sníða að þörfum viðkom- andi fyrirtækis. 3. Sérhæfð tölvunámskeið fyrir starfsmenn tölvudeilda, til dæmis AS/400 námskeið. 4. Útleigu á tölvustofum til fyrirtækja. Af þessu má sjá að námi í Viðskipta- og tölvuskólanum eru eng- in takmörk sett. Ragna segir að með því að kenna starfsmönnum einföld atriði geti fyrirtæki sparað ótrúlegan tíma og vinnu. Flest fyrir- tæki þurfa að vinna með við- skiptamannaskrár og leggja metnað í að halda góðum tengslum við við- skiptavininn. „En það er jafnvel svo að einföld aðgerð eins og að búa til límmiða er ekki á færi starfsmanna svo kalla þarf til dýra sérfræðihjálp utan úr bæ. Gagnagrunnsforrit eru orðin svo fullkomin að það ætti að vera á færi sérhvers starfsmanns að vinna eins og hugurinn girnist með viðskipta- mannalista, senda til dæmis bréf til viðskipta- manna, sem hafa ekki verið í viðskiptum síðasta ársfjórðung, eða einbeita sér að þeim sem hafa verið í miklum viðskiptum.” Til þess að koma til móts við þarfir fýrirtækj- anna býður Viðskipta- og tölvuskólinn upp á að sérsníða námskeið sem miðast við þarfir íýrir- tækisins. Einnig geta fyrirtæki sent starfsmenn sína á ákveðin, almenn námskeið sem miða að því að þeir fái þjálfun í vissum aðgerð- um eða verkum. Á síðasta ári sóttu um 2000 nemendur nám- skeið í Viðskipta- og tölvuskólanum, bæði á eigin vegum og fyrir- tækja sinna. Kennt er í skólanum frá því klukk- an níu á morgnana og fram til hálfellefu á kvöldin. Fyrirtæki hafa gert nokkuð af því að senda fólk á námskeið í 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.