Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 23
STERK MARKAÐSHLUTDEILD STÖÐVAR 2 Helsta vopn Stöðvar 2 er auðvitað firnasterk tíu ára saga á íslenskum heimilum. Stöðin á sér hefð og fastan sess. Fólk segir henni ekki svo auðveldlega upp. Stöðin er með um 40 þúsund áskrifendur og hefur svo verið nánast frá upphafi. Þetta er ekki aðeins sterkt vopn heldur forskot sem menn glutra ekki svo glatt niður. Stöðin er jafnframt með fréttastofu sem styrkir ímyndina því íslendingar eru fréttaþyrst þjóð. Á móti kemur að mjög dýrt er að halda úti góðri fréttastofu. áttina; að hugsanlega segi einhverjir upp Stöð 2 eða Sýn til að gerast áskrifendur að Degi-Tímanum. A móti kemur reynsla fyrir því að menn haldi fremur fast í það sem þeir hafa þegar rót kemst á markaðinn. Það verður að teljast mjög hæpið að Stöð 3 og Dagur- Tíminn nái markmiðum smum á næstu mánuðum án þess að aðrir fjölmiðlar finni fyrir því, eins og Stöð 2, Sýn, DV og hugsanlega Morgunblaðið líka en það er einmitt stór hluthafi í Stöð 3. Einhverjir hljóta að missa spón úr aski sínum. Fólk setur ekki endalaust fé í fjölmiðla. Eitthvað mun láta undan. Þess vegna vaknar sú spuming hvort Stöð 2 og DV séu ekki að keppa að óþörfu við sjálf sig með því að hrinda af stokkunum nýju blaði, Degi - Tímanum, og hefja mikla herferð ein- mitt á sama tíma og baráttan á sjón- varpsmarkaðnum er að harðna. Að vísu eru sjónvarp og dagblað ekki sami hluturinn. Þess vegna má ætla að DV missi frekar áskrifendur en Stöð 2 takist Degi-Tímanum að kom- ast á beinu brautina. Það blað er kom- ið á fæturna en það á eftir að sýna hvað í því býr. Hvemig tekst því til þegar nýjabrumið er horfið? í rekstri fjölmiðla, sem annarra fyrirtækja, skiptir úthaldið nefnilega mestu máli. Það kemur blað eftir þetta blað. NÆR DAGUR-TIMINN SERASTRIK? Nokkur óvissa verður að teljast í kringum Dag-Tímann. Hann er sprottinn upp af sterkum meiði Dags á Akureyri og Tímanum. Dagur var dæmigert staðarblað. Útbreiðslan var bundin við Norðurlandið og stærstu staðina þar, Akureyri, Húsa- vík og Sauðárkrók. í raun var þó Dag- ur fyrst og fremst Akureyrarblað - þar var sterkasti áskrifendahópurinn. Dagur var þeirra blað. En verður Dagur-Timinn þeirra blað? Það er stóra spurningin. Til þess að svo geti orðið verður blaðið að vera mjög ríkt af fréttum frá Akureyri og nágrenni. Það verður að virka á Akureyringa eins og það sé staðarblað - annars vofir sú hætta yfir að þeir segi blaðinu upp. Hefðin fyrir norðan er sú að Akureyringar em mjög stoltir af sínu og því sem er akureyrskt. A móti kemur að Dagur-Tíminn hefur vart forsendu til stækka og auka áskrift sína stórlega, eins og að er stefnt, nema að blaðið sé nýtískulegt fréttablað sem sinni öllum landshlutum jafnt og þétt. Blaðið verður að vera læsilegt og skemmtilegt - og fyrir alla landsmenn - eigi það að ná sterkri sölu um allt land. Hann er því vandrataður „meðal- Dagurinn“. ÁÁÆWÆwmmm Þú nærð forskoti þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Aukið öryggi í rekstri Endurupptaka pappírs Sjálfvirkt eftirlitskerfi Sjálfvirk endurræsing Nýr hreinsibúnaður 1:1 MINOLTA CS-PfíO Ijósritunarvélar Skrefi á undan inn í framtíóina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SlÐUMÚLI 14. 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.