Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 41

Frjáls verslun - 01.07.1996, Page 41
keppni og sé í hjarta sínu jafnvel meiri keppnismaður en sé hollt fyrir hann. Metorðagjam er Frosti sagður í meira lagi. Hann er hreinskiptinn og skorinorður í samskiptum á vinnustað og hikar ekki við að segja mönnum skoðun sína ef á þarf að halda. Hann leggur í samskiptum við yfirmenn og undirmenn mjög mikið upp úr því að valdsvið hans sé skýrt og enginn vafi leiki á hvar það endi og valdsvið ann- arra taki við. Þeir, sem hafa orðið fyrir barðinu á honum, segja að hann sé frekur en andmælendur segja á móti að hann sé hrein- skiptinn og óragur. FÆRFÓLKTIL FYLGIS VIÐ SIG Hann er gífurlega góður sölumaður og á fremur auðvelt með að fá fólk á sitt band því hann er málgefmn og glaðlyndur og hefur gott lag á að setja hugmyndir sínar fram á sannfærandi hátt. Hann hefur mikinn áhuga á tölv- um og tölvusamskiptum og er mjög vel heima í þeim geira. Hann veit býsna vel hverjir möguleikar felast í tækninýjungum hverju sinni, enda margir bestu vinir hans tölvunarfræð- ingar og hann umgengst mikið fólk sem lifir og hrærist í tölvubransanum þótt hann hafi ekki tölvumenntun sjálfur. Sumir segja reyndar að hann hefði átt að fara í tölvufræði því hann sé í hjarta sínu meiri tölvumaður en stjórnandi. Allt þetta ber að þeim brunni að sumum þykir nóg um frama þessa unga manns sem hefur hvergi unnið mjög lengi í einu og hefur lag á að koma eins og stormsveipur inn í fyrir- tæki með hugmyndir. REIÐHJÓL, SVIFDREKAR, VEGGTENNIS OG GOLF Ef til vill endurspeglast persónu- leiki Frosta einna best þegar horft er til þátttöku hans í íþróttum. Hann er ákafur hjólreiðakappi og þegar fyrstu íslandsmótin voru haldin í hjólreiðum á árunum 1978-’80 var hann virkur þátttakandi og vann oft til verðlauna og hreppti hvað eftir annað fyrsta og kvittar undir. sæti þótt hann yrði aldrei íslands- meistari. Á þessum árum voru fjalla- hjólin ekki komin til sögunnar heldur var keppt í götuflokkum á því sem þá voru kölluð kappreiðahjól. Skömmu síðar uppgötvaði Frosti svifdrekaflug og það gilti það sama um þá íþrótt eins og aðrar. Hann lét sér ekki nægja að stunda hana sér til skemmtunar og afþreyingar heldur keppti í svifdreka- flugi bæði hér og erlendis og var virk- ur í starfi Svifdrekafélagsins. Hann fékk verðlaun fyrir svifdrekaflug en varð aldrei meistari. Skvass eða veggjatennis varð mikil dálætisíþrótt Frosta um tíma og hann keppti að sjálf- sögðu í því og náði mjög góðum árangri og varð íslandsmeistari í þeirri agressívu íþrótt sem reynir gífurlega á snerpu, úthald og keppnishörku manna. Bad- minton þótti Frosta einnig skemmtileg íþrótt en hefur ekki fengist við keppni í því. Þessar keppnisíþróttir hefur Frosti reyndar lagt að mestu á hilluna eftir því sem atvinnan og fjölskyldan gera meiri kröfur til tíma hans. Nýjasta áhugamál hans á sviði íþrótta er að spila golf og hann hefur einbeitt sér að því eftir því sem tími hans hefur leyft en er enn á áhuga- mannaplani í þeirri snyrtilegu íþrótt. Hann heldur sér í formi með því að mæta í líkamsrækt í World Class þrisvar í viku klukkan hálfsjö á morgn- ana með Þorsteini M. Jónssyni hjá Vífilfelli þar sem þeir vinimir lyfta jámum. REGLUSAMUR MÚSÍKANT Það þarf varla að taka fram að Frosti hefur alltaf lagt mikla áherslu á að vera í góðu formi og lifir eins heil- s. 588-3338/f. 588-3132 INTERNET X.400 INMARSAT ► SKÍMA tengir tölvupóstkerfi fyrirtækja við INTERNET, INMARSAT og X.400 ► SKÍMA býður fyrirtækjum nettengingar við INTERNET ► SKÍMA býður fyrirtækjum hönnun og vistun heimasíðna á INTERNET cc:Mail DaVinci Lotus Notes MHS MS Mail OpenMail 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.