Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 69
Stefnan fundin, mótuð - og tekin.Yfirleitt er talað um að
yfirstjórnendur móti stefnu fyrirtækis. Séu þeir einu stefnu-
mótendurnir nýtist styrkur stefnustjórnunar fyrirtækinu
ekki sem skyldi.
Undanfari mótunar
samkeppnisáætlunar eru
greiningar á ytra og innra
umhverfi fyrirtækisins,
þar sem leitað er m.a. að
styrk og veikleika fyrir-
tækisins og ógnunum og
tækifærum á markaðn-
um. Áherslan er alltaf á
hvaða árangri þú viljir ná
með viðskiptavininum,
vörum og þjónustu, hver
markaðurinn sé og
hvernig best megi
styrkja stöðu fyrirtækis-
ins gagnvart keppinaut-
unum.
Þegar árangurinn hef-
ur verið ákveðinn með
setningu markmiða og
stefnumiða liggur beint
við að móta stefnu og
gera áætlanir.
STEFNA
í markmiðum og
stefnumiðum beinist at-
hyglin að árangrinum
sem á að ná. í stefnuyfir-
lýsingum (e. policy stat-
ement) er sjónum aftur á
móti beint að þeim leið-
um eða skilyrðum sem fullnægja þarf
til að árangur náist.
Við innsiglingar í hafnir eru t.d.
merki í landi (stefnumið) sem skips-
stjómendur nota til að forðast grynn-
ingar, sker og boða á leiðinni inn og út
úr höfninni. M.ö.o. þá er hafnar-
mynnið „árangurinn“ sem á að ná og
leiðin er vörðuð innsiglingarmerkj-
um, stefnumiðum, sem segja hvaða
stefnu eigi að taka á hverjum stað til
að komast áfallalaust á áfangastað.
í þessu dæmi er stefnan tekin á mið
sem sést frá skipinu. í fyrirtækjum
eru einmitt margar stefnur miðaðar
við markmið eða stefnumið. Þær gefa
vísbendingar urn ytri mörk þess sem
fyrirtækið telur rétt að vinna innan,
t.d. „bjóða ætíð bestu vöru og þjón-
ustu sem völ er á hverju sinni.“
Önnur aðferð, sem
skipsstjómendur nota til
að komast leiðar sinnar,
er að velja þá átt sem á að
sigla í. Sá, sem er við
stýrið hverju sinni, ber
ábyrgð á því að hvika
ekki frá kompásstrikinu.
Einnig gæti skiptsjórinn
haft hugmyndir (stefnu)
um heppilegan ganghr-
aða skipsins. M.ö.o. þá
er stefnunni haldið án
þess að notað sé viðmið
utan borðstokks skips-
ins. Dæmi um slíka
stefnu innan fyrirtækja
gætiverið: „Gerastarfs-
fólk hæfara með því að
auka þekkingu þess og
þjálfun." Fylgi fyrirtæki
þessari stefnu vinnur það
að árangri sem leynist
handan „sjóndeildar-
hringsins".
Yfirleitt er talað um að
yfirstjómendur móti
stefnur fyrirtækisins.
Séu þeir einu stefnumót-
endurnir nýtist styrkur
stefnustjómunar ekki
fyrirtækinu sem skyldi.
Stjómendur sumra fyrir-
tækja segja jafnvel að fyrirtæki þeirra
séu það lítil að slík stjómun rúmist
ekki intian veggja þeirra. Þessir
stjórnendur kvarta á hinn bóginn oft
yfir að þeir séu á þönum út um allt
fyrirtækið við að setja „lekabyttur“
undir það sem miður fer í starfsem-
inni. Hugsanlega er víðtæk stefnu-
stjórnun einn liður í lausninni.
N FYRIRTÆKJA
lýsingu á því hvað þurfi að hafa í huga, hvað megi gera og hvað eigi að gera
69