Frjáls verslun - 01.07.1996, Blaðsíða 61
TAKISIGA!
um en flestar aðrarþjóðir sem tengjast arftaka GATT, Alþjóðaviðskiþtastofnunni,
hluta innflutnings síns en aðrir. Frjáls heimsviðskipti þýða aukna velmegun
elsti ávinningur Islands af aðild
að Alþjóðaviðskiptastofnun-
inni, WTO, er réttaröryggið
og leikreglurnar sem samningar
stofnunarinnar hafa í för með sér.
Hvað varðar bein áhrif samningsins á
ísland þá þýðir þetta aukin tækifæri
fyrir útflutningsgreinar okkar og auk-
in tækifæri vegna þess að tollar lækka
á hefðbundnum mörkuðum og nýir
markaðir opnast. Það vekur hins veg-
ar athygli að íslendingar hafa ekki
gert úttekt á þeim tækifærum sem
samningamir hafa í för með sér.
FRJÁLSLYNDISSTEFNA í
MILLIRÍKJAVIÐSKIPTUM EN...
ísland er mjög háð alþjóðlegum við-
skiptum og hefur augljósan hag af
frelsi á því sviði.
Hlutfall útflutn-
ingstekna er hér
hátt, sem að
stærstum hluta
kemur til vegna
sjávarafurða, og
mestur hluti iðn-
varnings, stór
hluti landbúnaðar-
afurða, allar olíur
og olíuvörur eru
innfluttar. íslensk
stjórnvöld hafa á
seinni árum fylgt
frjálslyndisstefnu í
milliríkjavið-
skiptum og í úttekt
GATT stofnunar-
innar árið 1992
(Eftirlit með við-
skiptastefnu) var
íslandi lýst sem
MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR
lágtollalandi sem hefði tiltölulega lítil
opinber afskipti af atvinnulífinu ef
landbúnaðarframleiðsla væri undan-
skilin. Hér eru tiltölulega lágir tollar,
engum boðnir hærri tollar en bestu
kjararéttindin, styrkir til iðnaðar eru
lágir miðað við nágrannaríkin og ís-
land er ekki aðili að MFA sem er
samningur um kvóta á innflutningi á
vefnaðarvörum og klæðnaði. ísland
hefur aldrei beitt grein XIX sem
heimilar vemdaraðgerðir, og einung-
is einu sinni hefur verið beitt jöfnun-
artollum gegn undirboðum eða
styrkjum. Greiðslujöfnuðarákvæði
GATT hefur heldur aldrei verið beitt.
f úttekt GATT kemur einnig fram að
notkun á tæknilegum viðskiptahindr-
unum er mjög sambærileg við það
sem gerist í ESB.
Það vekur hins-
vegar athygli hve
Htill hluti af inn-
flutningi okkar er
tollbundinn eða
einungis 65%, á
meðan að flest ríki
OECD eru með
99-100%. Toll-
bindingar eru há-
markstollar sem
ríki skuldbindur
sig til að fara ekki
yfir nema með
leyfi Alþjóðavið-
skiptastofnunar-
innar þannig að ís-
lensk stjómvöld
eiga möguleika á
því að hækka tolla
upp úr öllu valdi á
35% af innflutningi
61
Greinarhöfundur, Guðlaugur Þór
Þórðarson, útskrifast í haust úr
stjórnmálafræði með viðskiþtafræði
sem aukagrein. Lokaritgerð hans er
um Alþjóðaviðskiptastofnunina,
WTO, og áhrif hennar á ísland.