Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 73

Frjáls verslun - 01.07.1996, Síða 73
FÓLK ERLA FRIÐRIKSDÓTTIR, KRINGLUNNI Þótt Erla Friðriksdóttir sé kona eigi einsömul leysir hún Einar I. Halldórsson núna af í hinu erilsama starfi fram- kvæmdastjóra Kringlunnar. Erla er 27 ára, uppalin í Stykkishólmi. Kringlan hélt upp á 9 ára afmæli sitt 13. ágúst sl. FJÖLBREYTNI í FYRIRRÚMI Kringlan var opnuð þann 13. ágúst 1987 og hélt því nýlega upp á 9 ára afmæli sitt. Þar eru nú rekin um 90 fyrirtæki, þar af rúmlega 60 verslanir. Á þessum 9 árum hafa nokkrar verslanir hætt og aðrar komið í þeirra stað. Allar slíkar breytingar fara fyrir stjóm Kringlunnar sem leggur áherslu á að sem fjöl- breyttastur verslunarrekst- ur sé stundaður í húsinu. Meðal þess, sem Kringl- an hefur boðið gestum sín- um upp á, eru ýmsar list- sýningar svo sem málverka- sýningar og ljósmyndasýningar. Sýning- in „World press photo“ á þar m.a. sinn fasta sess. Þemadagar eru haldnir af og til, t.d. sænskir, breskir og amerískir dagar. Á vorin er hægt að fá allt fyrir garðinn, meira að segja sumarblóm, og sérfræðingar í garðyrkju gefa góð ráð. Síðast en ekki síst má nefna Kringluköstin víðfrægu þar sem hægt er að gera hagstæð innkaup á nýjum vörum. Bömin em ekki undanskilin því þau fá kameval á öskudag. Kringlan er eina versl- anamiðstöðin á landinu sem býður upp á barnagæslu. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR erslunarhættir á ís- landi breyttust með tilkomu Kringlunn- ar. Þeir, sem að henni standa, hafa verið fremstir í flokki þeirra, sem stunda verslun og komið fram með margar nýjungar, — segir Erla Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri verslanamið- stöðvarinnar Kringlunnar. Erla er 27 ára gömul, fædd í Reykjavík en uppalin í Stykkishólmi. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands árið 1988 og prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands árið 1993. Að námi loknu vann Erla á skrifstofu Baldurs hf. í Stykkishólmi þar til hún hóf störf sem markaðasfulltrúi Kringlunnar í september 1994. Hún gegnir starfi framkvæmdastjóra meðan Einar I. Halldórsson vinnur að sameiningu Borgar- kringlunnar og Kringlunnar. Starfsemin heitir því skemmtilega nafni „Ævin- týra-Kringlan“ og þar geta bömin fengið að hlusta á sögur, syngja og teikna auk þess sem stundum er boðið upp á leiksýningar gegn vægu gjaldi. Tvö þúsund bílastæði standa viðskipta- vinum Kringlunnar til boða gjaldfrítt. AÐTÍNADÚN Starf Erlu er fyrst og fremst fólgið í því að halda utan um rekstur Kringlunn- ar sem er ærið viðfangsefni eins og nærri má geta. „Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Erla, „þótt vissulega komi það fyrir að taka þurfi á erf- iðum málum.“ Auk Erlu starfa tæplega 20 manns hjá Kringlunni, m.a. markaðs- fulltrúi, öryggisgæslustjóri og tæknistjóri auk öryggis- varða og ræstingafólks. Meðan á náminu stóð stofnaði Erla, ásamt fleir- um, útflutningsfyrirtækið íslenskur æðardúnn ehf. Fyrirtækið kaupir dún af bændum og selur hann hreinsaðan úr landi, aðal- lega til Japan. Erla áætlar að þau flytji út um 176 af lands- framleiðslunni. Það kemur því ekki á óvart að eitt af aðaláhugamálum Erlu er að fara á sumrin út í Breiða- fjarðareyjar og tína dún. „Helst vildi ég vera þar sem lengst,“ segir hún. Á vet- uma segist hún stundum skreppa á skíði og jóga er einnig ofarlega á blaði. Sam- býlismaður Erlu er Sigþór Hallfreðsson iðnaðartækni- fræðingur. 73

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.