Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 16

Frjáls verslun - 01.02.1998, Page 16
FRÉTTIR Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstöðumaður verðbréfasviðs K.N., Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður stjórnunarsviðs K.N., Jóhann Ivarsson, starjs- maður Kaupþings í Reykjavík, Tryggvi Tryggvasonjramkvœmdastjóri K.N. og Þorsteinn Hjaltason lögfrœðingur. KAUPÞING NORDURLANDS10 ARA Qaupþing Norðurlands varð 10 ára í apríl 1997. Fyrirtækið hefur fagnað afmæli sínu með margvíslegum hætti á árinu, boðið vinum og viðskiptamönnum í helgarferð til Grímseyjar, látið hanna nýtt merki og haft opið hús fyrir gesti og gangandi á aðventunni. í lok febrúar s.l. var efnt til veislu í tengslum við aðalfund Kaupþings Norðurlands og boðið í teiti í nýjum og glæsilegum húsakynnum við Skipagötu 9 á Akureyri. SigurðurJ. Sigurðsson, bœjarfulltrúi á Akureyri og Karl Eskild Pálsson, frétta- ritari RÚV. M U R A R A R GÓLF SLÍPIVÉLAR - þar sem mest á reynir SKEIFUNNI 3E-F SÍMI581 2333 FAX 568 0215 CMVmapat: í ELDLÍNUNNI NÝR STJÓRI Eiríkur S. Jóhannsson, nýráðinn kaupfélags- stjóri KEA. Eiríkur S. Jóhannsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Ak- ureyri. Kaupfélagið hefur löngum borið höfuð og herðaryfir atvinnulífið við Eyjafjörð og er meðyfir 11 milljarða veltu. iríkur er aðeins 30 ára gamall og er þvi ótvírætt með yngstu stjórnendum stórfyr- irtækja á íslandi. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Gauta Gautasyni sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Snæfells en það fyrirtæki mun sjá um allan sjávarútvegsrekstur KEA og dótturfyr- irtækja þess. Þannig mun Eiríkur ekki stýra eins fjölþættum rekstri og fyrirrennarar hans. Mörgum þykir Eiríkur vera ungur en nærtækt fordæmi í sögu KEA er Magnús Gauti sem var aðeins 38 ára þegar hann tók við starfi kaupfélagsstjóra. Eiríkur er heimamaður á Akureyri fæddur og al- inn upp í höfuðstað Norðurlands. Foreldrar hans eru Jóhann Helgason, deildarstjóri ríkisskattstjóra á Akureyri, ættaður tfá Þórustöðum í Eyjafirði, og Sigríður Árnadóttír hústfeyja, ættuð frá Finnsstöð- um í Eiðaþinghá. Eiríkur varð stúdent tfá MA1988, lauk BS í hag- fræði frá HÍ1991 og lærði síðan hagfræði við Vand- erbilt University í Nashville, Tennessee í Bandaríkj- unum. Hann starfaði í hagdeild Landsbanka Islands að loknu námi en tók síðar við starfi útíbússtjóra bank- ans á Akureyri og hefur gegnt því síðan og verið svæðisstjóri á Norðurlandi. Eiríkur hefur kennt við Háskóla íslands, Vanderbilt University og Háskól- ann á Akureyri. Hann hefur setið í stjórnum súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu, slippstöðvarinnar Odda og skinnaverksmiðjunnar Foldu og verið gjaldkeri KA. Eiríkur er í sambúð með Friðriku Tómasdóttur, leikskólakennara lfá Akureyri. Friðrika er dóttír Rannveigar Jónsdóttur og Tómasar Arnar Agnars- sonar. Þau eiga saman tvö börn, Marínu f. 1994 og nýfæddan son. SO 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.