Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 19
I
) ÞRIGGJA DAGA VINNUVIKA
| Olafur hefur samið við Advanta um
i aðeins þriggja daga vinnuviku til að
j geta einnig sinnt skriftum. Hvernig
fór hann að því?
I „Ég verð þrjá daga í viku í höfuð-
i stöðvum fyrirtækisins í Pennsylvaníu
i en verð líka með skrifstofu á Manhatt-
an. Þessa þrjá daga er ég nú þegar að
j frá morgni til miðnættis og auðvitað
verð ég í tölvu- og símasambandi við
Advanta aðra daga, þótt ég hyggist
) veija bróðurparti hinna fjögurra daga
, vikunnar til skrifta og til að sinna fjöl-
j skyldunni.“
Olafur Jóhann kveðst aldrei myndu
hafa sest í forstjórastól á öðrum for-
sendum en þeim að geta sinnt skrift-
um. Forsvarsmenn Advanta hafi sýnt
því skilning. Þriggja daga viðvera sé
samningsbundin.
1 ÚTGEFANDINN ÁHYGGJULAUS
Ólafur Ragnarsson, framkvæmda-
( stjóri Vöku-Helgafells og útgefandi
Ólafs Jóhanns, hefur ekki áhyggjur af
því að nýja starfið spilli fyrir ritstörf-
um Ólafs Jóhanns. Þvert á móti hafi
Ólafur Jóhann alltaf lagt áherslu á að
honum sem rithöfundi sé þarft að
vera í tengslum við lífið; með þeim
hætti verði góðar hugmyndir í bækur
hans til. Ólafur Ragnarsson segir
tengsl sín við nafna sinn Jóhann nán-
) ari en almennt gerist milli rithöfundar
, og útgefanda. Hann virðist hafa veðjað
á réttan hest þegar hann ákvað að
gefa út verk Ólafs Jóhanns. Vaninn er
1 að forlög taki sér um viku umhugsun-
arfrest þegar nýir höfundar knýja
j dyra. Þegar Ólafúr Jóhann kom fyrst
með smásögur til útgefandans í von
um að þær yrðu birtar liðu aðeins
nokkrar klukkustundir uns Ólafur
) Ragnarsson hringdi til hans og sagð-
ist birta þær. Þetta var áður en Ólafur
Jóhann varð þekktur í viðskiptaheim-
inum, þá var hann rétt að ljúka námi
ytra.
j DAGUR í LÍFI FORSTJÓRA
j Hvernig er hefðbundinn dagur á
forstjórastóli Advanta? „Ég hef þá
reglu að vinna mjög náið með þeim
sem stjórna dótturfýrirtækjum okkar
j og með yfirmönnum í yfirstjórn fyrir-
i tækisins. Einnig vill svo vel til að yfir-
menn dótturfyrirtækjanna eru allir
mjög sterkir á sínu sviði. Hins vegar
Ólafur Jóhann Ólafsson, nýráðinn forstjóri fiármálafyrirtækisins Advanta í
Bandaríkjunum. Hann hafði áður verið ráðgjafi fyrirtækisins í um eitt ár og í
desember sl. tók hann sæti í stjórn fyrirtækisins.
HVERS KONAR FYRIRTÆKI ER ADVANTA?
Advanta er fjármálafyrirtæki meö höfuöstöövar í Pennsylvaníu. Þaö er 886. stærsta
fyrirtæki Bandaríkjanna og með yfir 4 þúsund manns í vinnu. Það sinnir einstaklingum
og smærri fyrirtækjum á sviði krítarkorta, húsnæðislána, kaupleigu, trygginga og
innlána. Auk þess rekur Advanta fyrirtæki sem sinnir áhættufjármögnun.
FRÁ MORGNITIL MIÐNÆTTIS
„Þessa þrjá daga vinn ég frá morgni til miðnættis. En auðvitað verð ég í tölvu- og
símasambandi við Advanta aðra daga þótt ég hyggist verja bróðurparti þeirra til að
skrifa og sinna fjölskyldunni,” segir Ólafur Jóhann.
19