Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 20

Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 20
Ólafur Jóhann tekur hér á móti forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, við frum- sýningu leikritsins Fjögur hjörtu sem gengið hefur fyrir fúllu húsi frá áramótum. Ólafur samdi við Advanta um þriggja daga vinnuviku tíl að geta sinnt skriftum líka. hef ég það fyrír reglu að fara inn í fyrirtækin og reka höfuðið inn um dyragættina hjá fólki og efni til óformlegra sam- ræðna á göngum og víðar.“ Olafur Jóhann játar því að hans stjórnunar- stíll sé að vera „sýnilegur“ forstjóri. I þessu starfi þurfa menn, að hans sögn, fremur að einbeita sér að því að leiða hópinn ffekar en að vera með puttana í rekstri dótturfyrirtækjanna sem aðrír stjórna. „Ef maður ræður gott fólk til þess að gegna ákveðnu starfi, þá er maður því innan handar en treystir því til að gegna starfinu af sjálfsdáðum." Halda mætti að þetta nýja starf væri nokkuð frábrugðið því sem Olaf- ur Jóhann hefur fengist við fram að þessu. Hann segir svo ekki vera. I raun séu forstjórastörf af þessu tagi, þar sem mörg dótturfyrirtæki eru samankomin, lík í reynd því lögmálin séu þau sömu. Hjá Sony var erillinn oft á tíðum gífurlegur hjá Olafi og lýsti hann því yfir eftir á að svo yfirgengilega vinnu myndi hann aldrei koma sér í aftur. „Enda held ég að þegar komið er yfir ákveðið mark hætti slík vinna að skila ár- angri.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að hætta sé á að sagan endurtaki sig nú. ENGINN ÁHUGIÁ PENINGUM Missir maður, sem er að sýsla með fimmtán hundruð milljarða í vinnunni, ekki alla tilfinningu fyrir peningum? „Þetta er svona eins og þegar stjörnufræðingar eru að reikna fjar- lægðir til himin- tungla. Þeir þurfa samt að aka 50 kílómetra frá Lækjartorgi til Þingvalla.“ Hefur Ólafur Jóhann litið á sig sem ijármálasnilling fram að þessu? „Nei og geri ekki enn. Eg hef engan áhuga á peningum per se en nýt þess að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja." Yill Ólafur Jóhann gefa sjálfum sér einhvern hámarkstíma á þessum for- stjórastóli. Svarið er stutt og laggott. „Nei. Sjáum hverju við komum í verk.“ Ein samviskuspurning. Fær Ólafur leiða á því sem hann er að gera ef allt gengur sinn vanagang? ,Já. Ég hef einatt látið mig hverfa þegar hlut- irnir eru orðnir fyrirsjáanlegir." Hann segist fá mannsæmandi laun fyrir forstjórastarfið. Sú vinna skili enn í það minnsta fleiri krónum í kassann en ritstörfin, enda hafi þörfin tíl að skrifa fram að þessu ver- ið óháð pening- um. Hann hafi alltaf haft fram- færi sitt af öðru þótt síst kvarti hann undan við- tökum bóka sinna. ENERGÍ OG TRÚ „Ég er svo heppinn að hafa alltaf verið energískur að eðlisfari. Hins vegar hjálpar mikið að stunda líkams- rækt. Hana stunda ég fimm sinnum í viku og bý mér ekki til neinar afsakanir til að sleppa við það.” STARFIÐ FELST í AÐ LEIÐA HÓPINN í þessu starfi þurfa menn fremur að einbeita sér að því að ieiða hópinn frekar en að vera með fingurna í rekstri dótturfyrirtækjanna sem aðrir stjórna. 20

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.