Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 23
ATVINNUMÁL KONUR VILJA EKKISERMEÐFERÐ Jónína segir að nefndin hafi verið einhuga um að skil- greina konur ekki sem sérþurftahóp gagnvart atvinnurekstri og viðskiptalífi. Slík orðnotkun gefi til kynna að konum sé á einhvern hátt áfátt, sem kalli á sérstaka meðferð, fremur en að jafiirétti sé áfátt í samfélaginu og viðskiptalífinu. Hún segir að konum sé almennt í nöp við slíkar skilgreiningar. „Þegar talað er um aðgerðir á þessu sviði þá virðist nauðsynlegt að skilgreina fyrst hvaða hagsmunum eða aðgerðum sé ætlað að þjóna og á hvaða forsendum þörf fyrir aðgerð- ir skuli metin, svo sem jafn- rétti kynjanna, byggða- stefnu, atvinnuleysi kvenna eða þörfum atvinnu- og efnahags- lífsins. Það, sem gert hefur verið víða erlendis og sumt hér- lendis, á rætur í sjónarmiðum jafnréttis og/eða atvinnuleysi kvenna. Innan nefndarinnar var einhugur um að meta þörf aðgerða á forsendum þarfa atvinnulífsins og ónýttra krafta kvenna í þess þágu. Arangursríkar aðgerðir þjóna svo auðvit- að öllum þessum hagsmunum sem líka tvinnast saman. Til að ná samhljóm í þjóðfélaginu þurfum við auðvitað að tryggja sjónarmið og viðhorf, jafnt kvenna og karla á sviði atvinnu- rekstrar jafnt og á öllum öðrum sviðum.“ KONUR HÆTTU AÐ KVARTA „I nágrannalöndum okkar og víðar finnast ýmis dæmi um stuðning sérstaklega ætlaðan konum og jafnvel eru dæmi um sérstaka kvennabanka. I Noregi eru „microkredit” bankar sem ætlað er að ýta sérstaklega undir atvinnurekstur kvenna í stijálbýli. Margar áhuga- verðar leiðir hafa verið farn- ar til styrktar atvinnurekstri kvenna svo sem á írlandi. Þar eru starfandi samtök kvenna i atvinnurekstri og sérfræðiþjónustu sem heita Network Ireland. Þessi samtök ákváðu fyr- ir fáum árum að breyta um stefnu. Þau hættu að kvarta und- an slakri þátttöku kvenna í atvinnurekstri og krefjast stöðugt úrbóta stjórnvalda og tóku að halda markvisst á lofti ímynd kvenna og velgengni og hömpuðu þeim sem hösluðu sér völl opinberlega, sköruðu fram úr í atvinnurekstri o.s.frv. Þetta varð til þess að Irski bankinn uppgötvaði þær sem markhóp og hefur síðan kostað að stórum hluta rekst- ur samtakanna; kynningarstarf þeirra, námskeið og ráð- stefnur. I þessu samhengi dettur mér í hug allur bankapóst- urinn sem synir mínir, 9 og 12 ára, fá sendan, börn virðast nærtækari markhópur hér. Það er almennt viðurkennt að atvinnurekstur lcvenna er mjög lítið sýnilegur miðað við karla og fyrirtæki þeirra, en ég held það hafi mjög mikla þýðingu fyrir atvinnurekstur kvenna og konum almennt hvatning að hampa konum og velgengni þeirra. Konur þurfa að vera sýnilegri og ég tel að það hafi mik- ið gildi að konur sjái kynsystur sínar meira í starfi og leik og ekki síst á þeim sviðum sem hafa verið ákveðin vígi karla.” HVAÐA MJÚKU MÁL Jónína telur að flokkun málefna í mjúk og hörð mál og tenging þeirra við sitt hvort kynið sé út í hött. „Eg get ekki séð hvað er svona mjúkt við uppeldis- og menntamál, íjölskyldu - og heilbrigðismál eða málefni aldraðra, en þessi mál eru allt of oft tengd konum. Þær hafa látið þessa málaflokka til sín taka því karlar vanrækja þá. Öll þessi mál og meðferð þeirra varðar jú þjóðhagslega hagsmuni, menntun og mannauður okkar hefur mikil áhrif á hagvöxtinn og þýðing þess á enn eftir að aukast í samkeppni þjóða. Allflestar konur setja hags- muni fjölskyldunnar í fyrsta sæti, en að mínu mati hafa þeir hagsmunir oft orðið útundan í jafnréttisumræðunni.” Er það æskilegt markmið að konur séu þátttakendur í at- vinnurekstri til jafns við karla? „Er ekki annað óeðlilegt ef markmiðið er samhljómur í samfélaginu.” KVENLÖGFRÆÐINGAR FLEIRIHJÁ HINU OPINBERA Jónína hefur sjálf reynslu sem sjálfstæður atvinnurekandi, en hún er lögmaður og rekur Lögfræðistofuna sf. í Borgartúni 31 ásamt eiginmanni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni, lögmanni. Verður hún vör við kynbundna verkaskiptingu hjá lögmönn- um? ,Já, bæði hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum og lögfræð- ingum sem starfa hjá hinu opinbera. Eg held til dæmis að ein- göngu konur sinni sifjamálum hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. Þegar ég var í laganámi vorum við 5 stelpur á móti 20 strákum, en ég held að nú skiptist þetta jafnt milli kynjanna. Þetta aukna hlut- fall kvenlögfræðinga endur- speglast þó ekki í íjölda sjálf- stætt starfandi lögmanna. Konur virðast leita frekar eftir störfum í opinberri þjónustu og ég tel að þar vegi fjölskylduábyrgðin þyngst, launaöryggið og fastur vinnu- tími. Það eru dæmi um kvenlögmenn sem sérhæfa sig svo sem i skilnaðarmálum og forsjármálum, en ég þekki ekki dæmi um karla sem sérhæfa sig í þeim málum. Við hjónin skiptum nokkuð með okkur verkum eða réttara sagt málum, enda höfúm við sitt hvort áhugasviðið.” LÖGREGLA 0G GIFTINGAR Jónína hefur fjölbrcytta reynslu að baki sem lögfræðingur. Hún starfaði með laganáminu og í stuttan tíma að námi loknu sem skrifstofustjóri hjá Lögmannafélaginu, var fulltrúi hjá bæj- arfógeta og sýslumanni bæði í Hafnarfirði og á ísafirði og eitt ár fulltrúi á lögmannsstofú áður en þau hjónin fóru út í sjálf- stæðan rekstur. „Það var lítil áhersla lögð á praktískar hliðar í laganáminu þegar ég var í skólanum og æðimargt sem maður átti ólært að námi loknu. Fulltrúastarfið var mjög lærdóms- ríkt og skemmtilegt, sérstaklega á Isafirði því embættið var það lítið að maður fékk tækifæri til að fást við svo margt. Að HÆTTU AÐ KVARTA Þessi samtök ákváðu fyrir fáum árum að breyta um stefnu. Þau hættu að kvarta undan slakri þátttöku kvenna í atvinnu- rekstri og krefjast stöðugt úrbóta stjórnvalda og tóku að halda markvisst á lofti ímynd kvenna og velgengni og hömpuðu þeim sem hösluðu sér völl opinberlega, sköruðu fram úr í atvinnurekstri o.s.frv. HVER HEFUR SERSTOÐU? Auðvitað bera konur og karlar jafnt ábyrgð á börnum og fjölskyldu samkvæmt öllum lögum og reglum samfélagsins, en fjölskyldu- ábyrgðin heftir konur gagnvart atvinnurekstri en ekki öfugt. Af hverju ekki að snúa þessu við og tala um að það sé sérstaða karla að axla ekki bæði ábyrgð á fjölskyldu og rekstri? 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.