Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 24
ATVINNUMAL
morgni var maður kannski
að stjórna réttarhaldi, en lög-
reglunni eftir hádegi og gifta
á milli.”
Jónína er formaður
Landssamtakanna Heimili
og skóli, situr í stjórn Landssímans hf. og varastjórn Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hf. auk nokkurra nefnda. Er hún of-
urkona? „Nei, íjarri því og reyni það ekki. En ég hef mjög víð-
tækt áhugasvið, bæði í starfi og í félagsmálum, og mér finnst
mjög gaman að takast á við ný verkefni. Mér sýnist að þær
konur sem hafa verið kallaðar ofurkonur séu að reyna að axla
flölda hlutverka og öll í einu, en ég hef enga trú á að það sé
hægt nema í stuttan tíma. Eitthvað hlýtur að gefa eftir. Því
meira sem ég færist í fang og því fleiri verkefni sem ég tek að
mér því meiri verður vandinn að feta á milli og forgangsraða.
En maður á aldrei að taka að sér meira en maður getur sinnt
og það vel.”
STÖNDUM VÖRÐ UM FJÖLSKYLDUNA
Jónína segist hafa tekið sér frí í rúmt ár þegar hún eignað-
ist drengina, en þau hjón eigi tvo syni. „Ég naut þess að vera
heima og sinna þeim, fannst það forréttindi, en leit aldrei á það
sem kvöð eða skyldu. Það að eiga tíma með börnum sínum
er réttur sem mér finnst að
karlar eigi líka að standa á,
bæði í þeirra sjálfra þágu og
barnanna. Allt of margir
karlar uppgötva þetta svo
seint, oft ekki íyrr en þeir
eru orðnir afar og sjá þá hvað þeir hafa farið á mis við. Með
launajafnrétti og jafnri verkaskiptingu á heimilinu er hægt að
koma í veg fyrir þetta. Meira þarf ekki til.”
Þær frístundir sem gefast segir Jónína þau hjónin aðallega
helga íjölskyldunni, en viðurkennir að félagsmálin séu tíma-
frek. „Það þarf að standa stöðugan vörð um stundirnar með
fjölskyldunni. Frítíma mínum finnst mér best varið með
strákunum og helst úti í náttúrunni og á ferðalögum. Við höf-
um bæði ferðast nokkuð hér á landi og erlendis og meðan
við vorum barnlaus fórum við í göngur og útilegur um Horn-
strandir og víðar. Og á síðari árum höfum við farið í hesta-
ferðir um byggðir og óbyggðir. Nú eru strákarnir orðnir það
stórir að við getum farið öll saman í göngur um fjöll og firn-
indi. Við fórum öll síðastliðið sumar og gengum „Laugaveg-
inn”, frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Það var yndisleg
ferð í alla staði og sérstaklega að sjá þetta allt með augum
strákanna. Mér finnst mjög sennilegt að við eigum eftir að
gera meira af slíku á næstu árum.” 35
KONUR VERÐISÝNILEGRI!
„Konur þurfa aö vera sýnilegri og ég tel aö þaö hafi mikiö gildi
að konur sjái kynsystur sínar oftar í starfi og leik - og ekki síst
á þeim sviðum sem hafa verið ákveöin vígi karla.”
Vilji og vandvirkni í verki!
PAPPIR
FYRIR
ALLAR
GERÐIR
TÖLVUPRENTARA
LJÓSRITUNARPAPPÍR
REIKNIVÉLARÚLLUR
FAXRÚLLUR
GRAFIK
Prentsmiöjan Grafík hf. ■ Smiöjuvegur 3 ■ 200 Kópavogur ■ Sími: 554 5000 ■ Fax: 554 6681
UMBROTr
SETNINGj
útkeyrslIai
MAC / PC
FILMU OG PLÖTUGERÐ
ÖLL ALMENN;
PRENTUN
bókband)
24