Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 24
ATVINNUMAL morgni var maður kannski að stjórna réttarhaldi, en lög- reglunni eftir hádegi og gifta á milli.” Jónína er formaður Landssamtakanna Heimili og skóli, situr í stjórn Landssímans hf. og varastjórn Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. auk nokkurra nefnda. Er hún of- urkona? „Nei, íjarri því og reyni það ekki. En ég hef mjög víð- tækt áhugasvið, bæði í starfi og í félagsmálum, og mér finnst mjög gaman að takast á við ný verkefni. Mér sýnist að þær konur sem hafa verið kallaðar ofurkonur séu að reyna að axla flölda hlutverka og öll í einu, en ég hef enga trú á að það sé hægt nema í stuttan tíma. Eitthvað hlýtur að gefa eftir. Því meira sem ég færist í fang og því fleiri verkefni sem ég tek að mér því meiri verður vandinn að feta á milli og forgangsraða. En maður á aldrei að taka að sér meira en maður getur sinnt og það vel.” STÖNDUM VÖRÐ UM FJÖLSKYLDUNA Jónína segist hafa tekið sér frí í rúmt ár þegar hún eignað- ist drengina, en þau hjón eigi tvo syni. „Ég naut þess að vera heima og sinna þeim, fannst það forréttindi, en leit aldrei á það sem kvöð eða skyldu. Það að eiga tíma með börnum sínum er réttur sem mér finnst að karlar eigi líka að standa á, bæði í þeirra sjálfra þágu og barnanna. Allt of margir karlar uppgötva þetta svo seint, oft ekki íyrr en þeir eru orðnir afar og sjá þá hvað þeir hafa farið á mis við. Með launajafnrétti og jafnri verkaskiptingu á heimilinu er hægt að koma í veg fyrir þetta. Meira þarf ekki til.” Þær frístundir sem gefast segir Jónína þau hjónin aðallega helga íjölskyldunni, en viðurkennir að félagsmálin séu tíma- frek. „Það þarf að standa stöðugan vörð um stundirnar með fjölskyldunni. Frítíma mínum finnst mér best varið með strákunum og helst úti í náttúrunni og á ferðalögum. Við höf- um bæði ferðast nokkuð hér á landi og erlendis og meðan við vorum barnlaus fórum við í göngur og útilegur um Horn- strandir og víðar. Og á síðari árum höfum við farið í hesta- ferðir um byggðir og óbyggðir. Nú eru strákarnir orðnir það stórir að við getum farið öll saman í göngur um fjöll og firn- indi. Við fórum öll síðastliðið sumar og gengum „Laugaveg- inn”, frá Landmannalaugum í Þórsmörk. Það var yndisleg ferð í alla staði og sérstaklega að sjá þetta allt með augum strákanna. Mér finnst mjög sennilegt að við eigum eftir að gera meira af slíku á næstu árum.” 35 KONUR VERÐISÝNILEGRI! „Konur þurfa aö vera sýnilegri og ég tel aö þaö hafi mikiö gildi að konur sjái kynsystur sínar oftar í starfi og leik - og ekki síst á þeim sviðum sem hafa verið ákveöin vígi karla.” Vilji og vandvirkni í verki! PAPPIR FYRIR ALLAR GERÐIR TÖLVUPRENTARA LJÓSRITUNARPAPPÍR REIKNIVÉLARÚLLUR FAXRÚLLUR GRAFIK Prentsmiöjan Grafík hf. ■ Smiöjuvegur 3 ■ 200 Kópavogur ■ Sími: 554 5000 ■ Fax: 554 6681 UMBROTr SETNINGj útkeyrslIai MAC / PC FILMU OG PLÖTUGERÐ ÖLL ALMENN; PRENTUN bókband) 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.