Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 30

Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 30
Kaupmáttur ráöstöfunartekna i Úrval raftekja er mik- ið hjá tækja- vænni þjóð. Það er fljót- legt að stafla upp tækjum. Hér kemur skýringin á góðærinu. Fólk hefur meira fé á milli handanna. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefiur stór- aukist. skein í heiði þennan dag. Engu að síður var titringur í lofti. Þetta var ferðaskrif- stofu-sunnudagurinn; sunnudagurinn í febrúar þegar ferðaskrifstofurnar kynna ferðabæklinga sína. Og titringurinn magnaðist. Það varð algert öngþveiti hjá ferðaskrifstofunum. Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi mætt í mið- bæinn til Samvinnuferða-Landsýnar. Svipaða sögu var að segja hjá Úrval-Út- sýn í Lágmúla. Þar var örtröð; innan- dyra sem utan. Símakerfi sprungu. Fólk vildi augljóslega vera sólarmegin í lífinu þennan dag - sem oftar. VINSÆLUSTU FERÐIRNAR FORU A VIKU Þetta var aðeins forsmekkurinn. Um viku síðar hófu ferðaskrifstofurnar að auglýsa að uppselt væri í eftirsóttustu sólarlandaferðirnar - til vin- sælustu staðanna á vinsælasta tímanum. Aldrei Margir hafa keypt sér nýtt sjón- varpstæki að undan- fornu. Sumir halda því raunar fram ai komin séu tvö til þrjú sjón- varpstæki á hvert heimili. áður hafði annað eins gerst á svo skömmum tíma. Yiku síðar má segja að fullbókað hafi verið í ferðir frá því um miðjan maí fram yfir miðjan júní; sem og í ágúst. Þessir mán- uðir eru vinsælast- Menn tóku líka ír. eftir annarri breyt- ingu. Fólk mættí ein- faldlega harðákveðið á ferðakynning- arnar! Það ætlaði út. Það vissi nákvæm- lega hvert og hvenær. Það bókaði! Ekk- ert hik. Metár í suðræna sól er runnið upp. Og ekki nóg með það. Gert er ráð fyrir að næsta ár verði ekki síðra. Forstjórar ferðaskrifstofanna segja að stærð markaðarins í sólarlandaferð- um sé um 30 þúsund manns frá byrjun apríl og fram í endaðan október. Þegar hefur lunginn úr sumrinu selst og ferða- skrifstofurnar telja að haustferð- irnar seljist einnig mun fyrr en áður - slík sé eftírspurnin. SOLARFERÐIR FRAMAR í RÖÐINA Helgi Jóhannsson, fram- ræmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, segir að fólk setji ferða- lög og sólarlandaferðir framar í for- gangsröðina en áður. Sömuleiðis sé um verulega raunlækkun að ræða á sólar- landaferðum frá árinu 1991; hún sé ekki minni en um 25%. Islenskt veðurfar hafi c auðvitað mikið að segja - þó megi ekki gleyma því að sólarlanda- ferðir séu einn- ig mjög vinsæl- ar á meðal þjóða í Evrópu sem búi við mun sólríkari sumur en við ís- lendingar. Það sé því ekki einungis sólin sem heilli heldur fríið sjálft - á sólarströnd. H ö r ð u r Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Úrvals- Útsýnar, segir að lífsmynstur og lífsvenj- ur þjóðarinnar hafi breyst og að ferðalög séu núna framar í röðinni. Fólk ijárfesti núna rneira í „mannlega þættinum” - og þá á kostnað steinsteypu. „Fólk á miðj- um aldri sættir sig við mun minna hús- næði til að geta ferðast meira og sinnt öðrum þeim áhugamálum sínum sem krefjast bæði tíma og ijár, eins og lík- amsrækt og útivist.” „SVELTI” IGANGI ISOLARLANDAFERÐUM Báðir eru þeir á því að „sveltí” skýri að hluta hina ævintýralegu eftírspurn eftír sólarlandaferðum þetta vorið. Núna sé að koma á sólarlandamarkaðinn fólk sem hafi ekki farið i slíkar ferðir sl. þrjú tíl fimm ár - en eigi góðar minningar úr slíkum ferðum frá árum áður. Þeir segja að fólk hafi greinilega meira fé til ráð- stöfunar en undanfarin ár. Það ríði auð- vitað baggamuninn í eftirspurninni. „Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta voru um 1.200 bókanir á dag,” seg- ALDREISÉST ANNAÐ EINS HJÁ FERÐASKRIFSTOFUM Það varð algert öngþveiti hjá ferðaskrifstofunum. Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi mætt í miðbæinn til Samvinnuferða-Landsýnar. Svipaða sögu var að segja hjá Úrval-Útsýn í Lág- múla. Þar var örtröð, innandyra sem utan. Símakerfi sprungu. Fólk vildi augljóslega vera sólar- megin í lífinu þennan dag - sem oftar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.