Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 31
Fyrstu tveir mánudirnir FORSÍÐUGREIN ir Helgi um fyrstu tvær vikurnar eftir ferðakynninguna í febrúar. Hörður hef- ur sömu sögu að segja: „Það hefur aldrei verið bókað jafh mikið og fyrsta hálfan mánuðinn eftir að við kynntum ferðabæklinginn okkar. Þetta hefur ver- ið ævintýri líkast.” KANNTU ANNAN?! A ferðaskrifstofunum hafa dunið spurningar um viðbótarsæti, þ.e. hvers vegna þær bæti ekki við ferðum á vin- sælustu staðina á besta tímanum. Þeir segja það hins vegar ekki hægt. „Sólar- landaferðir eru ekki bara vinsælar hér á landi heldur í Evrópu líka,” segir Helgi. „Það er mikil ásókn suður á bóginn - alls staðar að úr Evrópu. Ef ég hríngdi og bæði um viðbót á vinsælustu staðina væri svarið: „Kanntu annan?!”” Ferðaskrifstofurnr gera ávallt skoð- anakannanir í byrjun desember um komandi ferðaár. Fyrir tveimur árum sýndu þessar kannanir skyndilega aukningu um 100%, þ.e. tvöfalt fleiri hugðu þá á sólarlandaferð en árið áður. Afram hafa kannanirnar merkt aukn- ingu. Þótt allir hafi gert ráð fyrir góðu ferðaári óraði engan fyrir þeirri hol- skeflu sem dunið hefur yfir. Mikil eftirspurn eftir sólarlandaferð- um snemma á sumrin stafar af því að margir vilja eiga kost á að ferðast innan- lands í júlí en þá eru mestu ferðahelg- arnar hérlendis. Þess vegna er einnig mikil ásókn í sólarlandaferðir í ágúst - eftir verslunarmannahelgina. Margir líta svo á að sumarið hér heima sé þá búið og að fínt sé að fara til útlanda. Vinna unglinga kemur einnig inn í þetta dæmi. Þeir missa minna úr vinnu sé far- ið út í ágúst - en unglingavinnan svo- nefnda er í júní og júlí. Þótt sólarlandaferðir séu núna í há- punkti er það að aukast að hjón fari einn- ig í helgarferðir til útlanda. Slíkar ferðir tengjast oft vinnustaðaferðum. Þótt það sé vissulega ekki orðin regla að hjón fari út tvisvar á ári - þ.e. í sólarlandaferð með allri ijölskyldunni og tvö ein í helgarferð - er niðurstaðan einföld; ferðalögum Is- lendinga til útlanda er að fjölga. Það er skollið á metferðaár! Það er góðæri! í KULDA 0G TREKK FYRIR UTAN ELKO Þótt sól góðæris hafi skinið skært á ferðaskrifstofurnar um miðjan febrúar var það á margan hátt bara forsmekkur- inn að hinum ótrúlegu atburðum í Kópa- Það er góðæri hjá ferðaskrifstofunum. Vinsælustu sólarlandaferðirnar seldust upp á viku um miðjan febrúar sl. Aldrei hefur verið önnur eins eftirspurn eftír ferðum. Þessi mynd segir allt sem segja þarf. Barist um GSM-síma í BT við opnun verslunarinnar. „Eg á hann.” „Nei, ég á hann.” Fyrstu tveir mánuðirnir líta vel út í innflutningi nýrra bíla og gefa tilefiii tíl að ætla að um 12 þúsund fólksbíl- ar verði fluttir inn á árinu. vogi hinn 28. febrúar þegar raftækja- og tölvuverslunin Elko var opnuð með pomp og prakt - lúðraþyt og látum. Þrátt fyrir hörkukulda úti, eitthvað um fimmtán stiga frost og einn kaldasta dag vetrarins, beið fólk í löngum röðum eftir að verslunin opnaði - og það bók- staflega reif út tækin. I frétt sjónvarps- stöðvar frá opnun Elko var meðal annars rætt við heimilsföður sem stoltur keypti 8 út- varpstæki fyrir heim- ilið þennan laugardag! „Eitt á mann,” sagði hann sigri hrósandi. En það var skollið á stríð þennan napra laugardag í febrúar. Raftækja- verslun Islands svaraði fyrir sig daginn eftir og bauð tæki á samkeppnisfæru verði við Elko. Þrátt fyrir hörkunepju úti beið fólk í langri röð fyrir utan Raftækja- verslun Islands þennan dag - en hleypt var þar inn í hollum. Það var ekkert lát á keppninni. Næstu daga á eftir brugðust harðir keppinautar, eins og Heimilis- tæki, Japis og Sjónvarpsmiðstöðin, við á ýmsan hátt. Eftir hið mikla tækjaæði, sem dundi yfir markaðinn með opnun Elko - og það stríð sem þá skall á - hvarflaði að fáum að það væru hreinlega til kaupendur að fleiri tækjum í bili. En það var öðru nær. Múg- æsingin í 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.