Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 34
Samskiþ hafa keyþt Bischoff Grouþ, SÍFhefur
Síldarvinnslan hafa keyþt
ars var öflugur mánuður í útrás
íslensks viðskiptalífs! Þrjá daga í
röð voru fréttir um afar eftirtekt-
arverðar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja
á erlendri grund. Þessi þriggja daga hrina
góðra tíðinda hófst miðvikudaginn 11.
mars þegar Samskip héldu óvænt frétta-
mannafund og tilkynntu að félagið hefði
samið um kaup á þýska flutningafyrirtæk-
inu Bischoff Group. Daginn eftir, fimmtu-
daginn 12. mars, var svo greint firá því að
hlutafélagið Úthafssjávarfang, sem er í
eigu SR-mjöls, Samheija og Síldarvinnsl-
unnar, hefði keypt ráðandi hlut í banda-
ríska fyrirtækinu Atlantíc Coast Fisheries.
A þriðja degi hrinunnar, föstudaginn 13.
mars, kom síðan stórfréttin um að SIF
hefði keypt franska fyrirtæki J.B. Delpi-
erre.
KAUPIN Á BISCHOFF GROUP
Það er óhætt að segja að Samskip hafi
sýnt frísklega tilburði í viðskiptum þegar
þau keyptu þýska flutningafyrirtækið
Bischoff Group á aðeins um 300 milljónir
króna. Kaupin komu verulega á óvart í ís-
lensku viðskiptalífi og teljast með athyglis-
verðari viðskiptafréttum það sem af er ár-
inu. Þýska lyrirtækinu hefur mætt nokkurt
andstreymi á undanförn-
um árum og kemur það
núna í hlut Samskipa að
koma rekstri þess á gott
skrið. Það er ögrandi
verkefni fyrir Olaf Olafs-
son, forstjóra Samskipa! Nafnið Bischoff er
raunar ekki allskostar óþekkt hérlendis.
Fyrirtækið Bruno Bischoff eignaðist hlut í
Samskipum árið 1994 í gegnum helmings-
hlut sinn í Nordatlantic Transport GmbH.
Hlutur Bruno Bischoff er núna í eigu frú
Bischoff og raunar hefur hlutur hennar í
Samskipum stækkað í tengslum við kaup
félagsins á Bischoff Group og nemur núna
um 23%.
Olafur Ólafsson, forstjóri Samskipa,
sagði þegar kaupin voru tilkynnt að hann
sæi erlendu starfsemina sem eðlilegt ffarn-
hald á rekstri Sam-
skipa því íslenski flutn-
ingamarkaðurinn væri
mettaður og frekari
vöxtur hans takmark-
aður. „Vaxtarmöguleik-
arnir eru erlendis,” sagði Ólafur. Bischoff
Group er samsteypa með umfangsmikla
flutningastarfsemi og skipaþjónustu um
alla Evrópu. Sjálft á það hlut í átta skipum í
áætlunarsiglingum en innan samsteypunn-
ar eru nokkur hlutafélög, meðal annars eitt
sem gerir út 44 leiguskip.
KAUPIN Á ATLANTIC COAST FISHERIES
Umræður manna um kaup Samskipa á
Bischoff Group voru enn í hámæli þegar
tilkynnt var um kaup SR-mjöls, Samherja
og Síldarvinnslunnar - í gegnum sameigin-
legt hlutafélag þeirra, Úthafssjávarfang - á
ráðandi hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Atl-
antíc Coast Fisheries Corp. í New Bedford
á Nýja Englandi í Bandaríkjunum. Þetta
eru afar athyglisverð kaup þriggja mjög
sterka íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi.
TEXTI:
Jón G. Hauksson
34