Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 34
Samskiþ hafa keyþt Bischoff Grouþ, SÍFhefur Síldarvinnslan hafa keyþt ars var öflugur mánuður í útrás íslensks viðskiptalífs! Þrjá daga í röð voru fréttir um afar eftirtekt- arverðar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja á erlendri grund. Þessi þriggja daga hrina góðra tíðinda hófst miðvikudaginn 11. mars þegar Samskip héldu óvænt frétta- mannafund og tilkynntu að félagið hefði samið um kaup á þýska flutningafyrirtæk- inu Bischoff Group. Daginn eftir, fimmtu- daginn 12. mars, var svo greint firá því að hlutafélagið Úthafssjávarfang, sem er í eigu SR-mjöls, Samheija og Síldarvinnsl- unnar, hefði keypt ráðandi hlut í banda- ríska fyrirtækinu Atlantíc Coast Fisheries. A þriðja degi hrinunnar, föstudaginn 13. mars, kom síðan stórfréttin um að SIF hefði keypt franska fyrirtæki J.B. Delpi- erre. KAUPIN Á BISCHOFF GROUP Það er óhætt að segja að Samskip hafi sýnt frísklega tilburði í viðskiptum þegar þau keyptu þýska flutningafyrirtækið Bischoff Group á aðeins um 300 milljónir króna. Kaupin komu verulega á óvart í ís- lensku viðskiptalífi og teljast með athyglis- verðari viðskiptafréttum það sem af er ár- inu. Þýska lyrirtækinu hefur mætt nokkurt andstreymi á undanförn- um árum og kemur það núna í hlut Samskipa að koma rekstri þess á gott skrið. Það er ögrandi verkefni fyrir Olaf Olafs- son, forstjóra Samskipa! Nafnið Bischoff er raunar ekki allskostar óþekkt hérlendis. Fyrirtækið Bruno Bischoff eignaðist hlut í Samskipum árið 1994 í gegnum helmings- hlut sinn í Nordatlantic Transport GmbH. Hlutur Bruno Bischoff er núna í eigu frú Bischoff og raunar hefur hlutur hennar í Samskipum stækkað í tengslum við kaup félagsins á Bischoff Group og nemur núna um 23%. Olafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, sagði þegar kaupin voru tilkynnt að hann sæi erlendu starfsemina sem eðlilegt ffarn- hald á rekstri Sam- skipa því íslenski flutn- ingamarkaðurinn væri mettaður og frekari vöxtur hans takmark- aður. „Vaxtarmöguleik- arnir eru erlendis,” sagði Ólafur. Bischoff Group er samsteypa með umfangsmikla flutningastarfsemi og skipaþjónustu um alla Evrópu. Sjálft á það hlut í átta skipum í áætlunarsiglingum en innan samsteypunn- ar eru nokkur hlutafélög, meðal annars eitt sem gerir út 44 leiguskip. KAUPIN Á ATLANTIC COAST FISHERIES Umræður manna um kaup Samskipa á Bischoff Group voru enn í hámæli þegar tilkynnt var um kaup SR-mjöls, Samherja og Síldarvinnslunnar - í gegnum sameigin- legt hlutafélag þeirra, Úthafssjávarfang - á ráðandi hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Atl- antíc Coast Fisheries Corp. í New Bedford á Nýja Englandi í Bandaríkjunum. Þetta eru afar athyglisverð kaup þriggja mjög sterka íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi. TEXTI: Jón G. Hauksson 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.