Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 44

Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 44
Stærstu hugbúnaóarfyrirtækin á Islandi raðað eftir veltu. Milljónir króna. o 100 200 300 Útflutningur á hugbúnaöi nam um 1.700 milljón- um í jyrra. Atvinnugreinin velti tæþlega 3,3 millj- öröum. Þeir eru smáir en vaxa hratt, ungir en vilja að hlustað sé á þá. Þeir eru litlir risar. myndir: geir ólafsson wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 44 LITLIR RISAR Sextán stærstu hugbúnaðarfyrirtaeki á Islandi raðað eftir veltu. síðasta ári er áætlað að fluttur hafi verið út hugbúnaður frá Is- landi fyrir um það bil 1.700 millj- ónir króna. Þetta eru hinar opinberu töl- ur byggðar á útflutningsskýrslum en þær endurspegla ekki allskostar þá miklu grósku sem verið hefur í hugbúnaðariðn- aðinum hérlendis síðustu 3-4 ár og verð- ur helst líkt við sprengingu. Margir hafa orðið til þess að líkja þessari nýju at- vinnugrein við stóriðju framtíðarinnar og séð í hillingum íslensk risafýrirtæki á þessu sviði vaxa og dafna. Samtök hugbúnaðarfyrirtækja hafa fyrirtæki í mörgum tugum innan sinna vébanda en langflest eru örsmá og að- eins fáein geta talist stór á íslenskan mælikvarða. Gríðarlegur vöxtur er í þess- ari grein og eftirspurn eftir vinnuafli mjög mikil. Sérstaklega eru tölvunar- fræðingar eftírsótdr en einkageiranum hefur fram tíl þessa gengið illa að lokka þá frá hinu opinbera. Friðrik Skúlason er einn af stærstu hugbúnaðarframleiðendum á Islandi og ýmis forrit sem hann hefur hannað hafa náð umtalsverðri útbreiðslu. Friðrik er afar sérstakur maður og á ekki samleið með öllum. Hann er tíl dæmis ekki félagi í samtökum hugbúnaðarframleiðenda og liggur við að hann eldi grátt silfur við fé- laga sína og keppinauta. Friðrik er ef- laust þekktastur fyrir Espólín ættfræði- forrit sem hann bjó tíl en mestar tekjur hans koma af vírusforritum sem hann er höfundur að. Fullyrt er að Friðrik hafi efnast verulega á atvinnurekstri sínum á þessu sviði en ekki verður séð að umsvif fyrirtækis hans séu mjög mikil.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.