Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Side 45

Frjáls verslun - 01.03.1998, Side 45
Sé reynt að skyggnast í veltutölur hug- búnaðarfyrirtækja kemur í ljós hve vöxtur- inn hefur verið hraður undanfarin ár. Sam- tals veltu 20 stærstu hugbúnaðarfyrirtæk- in 3,2-3,5 milljörðum á síðasta ári. Arið 1995 var velta þessara sömu fyrirtækja samanlagt í kringum 1,5 milljarðar svo um er að ræða meira en tvöföldun á tveimur Dæmigerður forritari selur starfskrafta sína á markaði þar sem eftirspurn er miklu meiri en framboðið. FV-myndir: Geir Ólafsson árum. Nokkuð hefur verið um sameiningar og kaup stærri fyrirtækja á smærri fyrirtækj- um undanfarið ár. Hugur og Forritaþróun sameinuðust á síðasta ári. Tæknival keypti Kerfi, TOK og Opin kerfi keyptu hlut í smærri fyrirtækjum. Talið er líklegt að ýmis hinna smærri fyrirtækja muni sameinast öðrum á þessu ári og er vísað til áhuga stóru fyrirtækj- anna, s.s. Tæknivals, Nýheija og Skýrr, á því að auka hlut sinn í hugbúnaðarfram- leiðslu. Sumir spámenn telja reyndar nauð- synlegt að sameina einhver hinna stærri hugbúnaðarfyrirtækja til þess að auðvelda sjálfstæða sókn á erlendan markað. Talið er líklegt að stórir erlendir hugbúnaðarframleiðendur vilji fylgjast með því sem er að gerast á Islandi og með- al annars auka hlutafjárkaup sín í iðnaðin- um hér. Astæðan er sú að Island er litið land, tölvunotkun í atvinnulífi og á heimil- um útbreidd og almennt eru Islendingar opnir fyrir nýjungum á þessu sviði sem sést á mikilli notkun Internets á íslandi. Allt þetta og reyndar ýmislegt fleira gerir Island að hentugum tilraunamarkaði fyrir ýmsar nýjungar í hugbúnaðarframleiðslu. Það er hægt að benda á dæmi um að ís- lenskum hugbúnaðarfyrirtækjum, sem gera samstarfssamninga við erlend risafyr- irtæki á þessu sviði, muni geta farnast vel. Þannig er hægt að benda á samstarf Tölvuþekkingar við Kodak, Taugagrein- ing starfar með Medelec og Hugvit selur og dreifir sínum hugbúnaði í samstarfi við IBM. Smæð íslenska markaðarins sést ef til vill best þegar horft er á samning IBM við Hugvit. Samningurinn felur í sér að IBM dreifir hópvinnukerfum Hugvits fyrst í Evrópu en í framhaldinu um allan heim. IBM réð 420 nýja starfsmenn aðeins vegna þessa verkefnis. Það eru nálægt þvi að vera tífaldur starfsmannafjöldi Hugvits og dótt- urfyrirtækja þess. Þegar rætt er um starfs- mannamál tölvufyrirtækja er rétt að fram komi sú skoðun sumra að allt of margir tölvunarfræðingar starfi í þjónustu- geiranum en ekki við hugbúnaðargerð. Fyrirtæki sem eru stór eða meðal- stór sjái sér hag í því að ráða til sín eigin tölvunarfræðing sem síðan eyði kröftum sínum í að halda innan- hússkerfinu gangandi og fáist aldrei við hugbúnaðargerð. HVAÐ ER DÆMIGERT TÖLVUFYRIRTÆKI? Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tölvumynda, er jafnframt formaður Fé- lags íslenskra hugbúnaðarfýrirtækja. Innan félagsins eru fyrirtæki sem starfa við sölu, framleiðslu og þjónustu á hug- búnaði. Síðastliðið ár var áætlað á að útflutn- ingur á hugbúnaði myndi ná 1.700 millj- ónum króna. Friðrik telur nær öruggt að það mark hafi náðst þótt ekki séu öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Hann seg- ir að þessi iðnaður sé í örum vexti og taki þess vegna miklum breytingum. „Það er mjög erfitt að lýsa dæmigerðu hugbúnaðarfyrirtæki. Flóran er mjög fjöl- breytt. Fyrirtækin fást við margvíslega hluti og mjög misjafnt hve stór hluti tekna þeirra kemur af framleiðslu á hugbún- aði beinlínis. í sumum tilvikum koma all- ar tekjurnar af því en hjá öðrum er sala á tölvubúnaði og þjónusta miklu stærri þáttur. Sumir selja sínar eigin lausnir byggðar á þekktum hugbúnaði meðan aðrir skrifa forrit alveg frá grunni,“ segir Friðrik. Friðrik segir einnig að innan vébanda félagsins séu langflest stærstu fyrirtækin á þessu sviði en bendir á að 200 fyrirtæki sem framleiða hugbúnað séu skráð hjá Hagstofu Islands og þar að auki séu um nokkur fyrirtæki skráð erlendis. Tölvumyndir, eða TM Software, eins og fyrirtækið, sem Friðrik veitir forstöðu, heitir á alþjóðamarkaði, er ágætt dæmi um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem byggir sínar eigin lausnir á þekktum grunni. Sá hugbúnaður sem fyrirtækið hefur selt mest af er sérhannaður til þess að halda utan um alla þætti í rekstri og veiðum frystitogara. Þar eru meðtaldir þættir eins og sala afurða, skrásetning veðlána, útreikningur launa og gæðaeftir- lit. Allt er þetta í einum og sama hugbún- aðinum en birtist i mismunandi myndum og er byggt á Navision Financials sem margir þekkja. VANTAR FÓLK í VINNU Þegar litið er yfir sunnudagsblað Mbl. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson HÁSKÓLINN ER ÓDÝRARI Þaö liggur fyrir að hver útskrifaöur tölvunarfræðingur úr Háskólanum kostar 200 þúsund á ári. Ráðuneytið borgar á sama tíma 375 þúsund á ári með hverjum nemanda sem Tölvuháskóli VÍ útskrifar. Það liggur þess vegna á borðinu að það kostar hið opinbera meira að mennta kerfisfræðing í tvo vetur hjá VÍ en að borga fyrir þrjá vetur í námi hjá HÍ. 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.