Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 50

Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 50
auk þróunarfyrirtækisins NaviPlus. Ný- lega fékk verslunarkerfi NaviPlus vottun sem staðalkerfi frá Navision Software A/S, framleiðanda Navision Financials. Verslunarkerfið er því komið í alþjóðlega dreifingu og er selt sem viðbótarkerfi, eða Add-on hluti af Navision Financials upplýsingakerfinu. Meðal annarra nýjunga frá Navís-Land- steinum eru tollkerfi og útflutningskerfi í Navision Financials fyrir íslenskan mark- að. Þessi kerfi sjá um allan útreikning og útprentun tollskjala og halda að auki utan um inn- og útflutning fyrirtækja. Bæði kerfin bjóða auk þess upp á möguleikann á rafrænum skjala- sendingum til Tollstjóraembætt- isins Starfsmenn Navís-Landsteina á íslandi eru 30 og framkvæmdastjóri er Þorsteinn Guðbrandsson. Alls vinna um 70 manns hjá Landsteina samstæðunni. Framkvæmdastjóri Landsteina Inter- national er Aðalsteinn Valdimarsson. ÞROUN www. throun.is Þróun starfar einkum á tveimur sviðum. Fyrirtækið selur og þjónustar staðlaðan viðskiptahugbúnað og vinnur við sérverk- efni. I deild fyrir viðskiptalausnir er Concorde XAL viðskiptahugbúnaðurinn gangsettur og aðlagaður, ásamt því að smíða sérlausnir og veita þjónustu. Meðal viðskiptavina eru Fálkinn hf., Lyljaverslun íslands hf., RARIK, KEA og ísaga ehf. Sem dæmi um sérlausn sem fyrirtækið hefur þróað má nefiia kerfi fyrir lotur og fyrning- ar í birgðahaldi fyrir lyfjageirann. Þar er komið tíl móts við strangar kröfur varðandi birgðahald lyija. Einnig hef- ur verið þróuð sérlausn fyrir apótek, sem byggir á Concorde XAL. Hana er verið að taka í notkun í nokkrum apótekum þessa dagana. Framleiðslustýring er svið sem Þróun leggur einnig áherslu á. Nú er unnið að uppsetningu á nýjustu útgáfu Concorde hjá Luxo lampaframleiðandan- um í Bandaríkjunum. Þar er lögð sérstök áhersla á gangsetningu ffamleiðslustýring- ar. Sérverkefnadeild er hugbúnaðardeild sem vinnur sérlausnir og þróunarverkefni fyrir ýmis fyrirtæki svo sem Islandspóst hf., sjúkrahús, banka, opinberar stofhanir o.íl. Hjá Þróun er unnið samkvæmt gæða- handbók sem byggir á TicklT staðli og steftit er að vottun á næsta ári. Starfsmenn hjá Þróun eru um 30 og framkvæmdastjóri er Halldór Friðgeirsson. KERFI www.kerfi.is Kerfi hf. var stofnað 1954 en hefur starf- að í núverandi mynd frá 1972. Fyrirtækið framleiðir og selur sinn eig- in viðskiptahugbúnað undir nafninu Alvís. Einnig hefur Kerfi hf. sett á markað Sea- Scape, sérlausnir fyrir sjávarútvegsfyrir- tæki. Lausnir frá Kerfi hf. eru í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum bæði stórum og smáum. Meðal viðskiptavina Kerfis hf. má telja Vífilfell, Heklu, Samheija hf. og fleiri. Fold 3.0 qefur eFtirFarandi möquleika: • Reiknar núvirði út frá ávöxtunarkröfu • Finnur afföll eða yfirgengi • Reiknar gengi • Finnur skattaverð greiðsiurunu • Finnur næsta gjalddaga skuidabréfa • Finnur næsta útdráttardag húsbréfa • Finnur eftirstöðvar • Reiknar áfallna vexti og verðbætur • Prentar út yfirlit greiðslurunu TölvuMyndir TölvuMyndir • Mörkin 4 • 108 Reykjavík • Sími 569 9010 • e-mail: fold@tolvumyndir.is Lausnin er Fundin! Fold 3.0 er ny oq endurbætt utqáFa aF vinsæla skuldabréFaForriti Fold 1.0 oq Fold 2.0 * 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.