Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 52

Frjáls verslun - 01.03.1998, Síða 52
iKs« llÍfW Upphaflega sinnti Kerfi hf. eingöngu forritun á IBM AS/400 og S/36 en þeim forritum, sem Kerfi hf. býður fyrir PC, fjölgar sífellt. A allra síðustu árum hefur Kerfi hf hannað og forritað launakerfið Kaupmátt, ProQM, sem er gæðakerfi fyrir matvælafyrirtæki og frystitogarakerfið Atl- antis. Kerfi hefur sinnt stórum verkefhum á erlendri grund, m.a. fyrir Coldwater Seafood í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hjá Kerfi vinna 19 manns og fram- kvæmdastjóri er Björn Z. Ásgrímsson. S3 HVAÐ ERU RISARNIR AÐ GERA? Qimm fyrirtæki bera höfuð og herð- ar yfir öll önnur þegar kemur að sölu innflutts hugbúnaðar, þjón- ustu við hann, sölu á tölvum og tölvubún- aði ásamt viðeigandi þjónustu. Þetta eru Nýherji, Tæknival, Opin kerfi, EJS og Skýrr. Vegna þess að hér er verið að fjalla um hugbúnað og hugbúnaðariðnaðinn fyrst og fremst verður aðeins litið á þann þátt í starfsemi þessara fimm risa. TÆKNIVAL www.taeknival.is „Við lítum á það sem framtíðarverkefni að hasla okkur völl í hugbúnaðarfram- leiðslu. Þar eru einkum tvö svið sem við beinum sjón- um okkar að. Annars vegar er það sérhæfður hugbúnaður fyrir sjávarútveginn og hins vegar við- skiptahugbúnaður. Við teljum að ýmis tækifæri felist í sam- einingu þessara tveggja þátta og stefnum á útflutn- ing,“ segir Sigríður Olgeirsdóttir, for- stöðumaður hugbún- aðarsviðs Tæknivals. Tæknival hefur í nokkur ár þróað Haf- dísi, sem er sérhæft upplýsingakerfi fyrir frystihús, rækjuverk- smiðjur og frystitogara. Talsvert hefur verið selt af Hafdísi á innanlandsmarkaði. Sigriður segir að Hafdís sé skilgreind sem kerfi fyr- ir allan matvælaiðnað og væri stefht með hugbúnaðinn á erlendan markað. Tæknival hefur látið til sín taka í við- skiptahugbúnaði með lausnir byggðar á Concorde XAL. Tæknival selur og þjónust- ar Concorde XAL auk þess að smiða ýms- ar sérlausnir fyrir viðskiptavini. Ein slík sérsmíði er verslunarkerfi sem er byggt ofan á Concorde XAL og hefur fengið nafhið Retail Manager. Retail Manager er hugbúnaður fyrir verslanir sem tengist kassakerfum og er stjórntæki fyrir verslunar- stjóra. Góð reynsla er komin á þetta kerfi hérlendis og er það m.a. í notkun hjá fyrirtækjum eins og Skeljungi, Skífunni, Máli og menningu, Samkaupum og fleir- um. Retail Manager kerfið hefur verið kynnt á sýningum eriendis, t.d. Cebit í Hannover f mars sl. Gengið hefur verið frá samningum við end- ursöluaðila í Noregi og Svíþjóð og eru fyrstu sölurnar þar að ganga í gegn. Tæknival vinnur að aðlögun og upp- setningu á við- skiptaupplýsinga- kerfi (VUK) fyrir Rafmagnsveitur Reykjavikur og RARIK Þetta er sænskt kerfi frá WM-Data Ellips sem Tæknival tekur að sér að þýða, staðfæra og bæta við ein- ingum sem ís- lensku orku- veitufyrirtæk- in óska eftir. Öðrum orku- fyrirtækjum á íslandi verður boðið þetta kerfi þegar uppsetningu er lokið hjá RR og RARIK. Fyrirspurnir hafa borist erlendis frá vegna þeirrar sérsmíði sem Tæknival hefur annast Albatross er hugbúnaðarkerfi fyrir flug- félög sem er hannað frá grunni í Tæknivali Olgeirsdóttir forstöðu- í samvinnu við Flugfélagið Atlanta. Atlanta notar Albatros á aðalskrifstofunni í Mos- fellsbæ og á svæðisskrifstofum erlendis. Einnig er verið að setja kerfið upp hjá Flugfélagi íslands. Sigríður segir að vonir séu bundnar við þetta kerfi á alþjóðamark- aði. Síðast en ekki síst má nefna að Tækni- val er aðili að nokkrum alþjóðlegum þró- unarverkefnum sem styrkt eru af Evrópu- sambandinu. Sem dæmi má nefna hug- búnað sem tengist skynmati á sjávarfangi og veldur byltingu í gæðastarfi í fiskiðnaði. SamstarfsaðilarTæknivals í þessu verkefni eru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ásamt hollenskum og íslenskum fiskmörk- uðum. I hugbúnaðardeild Tæknivals eru 65 starfsmenn og hefur deildin vax- ið um 130% milli ára. Þar munar mestu um 20 starfsmenn sem fluttust yfir þegar Tæknival og TOK sameinuð- ust. TOKvareittafelstuhugbúnaðarfyrir- tækjum á íslandi með sérhæfingu í gerð viðskiptahugbúnaðar. TOK viðskiptahugbúnaðurinn er sam- hæfður með mjög mörgum séríausnum fyrir einstaka viðskiptavini. Notendur TOK hugbúnaðar eru á þriðja þúsund. Tæknival hefur ákveðið að viðhalda TOK kerfinu, en einnig er hafin vinna við gerð Windows útgáfu hugbúnaðarins. Tæknival hefur fjárfest töluvert í hug- búnaðarfyrirtækjum að undanförnu. Tæknival keypti 69% hlut í Kerfi hf, sem er hugbúnaðarfyrirtæki með 20 starfsmenn og hefur einkum unnið á sviði viðskipta og sjávarútvegs. Einnig keypti Tæknival Raf- hönnun-VBH, sem var lítil verkfræðistofa sem sérhæfði sig í lausnum tengdum sjálf- virkum skráningum gagna, og ennfremur keypti Tæknival 50% hlut í Intraneti sem sérhæfir sig í vefsmíði. OPIN KERFI www.hp.is Opin kerfi eru með stærstu tölvufyrir- tækjum hérlendis en fyrirtækið framleiðir ekki hugbúnað sjálft. Það tekur hinsvegar þátt í hugbúnaðarframleiðslu með óbein- um hætti gegnum eignaraðild sína í öðrum fyrirtækjum. Þar ber hæst 51% hlut sem Opin kerfi eiga í Skýrr en einnig á fyrirtækið rúmlega 9% hlut í Hug-Forritaþróun, rúm 24% í Þró- un, 32% í Teymi, 23% í Skímu-Miðheimum og 33% í Upplýsingu sem er síma- og tölvu- fyrirtæki. MMHHHHHHHHRHHHHRHBttMHHHHOBKHflBBHHBSIS 52

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.