Fregnir - 01.03.2007, Side 5

Fregnir - 01.03.2007, Side 5
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Þjónusta og fræðsla Þegar nýnemar mæta í skólann á haustin bíður þeirra nokkra daga kynningardag- skrá á skólanum og ýmsum þáttum skóla- starfsins. Hluti af þessari dagskrá er að bjóða þá velkomna á bókasafnið þar sem helstu þættir starfseminnar og reglur safnsins eru kynntar. Nýnemunum eru sýndir staðhættir en þeir eru þá þegar orðnir skráðir lánþegar. Á haustönn eru einnig haldin nám- skeið í heimildaleitum á Netinu fyrir bekki nýnema. Kennslan fer fram í tölvu- stofu í lífsleiknitímum og er einn bekkur tekinn á viku. í tímunum er farið yfir gæðamat á netefni og leitaraðferðir, ásamt því að kynna Gegni, Gagnasafn Mbl., ProQuest á Hvar.is og tenglasafn skólans svo nokkuð sé nefnt. Haustið 2006 voru bekkir nýnemana tíu talsins svo það tókst að ljúka þessari kennslu í góðum tíma áður en desemberprófin hófust. Tímarita- og dagblaðahom safnsins Vinsælasti hluti bókasafnsins em sófarnir í tímarita- og dagblaðahominu en hjá þeim em einnig staðsettar nokkrar tölvur. Helsti útlánatíminn er sept.-nóv. á haustin og jan.-mars á vorin en samkvæmt síðustu ársskýrslu safnsins voru þau tæp 15 þús. talsins. Innanhússlán, það er lán á námsbókum og öðm kennslutengdu efni í stofur, vom 61% af lánum á meðan nemendur og kennarar fóru heim með aðeins 39% af út- lánum. I febrúar 2007 eru skráðir 665 nemendur við skólann. Vel yfir helmingur af utanhússlánum eru á sviði tungumála og em þá orða- bækur ekki meðtaldar, þá saga, síðan koma samfélagsfræðigreinamar og þar á eftir náttúruvísindin, helst jarðfræði og líf- fræði. Utanhússlán í % frá 01.01.06 Léttlestrarbækur á erlendum málum (428) og erlendar skáldsögur (823) em hér teknar saman en þær fara í yfir helming útlána. Sömuleiðis er 500 og 600 flokkun- um slegið saman. Dewey flokkar % 000-299 3,2 300-399 7,2 400 og 800 58,4 500/600 7,1 700 5,4 900 18,7 Eldri safnkostur og geymsla Fyrirrennari bókasafns skólans var bóka- safnið Skinfaxi sem var stofnað veturinn 1893-94. Það óx og dafnaði vel fyrstu árin. Kennsla hófst í Flensborgarskóla árið 1882 en fyrsta kennaranám landsins var í skólanum á ámnum 1892-1907. Þeg- ar Kennaraskóli íslands var stofnaður árið 1908 vom þær bækur, sem nýttust í upp- eldis- og kennslufræðum þess tírna, fluttar, samkvæmt stjómvaldsákvörðun, í nýja kennaraskólann. I dag er töluvert magn af eldri safn- kosti í óvirkri geymslu safnsins, bæði ís- lenskar og erlendar bækur auk eldri tíma- rita. Menntunarhlutverk bókasafns skólans hefur forgang og það liggur fyrst og fremst í að vera lifandi upplýsinga- og fræðslumiðstöð og safnið hefur því takmarkað bolmagn í að sinna varðveislu- hlutverki fyrir eldri safnkost. Núna á þessu vori stendur þó yfir átak á því sviði. Það er margt um fágæti í þessum alveg sérstaka eldri safnkosti sem skólinn mun halda áfram að varðveita, með sérstakri áherslu þó á íslenskt efni og námsbækur. Gamlar erlendar bækur, þ.á.m. nor- rænar kennslubækur eru hinsvegar óleyst mál sem ekki er búið að finna endanlega lausn á. Markmiðið er að ljúka þeirri hand- virku yfirfærslu sem eftir er árið 2009 en það verkefni verður þó að haldast í hendur við flutning eldri safnskosts úr kössum úr núverandi geymsluaðstöðu í hillur í end- urbættri aðstöðu. Bergljót Gunnlaugsdóttir safnstjóri 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 5

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.