Fregnir - 01.03.2007, Page 7

Fregnir - 01.03.2007, Page 7
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Stefna íslenskra stjómmála- flokka í bókasafns- og upp- lýsingamálum Stjórn Upplýsingar sendi í mars síðast- liðnum bréf til formanna allra stjómmála- flokka sem bjóða fram til Alþingis í vor þar sem vakin var athygli á mikilvægi málaflokksins í upplýsingasamfélaginu og óskaði eftir svörum um stefnu flokkanna á sviði bókasafns- og upplýsingamála taki þeir sæti í ríkisstjóm. Til þeirra sem ekki höfðu svarað var bréfíð svo ítrekað 11. apríl síðastliðinn í tölvupósti til formanna og framkvæmda- stjóra flokkanna. Fjómm spumingum var beint til formanna flokkanna og þess getið að svörin yrðu birt í næsta tölublaði Fregna: 1. A hvem hátt mun flokkur þinn beita sér fyrir auknum beinum stuðningi við Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum en erfítt hefur verið að halda verkefninu úti með núverandi fyrir- komulagi vegna naumra ijárframlaga? 2. Mun flokkur þinn beita sér fyrir setningu heildarlaga um bókasöfn, sem svo lengi hefur verið beðið eftir? Ef svo er, hvenær má vænta slíkrar lagasetningar? 3. Hver er afstaða þíns flokks varðandi þær hugmyndir laganefndar að stofnað verði Bókasafnaráð sem hafi m.a. það hlutverk að gangast fyrir stefnumótun á sviði bókasafna- og upplýsingamála á lands- vísu og hafa forgöngu um framfaramál á því sviði. 4. Mun þinn flokkur gangast fyrir því að stofnaður verði Þróunarsjóður bókasafna sem styrki rannsóknir og þróunar- og samstarfsverkefni á sviði bókasafna og upplýsingamála. Þessir stjórnmálaflokkar fengu sendar spumingar: Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja Framsóknarflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn íslandshreyfingin - lifandi land Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstrihreyfmgin — grænt framboð Eftirfarandi svör bárust: Framsóknarflokkurinn 1. Ljóst er að með þjónustusamningi milli menntamálaráðuneytis og Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns er stígið skref í átt til þess að verkefnið fái áframhald- andi lífdaga. Nauðsynlegt er að gera lang- tímasamninga við fyrirtæki og stofnanir til þess að tryggja rekstur Landsaðgangs- ins. Það er vilji Framsóknarflokksins að verkefnið haldi áfram þar sem að það tryggir jafnræði til upplýsingaöflunar, óháð búsetu. Einnig hefur það sýnt sig að notkun aðgangsins hefur aukist. Aðgangur að slíkum gagnasöfnum og tímaritum eflir menntun, símenntun, atvinnulíf svo og vísinda- og þróunarstarfsemi. 2. Markmið Framsóknarflokksins er að safnamál landsins verði í fremstu röð sambærilegra safna í Evrópu hvort sem litið er til söfnunar, varðveislu, miðlunar eða rannsókna. Flokkurinn er því reiðubú- inn til að beita sér fyrir setningu slíkra laga og ætti að vera unnt að afgreiða þau á fyrri hluta komandi kjörtímabils. 3. Afstaðan er jákvæð. Slíkur samráðs- vettvangur [þ.e. Bókasafnaráð] ætti að vera til framfara og hagsbóta fyrir starf- semi safnanna. 4. Framsóknarflokkurinn hefur ekki fjall- að sérstaklega um þá hugmynd [þ.e. um Þróunarsjóð bókasafna] en lýsir sig reiðu- búinn til skoða þau mál með jákvæðum hætti í ljósi þeirra markmiða sem fram koma í svari við spumingu 2 og í tengsl- um við þá lagasetningu sem þar er nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn Gríðarlegar framfarir hafa orðið á sviði bókasafns- og upplýsingamála undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins sem stýrt hefur menntamálaráðuneytinu og stefnumótun og framkvæmd stefnunnar um upplýs- ingasamfélagið síðustu kjörtímabil. Ráðist hefur verið i metnaðarfull verk- efni sem tryggt hafa íslandi stöðu í hópi fremstu þjóða heims á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Má þar nefna verkefni eins og bókasafnskerfið Gegni, og lands- aðgang að rafrænum gagnasöfnum og 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 1

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.