Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 8

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 8
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða tímaritum. í þessum verkefnum og öðrum verkefnum á þessu sviði endurspeglast framsýni og vilji Sjálfstæðisflokksins til þess að vinna að framgangi verkefna á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Mikilvægi bókasafns- og upplýsinga- mála í upplýsingasamfélaginu hefur einn- ig komið fram með skýrum hætti í stefnu síðustu ríkisstjórna undir forystu Sjálf- stæðisflokksins. Hér á eftir eru tekin dæmi úr tveimur stefnumótunarritum en unnið hefur verið ötullega að því að hrinda þessum stefnumálum í fram- kvæmd. Úr ritinu Framtiðarsýn ríkisstjórnar Is- lands um upplýsingasamfélagið, frá 1996: „Upplýsingar verði gerðar fólki aðgengilegar, án tillits til efnahags eða búsetu, og því tryggðir möguleikar til að menntast alla ævi og læra ný störf eftir þörfum.“ „Bókasöfn þróist í alhliða upplýsingamið- stöðvar sem tryggi öllum viðskiptavinum sín- um greiðan aðgang að upplýsingum á tölvu- tæku formi, m.a. með tengslum við innlendar og alþjóðlegar fræðslumiðstöðvar og upplýs- ingaveitur. Jafhframt fái viðskiptavinimir veg- sögn um nýjustu tækni við leit og notkun upp- lýsinga. Áhersla verði lögð á að bóka- og tímaritaskrár bókasafna landsins verði öllum aðgengilegar í rafrænu formi.“ Úr ritinu Auðlindir í allra þágu - Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasam- félagið 2004-2007: „Vísindasamfélaginu, atvinnulífi og almenn- ingi verði kynnt og tryggt áframhaldandi að- gegni að alþjóðlegum gagnabönkum sem nálgast má gegn um Netið (sbr. hvar.is).“ „Tryggt verði gott aðgengi að upplýsinga- og þekkingarbrunnum. Það verði m.a. gert með góðu aðgengi að tölvum og Netinu í skólum og á bókasöfnum landsins og með því að styrkja enn frekar þjónustu við einstaklinga þar. Stuðlað verði að uppsetningu þráðlausra neta á öllum helstu bókasöfnum landsins sem viðskiptavinir þeirra geti tengst." Vinstrihreyfmgin - grænt framboð 1. Vinstrihreyfmgin grænt framboð telur Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum afar mikilvægan og jafn- framt að svo sé um hnútana búið varðandi íjármögnun hans að allir geti nýtt sér hann til fulls út frá sínum þörfum. Við viljum því beita okkur fyrir aukn- um beinum stuðningi við hann. Við erum ekki tilbúin á þessari stundu til að segja á hvern hátt við mundum gera það, en við munum leita þeirra leiða sem væru árang- ursríkastar og erum tilbúin til að hafa samráð við samtök bókasafnafólks um það. 2. VG vill beita sér fyrir því að frumvarp að bókasafnalögum verði lagt sem allra fyrst fyrir Alþingi þegar það kemur saman aftur. 3. VG styður hugmyndir laganefndar um að stofnað verði Bókasafnaráð, enda er það, eftir því sem næst verður komist, skýr vilji þeirra sem best þekkja til, þ.e. forstöðumanna og starfsmanna bókasafna. 4. Á sama hátt styður VG hugmyndir um að stofnaður verði þróunarsjóður bóka- safna. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu Þann 1. janúar síðastliðinn sæmdi forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Ein- ar Sigurðsson, fv. landsbókavörð, riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safna- mála. Stjórn Upplýsingar óskar Einari til hamingju með þennan heiður sem honum er sýndur. Nýr doktor í bókasafns- og upplýsingafræði Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla ís- lands, varði þann 25. nóvember síðastlið- inn doktorsritgerð sína í upplýsinga- og skjalastjóm við upplýsingafræðideild Há- skólans í Tampere í Finnlandi. Ritgerðin ber titilinn: The Implementa- tion and Use of ERMS: A Study in Ice- landic Organizations. Stjórn Upplýsingar óskar Jóhönnu til hamingju með áfangann. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 8

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.