Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 11

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 11
Fregnir. FréttabréfUpplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Ingibjörg skipuð háskóla- bókavörður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur skipað Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur í embætti lands- bókavarðar til fimm ára, frá 1. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneyti bár- ust alls sex umsóknir um embættið. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Ingibjörg Steinunn útskrifaðist með meistaragráðu í opinberri stjómsýslu (MPA) árið 2006 frá Háskóla íslands og meistaragráðu í bókasafns- og upplýsinga- fræði frá sama skóla árið 1996. Hún stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands 1988-1989 og nam sagnfræði við Háskólann í Lundi árið 1989-1990. Ingibjörg Steinunn hlaut BA- gráðu í bókasafnsfræði og bókmenntasögu fráHÍ árið 1978. Ingibjörg Steinunn var frá árinu 1980- 1995 bókasafnsfræðingur bókasafns Fjöl- brautaskólans í Breiðholti og frá 1994- 1999 veitti hún bókasöfnum menntamála- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis og fleiri ráðuneyta forstöðu. Árin 1999-2005 var hún skjalastjóri fjármálaráðuneytis. I dag starfar hún sem sviðsstjóri á varðveislu- sviði Landsbókasafns íslands. Morgunblaðið fimmtudaginn 11. janúar 2007 LANDSBÓKASAFN ÍS- LANDS - HÁSKÓLA- BÓKASAFN Fréttatilkynning Nr. 2 / 2007 Efni: Nýr landsbókavörður hefur störf Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir hóf störf sem landsbókavörður þann 1. apríl síðast- liðinn. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns og skjalastjóri í fjár- málaráðuneytinu. Hún er með MA-próf í bókasafns- og upplýsingafræði og MPA- próf í stjómsýslufræði. Stjóm Landsbókasafns hélt Dr. Sig- ninu Klöm Hannesdóttur fráfarandi lands- bókaverði kveðjuhóf þann 30. mars síð- astliðinn en hún fer nú á eftirlaun. Flutt voru ávörp og Sigrúnu Klöru þökkuð störf í þágu safnsins, þágu kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands og sem frumkvöðuls á sviði fræðanna hér á landi og erlendis. Við þetta tækifæri af- henti hún eftirmanni sínum lykilinn að safninu. Frá vinstri: Sigrún Klara Hannesdóttir og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Formaður Upplýsingar flutti ávarp í kveðju- hófí Sigrúnar Klöm og færði henni blóm frá félaginu sem þakklætisvott fyrir kennslu-, fræða- og félagsstörf með þeim óskum að leið hennar í framtíðinni, hvar sem hún liggur, megi vera blómum stráð. Stjóm Upplýsingar óskar nýjum lands- bókaverði gæfú og gengis í starfi og þakkar jafnframt fyrri landsbókavörðum fyrir gott samstarf og velvild í garð Upplýsingar í gegn- um árin. Félagið hefur allt frá stofnun þess átt einstakan Hauk í homi þar sem Landsbóka- safn Islands - Háskólabókasafn er. 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 11

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.