Fregnir - 01.03.2007, Page 21

Fregnir - 01.03.2007, Page 21
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Nýir heiðursfélagar Upp- lýsingar Avarp formanns Upplýsingarflutt á há- tíðark\>öldverði á Hótel Sögu í tilefni af 50 ára afmœli kennslu í bókasafns og upplýsingafrœði Agœtu hátíðargestir, Fyrst af öllu vil ég óska Bókasafns- og upplýsingafræðiskor til hamingju með áfangann en eins og kunnugt er hófst kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands árið 1956. Það er umhugsunarefni að Bókavarða- félag Islands var ekki stofnað fyrr en fjór- um árum síðar - árið 1960 - eða um 50 árum síðar en samsvarandi félög á hinum Norðurlöndunum. Stofnfélagar voru þá alls 37 og þar af höfðu aðeins örfáir notið formlegrar kennslu í bókasafnsfræði. Það er líka athyglisvert að hér á landi var stofnað félag bókavarða en í öðrum lönd- um eru félögin samtök bókasafna. Mér finnst það sýna glöggt hversu Bjöm Sigfússon, faðir bókasafnsfræði- kennslu hér á landi, var í raun framsækinn maður og forsjáll að hann tók sig fram um að stofna til sérstakrar námsgreinar fyrir aðstoðannenn sína á háskólabókasafni. Flest okkar hér inni búum að þeirri for- sjálni. Ég ætla ekki að rekja sögu fræðanna hér. Það gerðu háskólarektor og Sigrún Klara af mikilli prýði fyrr í dag. Stjóm Upplýsingar ákvað á stjórnar- fundi fyrr í vetur að útnefna Sigrúnu Klöru Hannesdóttur heiðursfélaga Upp- lýsingar á þessum tímamótum en hún bar uppi lcennslu í bókasafns- og upplýsinga- fræði árum saman. Vinkona mín og starfs- systir lýsti því þannig þegar Sigrún Klara hóf störf við deildina að hún hefði komið sem „hvítur stormsveipur inn í kennsl- una“. Ég hygg að flestir þeirra sem hér eru hafi notið kennslu Sigrúnar Klöru og þekki áhuga hennar og atorku. Sigrún Klara er margfaldur brautryðj- andi á sviði bókasafns- og upplýsinga- fræða, hún var fyrsti lektorinn í fræðunum við Háskóla íslands, fyrsti dósentinn og fyrsti prófessorinn. Hún var fyrsti Islend- ingurinn til að ljúka doktorsprófi í bóka- safns- og upplýsingafræði fyrir réttum 20 ámm og varð svo fyrsta konan ti! að gegna prófessorsstöðu í félagsvísindum við Háskóla Islands. Einnig var hún fyrsta konan til að gegna stöðu landsbókavarðar. Svo mætti lengi telja. Já, að maður tali nú ekki um öll ritstörfín og þátttöku í alþjóð- legu samstarfi. Sigrún Klara hefur líka verið virk í félagsmálum stéttarinnar. Það væri of langt mál að telja það allt upp, en þess má geta að hún var formaður þriggja fyrir- rennara Upplýsingar, Bókavarðafélags Is- lands, Félags bókasafnsfræðinga og Skólavörðunnar. Nú síðast var hún drif- krafturinn í starfí stefnumótunarnefndar Upplýsingar sem skilaði af sér á dögun- um. Stjóm félagsins samdi í samvinnu við hana spurningar um bókasafns- og upp- lýsingamál sem sendar voru formönnum stjórnmálaflokka sem spurði voru um stefnu flokkanna í málaflokknum og verða svörin birt í næstu Fregnum. Þegar Sigrún Klara lauk doktorsprófí sameinuðust Félag bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélag íslands um að halda henni samsæti í Skólabæ þann 19. febrúar 1987. Á næsta stjórnarfundi á eftir í Félagi bókasafnsfræðinga er bókað fund- argerðabók undir liðnum afgreidd mál: „Hóf sem haldið var í tilefni doktorsprófs Sigrúnar Klöm tókst mjög vel. Fjölmenni var í veislunni ýmsar ræður voru haldnar og stemmingin góð.“ Ég held að stemm- ingin hér í kvöld sé ekki síður góð - enda tek ég heils hugar undir að mikilvægt er að gera sér glaðan dag saman. Mér er það minnisstætt að ég sagði þá í stuttu ávarpi sem ég hélt Sigrúnu til heiðurs sem for- maður Félags bókasafnsfræðinga að hún væri „sómi stéttarinnar, sverð og skjöld- ur“. Ég vil ítreka þau orð mín hér í kvöld. Sigrún Klara hefur vissulega verið flagg- skip og stolt stéttarinnar. Enginn væri skólinn ef ekki væru nemendur og segja má að nemendur bóka- safns- og upplýsingafræðinnar hafí ekki gert það endasleppt við skólann sinn. Þeir hafa borið uppi ljölbreytta fyrirlestraröð hér í vetur. Góðir nemendur eru aðall hvers skóla. í tilefni af afmælinu ákvað stjóm Upplýsingar að útnefna einnig fyrsta nemandann sem lauk BA-prófí í bókasafns- og upplýsingafræði sem heið- 32. árg. - 1. tbl. 2007 - bls. 21

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.