Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 35

Fregnir - 01.03.2007, Qupperneq 35
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða bókasöfn og bókaverðir koma fyrir - oft við kómískar aðstæður. Ráðstefnuna sóttu 220 manns sem komu ffá um 30 löndum. Skemmst er frá að segja að ráðstefnan tókst í alla staði vel, fyrirlesaramir, sem komu frá sjö löndum, voru mjög góðir og ráðstefnu- gestir sátu með augu og eyru galopin og tóku mikinn þátt í umræðum. Ráðstefnan Back to Basics - and Fly- ing into the Future naut góðs stuðnings sem ráðstefnuhaldaramir eru ákaflega þakklátir fyrir. Ber þar að nefna Lands- kerfi bókasafna, Háskólann í Reykjavík, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Iceland- air. Vefur ráðstefnunnar er: httn://www. con gress.is/cataloguing2007/. Þar er að finna allar upplýsingar um hana og einnig má þar sækja glærur fyrirlesaranna. í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sátu eftirfarandi: Hildur Gunnlaugsdóttir formaður, Fanney Sigurgeirsdóttir, Óskar Guðjónsson, Ragna Steinarsdóttir og Þóra Gylfadóttir. Jóhanna Gunnlaugsdóttir var nefndinni til ráðgjafar. Þóra Gylfadóttir Undirbúningsnefnd frá vinstri: Ragna Stein- arsdóttir, Óskar Guðjónsson, Fanney Sigur- geirsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir og Þóra Gylfadóttir UT-dagurinn 8. mars 2007 Nýtum tímann - Notum tæknina Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtið- arsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda í tilefni UT-dagsins 8. mars síðastliðinn stóðu forsætis- og íjármálaráðuneyti fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Nýtum tím- ann - Notum tœknina í Salnum, Kópa- vogi, kl. 13:00-16:30. Kynnt vom nokkur af stærstu verkefnum ríkis og sveitar- félaga í rafrænni stjórnsýslu. Eftirfarandi verkefni voru m.a. kynnt: • Þegar þér hentar - verkefni í rafrænni stjómsýslu • Island.is vísar þér veginn • Rafræn stjórnsýsla í Reykjanesbæ • Borgin í einum smelli - sjálfsafgreiðsla á vef Reykjavíkurborgar • Alla leið: Lykill að rafrænu íslandi • Rafræn skilríki í hnotskum - hagnýt dæmi um notkun • Innkaup án inngripa - rafrænir reikningar og stefna ríkisins í rafrænum innkaupum Að ráðstefnu lokinni var ráðstefnugestum boðið á formlega opnun sýningarinnar Tœkni og vit 2007 í Fífunni, Kópavogi. í tengslum við UT-daginn var gefið út UT-blaðið sem fylgdi Morgunblaðinu laugardaginn 3. mars. í blaðinu var Qallað um meginumræðuefni UT-dagsins, það er sjálfsafgreiðslu í þjónustu opinberra stofn- ana. Meðal annars var fjallað um lausnir á borð við rafrænar þjónustuveitur, rafræn skilríki og rafræn opinber innkaup auk ýmislegs annars sem tengist þessum málum. í UT-blaðinu birtust eftirfarandi grein- ar um upplýsingatækni og bókasöfn: Hvaó gerir gegnir.is fyrir þig? Samskrá íslenskra bókasafna (s. 32), Stærsta upp- lýsingaveita á Islandi. Landsaðgangur að gagnasöfnum og rafrœnum tímaritum, hvar.is (s. 34). Nánari upplýsingar er að finna á UT- vefnum, sjá www.utvefur. is. Þórdís T. Þórarinsdóttir Fræðslufundir - Berlínar- borg og Mannauðsstjómun Á Leonardo styrk og hælaháum skóm í bókasöfnum Berlínarborgar var titill morgunverðarfundar sem fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar stóð að þann 16. nóvember 2006. Tilefnið var að sjö flottir bókasafnsfræðingar fengu styrk frá Leonardo áætlun Evrópusambandsins til 32. árg. - I. tbl. 2007 - bls. 35

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.