Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 9
NORMÖNNSK riddarasveit gerír árás. Auglýsingaspjald fyrir ítölsku sýninguna á sögu Normanna, sem fram fór í Feneyjahöllinni í Róm. NORMANNAR Bardagamenn og stjórnendur í Evrópu fyrir 800-1000 árum N ýlega var haldin á ítalíu, nánar tiltekið í Fen- eyjahöllinni í Róm (Palazzo Venezia) mikil sögusýning um Normanna, uppruna þeirra og landvinninga. Einhver kynni að spyrja hversvegna slík sýning væri haldin á Italíu Fjörutíu ungir Normannar í pílagrímsferð gengu í land á ítalíu, sigruðu sjóræningja og fengu gylliboð sem bárust norður til Normandí. Þar tóku ungir synir normanskra baróna boðinu fagnandi og brátt var þeirn úthlutað lénum á Suður-ítalíu. Síðar unnu þeir alla Suður-ítalíu úr höndum Miklagarðsmanna og Sikiley úr höndum Araba. Eftir BJÖRN JAKOBSSON en ekki í þeim löndum sem eru Normönnum nátengdari í hugum flestra Evrópubúa, þ.e.a.s. Frakklandi og Bretlandi. Þeir sem betur þekkja til sögunnar og sigurgöngu Normanna á elleftu og tólftu öld, vita að þeir stofnsettu á þeim tíma eitt voldugast ríki miðalda á Suður-ítalíu og Sikiley sem nefnt hefir verið konungsríkið í sólinni. Það var fyrst og fremst þessa ríkis, sem stóð með miklum blóma í tvö hundruð ár, sem ítalir voru að minnast með þessari sögusýn- ingu. Þetta ríki, þrátt fyrir það að vera stofn- að með vopnavaldi, varð eitt mesta menning- arríki miðalda, þar sem mættust allir megin- straumar evrópskrar, býzanskrar og arabískrar menningar á einum stað - í höfuð- borginni Palermo á Sikiley. Stofnun þessa ríkis var líkust riddarasögu, eins og við þekkj- um þær frá þessum tíma miðalda. Þó að í sýningunni væri lögð aðaláhersla á rfki Normanna á Suður-ítalíu og Sikiley, þá spannaði hún einnig sögu þeirra í heima- högum þeirra í Normandi, innrás þeirra á England árið 1066, konungdóm þeirra þar og hin víðtæku örlagaríku áhrif sem valda- taka Normanna á Englandi hafði á pólitfsk valdahlutföll í Evrópu og á sögu alls heims- ins síðar meir. Sýningarskráin, myndskreytt í lit upp á sex hundruð blaðsíður, var viðamikið fræði- rit, þar sem í það rituðu sagnfræðingar og fræðimenn frá ýmsum löndum Evrópu. Þegar sýningunni lauk í Róm var farið með hana til Palermo á Sikiley og hún síðan send með sérstakri járnbrautarlest um borgir og byggð- ir Suður-ítalíu, þar sem Normannar settust fyrst að í byrjun elleftu aldar. Vegna sögulegra tengsla við eigin sögu okkar íslendinga, verður ekki hjá því komist í þessari grein að fjalla fyrst nokkuð um vik- ingaöldina og upphaf að landvinningum og búsetu norrænna manna í Frakklandi, Norm- andi, ásamt innrás þeirra á England og valda- töku þeirra þar. VILHJÁLMUR bastarður, hertogi al' Normandí og konungur Eng- lands. Myndin er máluð eftir and- litsmynd Vilhjálms á ensk-nor- mannskri mynt ErUpphafiðAð FINNA í LANDNÁMU? í Landnámu segir frá Rögnvaldi Mæra- jarli sem stutt hafði Harald hárfagra til kon- ungs og valda í Noregi. Mærajarlar fóru einn- ig með völd á Orkneyjum á þessum tíma. Hallaður sonur Rögnvalds hafði verið jarl yfir Orkrieyjum í umboði föður síns en verið velt úr sessi. Kallaði Rögnvaldur þá til syni sína fjóra er heima voru og spurði þá hver þeirra vildi fara til eyjanna og taka þar við völdum. Þórir, sá elsti, kvaðst fús til farar. Jari svaraði því til, að hann ætti að taka við ríki Mærajarla eftir sinn dag og af þeim sökum gæti ekki orðið af hans för. Þá gekk fram Hrólfur, sem síðar fékk viðurnefnið Göngu-Hrólfur, og kvaðst fús til þeirrar far- ar, sem jarl beiddi. Rögnvaldur kvað hann vel til. þess fallinn sakir afls og hreysti, en kvað skapsmuni hans torvelda að hann gæti skipað völdum. Þá gekk fram Hrollaugur og bauðst til farar. Rögnvaldur mælti, að ekki mundi jarlstign henta honum, „þar sem þú hefir skap sem engin styrjöld fylgir og munu vegir þínar liggja til íslands - þar munt þú þykja maður göfugur og verða kynsæll þar í landi. Að síðustu gekk fram Einar er var son ambáttar, og bauð þjónustu sína til far- ar. Jarlinn mælti: „Vel þykir mér að þú farir á braut," og svo varð. Þessi frásögn Landn- ámu mun sennilega komin frá Hrollaugi, hin- um merka landnámsmanni, í gegnum afkom- endur hans. Hafí þessi frásögn Landnámu eitthvert sannleiksgildi, þá átti sú ákvörðun Rögnvalds, að hafna Hrólfi, eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar og marka mikil spor í söguna. Hrólfur hélt á brott eftir þessi málalok og gerðist mikill víkingahöfðingi, eins og segir í Landnámu: „Vann Normandi og frá honum eru Rúðujarlar komnir svo og Englakonungar." Norrænir víkingar höfðu allt frá því um aldamótin 800 byrjað að herja á strendur Bretlands og Frakklands. Hin hraðskreiðu grunnristu langskip þeirra gerðu þeim kleift að sigla og róa þeim upp frönsku stórárnar Signu og Leiru. Tvívegis höfðu þeir þannig lagt til atlögu við sjálfa Parísarborg. Eftir því sem á víkingaöldina leið, byrjuðu þeir að festa sig í sessi meðfram neðri hluta Signu í því héraði Frakklands sem síðar var við þá kennt sem Normandí með Rúðuborg sem höfuðstað. Sennilega mun því allstór hópur danskra og annarra norrænna víkinga hafa verið búinn að setja sig niður við Signuósa þegar Göngu-Hrólfur kom þar á vettvang með lið sitt sem mun að mestum hluta hafa verið skipað Dönum og tók hann einnig for- ystu fyrir þeim sveitum víkinga sem fyrir voru. Nú þurfti hann ekki lengur að lúta ákvörðunum föður síns hvort hann væri hæfur til mannaforráða - örlögin höfðu skip- að honum þar til öndvegis. Þegar hér var komið sögu, sá Karl konung- ur Frakklands, sem kallaður var hinn ein- faldi, langþreyttur á árásum og ránum vík- inga, þann kost vænstan að bjóða þeim land- vist sem landvarnamönnum gegn öðrum inn- rásarsveitum víkinga. Veitti hann foringja þeirra, Göngu-Hrólfi, að léni það landsvæði sem þeir höfðu þá þegar á valdi sínu. Varð Göngu-Hrólfur þar með fyrsti hertogi af Normandi árið 911 undir hinu franska nafni Rollo. Sú saga er sögð, að þegar Göngu- Hrólfur gekk fyrir konung með sveit sína hafi konungur, sem sat í hásæti sínu, rétt fram hægri fót sinn og mun siðvenjan hafa verið sú að Hrólfur ætti að krjúpa niður og kyssa fót konungs sem virðingar- og hollustu- vott. Hrólfur mun ekki hafa verið vanur slík- um hirðsiðum - stóð uppréttur, en hann var risi að vexti sem kunnugt er, hann greip fót konungs með þeim afleiðingum að konungur féll úr hásæti sínu á bakhlutann við mikil hlátrasköll aðkomumanna sem ekki kunnu að sýna konungi tilhlýðilega virðingu að frönskum háttum. Miklar deilur hafa löngum staðið á milli Dana og Norðmanna um þjóð- erni Göngu-Hrólfs. Flest bendir til þess að Göngu-Hrólfur hafi verið af dönskum ættum, það staðfesti franski sagnaritarinn Dudo sem skrifaði fyrstur manna sögu ættarinnar, en Dudo þessi var skjólstæðingur sonarsonar Göngu-Hrólfs svo hann ætti að öðru jöfnu að hafa haft aðgang að nokkuð öruggum heimildum. AÐLÖGUNARHÆFNI NORMANNA Hinir norrænu aðkomumenn voru fljótir að samlaga sig lífsvenjum og siðum heima- manna en stóran þátt í því munu hafa átt franskar konur sem hinir aðkomnu menn tóku sér. Rannsóknir hafa sýnt að tiltölulega fáar norrænar konur höfðu fylgt þeim í hin nýju heimlcýnni. Hinir norrænu menn í Norm- andí töpuðu því tiltölulega fljótt tungu sinni, en þess í stað varð til málblanda, Normanna- franska, sem síðar var töluð við hirðir Nor- mannakonunga á Sikiley og Englandi. Göngu-Hrólfur og flestir liðsmenn hans munu hafa látið skírast til kristinnar trúar árið 912. Viðhorf Normanna til kristninnar var einfalt og raunsætt og þjónaði hugmyndum þeirra um eigin framgang og hagsmuni í þessu lífi og tilverunni eftir dauðann. Eins og fólk almennt á miðöldum, þá voru þeir guðhræddir á þann veg, að aðalatriði trúar- innar væri að forða sér frá kvölum helvíts og hreinsunareldsins með því að reyna að komast sem auðveldast og kvalaminnst til betri vistar i himnaríki. Þetta töldu þeir best að framkvæma með því að hlýða boðum kirkj- unnár um bænahald, að sækja messur, iðka föstur þegar það átti við, taka þátt í píla- grímsferðum þegar tími var til og láta ein- hverja fjármuni af hendi rakna þegar þeim fannst ástæða til vegna eigin sáluhjálpar. Á hinn bóginn töldu þeir að kirkjan ætti engin afskipti að hafa af þvi sem snéri að þeirra eigin daglega og tímanlega veraldarvafstri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.