Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 6
HÚSAVÍKURKIRKJA, vígð 1907, eitt bezta verk Rögnvaldar Ólafssonar og mikil bæjarprýði fyrir Húsavík. Ljósm.Lesbók/GS ingar fengu ráðherra og heimastjórn þetta ár, örvað bjartsýnina til mikila muna eins og Ijóð aldamótaskáldanna sýna. Nú færð- ist ákvarðanatakan inn í landið og það var sannarlega mikill vorhugur í mönnum. Um allt voru verkefni sem hrópuðu á að hafist væri handa; það vantaði svo sem allt; sjálf- sagða hluti eins og vita, brýr. vegi, opin- berar byggingar, skóla, sjúkrahús og kirkj- ur. Maður sem gat teiknað hús var ekki á flæðiskeri staddur. Það hlaut að verða leitað til Rögnvald- ar, enda fór það svo. Hann flutti til Reykja- víkur og bjó á Hólavelli, í húsi dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, sem nefnd- ur var „fomi“. En Rögnvaldur var alla tíð ókvæntur og bamlaus. í samantekt Bjöms G. Bjömssonar vegna sjónvarpsþáttarins um Rögnvald, vitnar hann í klausu úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Þar kemur fram að Þórbergur hefur farið í heimsókn til dr. Jóns, sem hann lýsir og bætir síðan við: „ Við suðurendann gegnt honum sat maður, sem ég þekkti í sjón. Það var Rögnvaldur Ólafsson bygginga- meistari. Það er andlaust verk að vera byggingameistari, hugsaði ég. En hann fékk líka orð fyrir að vera mikill lífsspek- ingur, og ég horfði heillaður á hann. Hann var fallegur maður. Lífsspekingar eru allt- af fallegir rnenn..." Ráðurnautur Um Húsagerð Eftir heimkomuna hélt Rögnvaldur þeim styrk sem hann hafði áður fengið til náms og varð ráðunautur landsstjórnarinnar um húsagerð. Því starfi gegndi hann á meðan hann lifði og er í raun og veru fyrsti Húsameistari ríkisins eins og embættið var síðar nefnt. Hallgrímur biskup Sveinsson er sérstaklega nefndur sem stuðningsmað- ur þessa styrks og segir svo um þátt Hall- gríms í minningargrein um Rögnvald í Morgunblaðinu 1917: „Mun það í öndverðu hafa verið að undirlagi Hallgríms biskups Sveinssonar, sem var bæði hagleiksmaður og smekk- maður, og var fullkunnugt um hvílíkt hrófl og handaskömm flestar kirkjubyggingar hér á landi voru og höfðu lengi verið ...Þessi fjárveiting var þá þegar beint ætl- uð Rögnvaldi, og var hún aukin síðar á þinginu 1909..“ Það fer varla milli mála, að Hallgrímur biskup ætlaði þessum unga manni sérstakt hlutverk við kirkjuteikningar og þar er að finna skýringu á því hversu viðamikið verkefni þetta varð hjá Rögnvaldi. Þegar Rögnvaldur hefst handa er ríkj- andi hér það tímabil timburhúsa, sem nefnt hefur verið íslenzka bárujárnshúsatímabil- ið. Glæsileg innflutt timburhús í svonefnd- um sveiser-stíl, kenndum við Suður-Þýzka- land og Alpana, höfðu risið í Reykjavík, á Akureyri, vestur á Flateyri og kannski umfram allt austur á Seyðisfirði. Við þann stíl juku menn bárujárnsklæðningu, sem reyndist frábær veðravöm og þetta tíma- bil stóð þar til steinsteypan tók við sem algengasta byggingarefnið. Það er í rökréttu samhengi við hina ríkj- andi tízku uppúr aldamótunum, að bæði Hjarðarholtskirkja frá 1904 og Húsavíkur- kirkja frá 1906 eru fullkomlega í anda þessa sveiser-stíls að bárujáminu við- bættu. En það er ótrúlega skammt í að Rögnvaldur snúi sér að steinsteypunni. Fyrsta steinsteypta hús hans er kirkjan á Bíldudal, byggð einnig árið 1906. I fyrmefndri samantekt sinni segir Bjöm G. Björnsson svo um stíl Rögnvald- ar: „Rögnvaldur Ólafsson hafði vissulega sinn eigin stíl sem arkitekt, hús hans eru sviphrein, samsvara sér vel, eru glæsileg í einfaldleika sínum, allt að því hátíðleg. En hann var einnig „sögustílsmaður“ því hann starfaði á þeim tíma þegar menn litu svo á að stíltegundir fortíðarinnar væru til þess að velja úr þeim og nota eftir þörfum; gotneskan stíl á kirkjur, klassísk- an á banka o.þ.h. Þessi sjónarmið áttu sér hljómgrunn langt fram á þessa öld og raunar allt þar til „fúnkisstefna“ gekk endanlega af þeim dauðum um 1930. Rögnvaldur Ólafsson var eini arkitektinn sem aldrei komst í snertingu við „fúnkis- stíl“, til þess féll hann of fljótt frá.“ Ennfremur er í samantekt Bjöms þessi athyglisverða ábending: „Fljótlega fann ég að sáralítið hefur verið skrifað um Rögnvald, nafni hans hefur lítið verið haldið á lofti og mér fannst hans hvergi getið að verðleikum. Sem dæmi um þetta má nefna, að í bók eftir l'AT C■ í - « • 1 at ’ f 0 I il 1 '111 í? . ? 11 y ^ - i !)![!]! ■ Oéi| ; 1' rr,lrjOLÍÍ y * % 1 SÉÐ INN í kór Húsavíkurkirkju. Altaristaflan er eftir Svein Þórarinsson og skreytingarnar gerði Freymóður Jóhannesson. Heildin er fjölbreytt en þó samræmd. Ljósm.Lesbók/GS. HÚSA VÍKURKIRKJA að innan. Oddboginn sem Rögnvaldur notar á glugga í timburkirkjunum, er hér endurtekinn á enda kirkju- bekkjanna. Tréverkið, lit- imir og birtan skapa ein- stæða stemmningu íþessari kirkju. Ljósm.Lesbók/GS. Gils Guðmundsson um SÍBS 50 ára er ekki minnst einu orði á Rögnvald, þótt hönnun og bygging Vífilstaðahælisins hafí verið hans stóra lífsverk. í bók eftir Lýð Björnsson um steinsteypu gegnir sama máli, var Rögnvaldur þó einn af boðberum hins nýja byggingarefnis í aldarbyrjun og teiknaði sitt fyrsta steinsteypta hús, kirkj- una á Bíldudal, þegar árið 1906. Og í hinu viðamikla verki Guðjóns Friðrikssonar, „Bærinn vaknar“,um sögu Reykjavíkur, er Rögnvaldar einu sinnigetið, ogþá rang- lega, sem höfundar spennistöðva eftir Guðjón Samúelsson frá 1921. Hinsvegar teiknaði Rögnvaldur líklega ein 12hús sem setja svip sinn á umhverfí Tjarnarinnar, auk annars. “ Kirkjan í Hjarðarholti Þessari samantekt um Rögnvald Ólafs- son er ætlað að bregða sérstaklega ljósi á kirkjur hans og hefur tekizt að ljósmynda þær flestar á síðastliðnu sumri. Naut Les- bók þar góðrar aðstoðar frá fréttariturum Morgunblaðsins, sem eru vel verki famir á þessu sviði. Þar fyrir utan verður fjallað nánar um þijár kirkjur Rögnvaldar, þá fyrstu sem hann teiknaði og reis í Hjarðar- holti í Dölum og tvær aðrar, sem höfund- ur þessarar greinar telur að séu sérstakar perlur í lífsverki Rögnvaldar. Þar er ann- arsvegar kirkjan á Húsavík og hinsvegar kirkjan á Stóra-Núpi í Gnúpveijahreppi, sem er miklu minni en engu síður með fegurstu kirkjum landsins. Séra Ólafur Ólafsson, prestur í Hjarðar- holti í Dölum, hafði kynnst Rögnvaldi þeg- ar hann var ungur námsmaður og fékk sumarvinnu á prestsetrinu Lundi í Lundar- reykjadal. Séra Ólafur skrifaði Rögnvaldi til Kaupmannahafnar og bað hann „að teikna fallega kirkju í þeim stfl sem hann hugsaði sér heppilegastan og best við eiga þar sem um sveitakirkju væri að ræða, en jafnframt ekki margbrotnari né íburðar- meiri en svo að kleift væri fyrir meðalsöfn- uð að koma henni upp.“ Hin gamla Hjarð- arholtskirkja var þá að niðurlotum komin; „Bæði fennti inn í hana í byljum og renna mátti sér á skautum um kirkjugólfið er frost gerði uppúr þíðum.“ Rögnvaldur varð við þessum tilmælum og sendi séra Ólafi teikninguna vorið 1903. Leizt mönnum vel á, enda þótt um algert fráhvarf væri að ræða frá hefðbundnum og að sumum fannst „hinum eina sanna“ íslenzka kirkjustíl, sem var einfalt hús með risi og lágum turni uppúr framgaflin- um. Töluverðar umræður urðu um staðarval fyrir hina nýju kirkju. Sumir úr söfnuðin- um vildu sjá hana rísa í Búðardal, en niður- staðan varð sú, að kirkjan var byggð í Hjarðarholti, en færð úr kirkjugarðinum þangað sem bærinn hafði áður staðið. Séra -Ólafur tók síðan að sér að kaupa allt efni í kirkjubygginguna og þijá smiði réði hann. Það hafa verið röskleikamenn, því hafizt var handa í júlíbyijun 1904 og kirkjan fullgerð og tvímáluð að utan sem innan um miðjan nóvember. Ekki hefur tíðkast í aldarbyijun að gera ráð fyrir upphitun og má nærri geta hversu óvistlegt það hefur verið fyrir kirkjugesti, bæði við messur og jarðarfarir að vetrar- lagi að setjast inn í jökulkalt hús. Þegar Jón Helgason biskup vísiteraði Hjarðar- holtskirkju, segir hann kirkjuna vera „eitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.