Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 30
Á þessum erfiðu tímum voru þó gerðir
út nokkrir 6-15 lesta bátar frá Flateyri og
merkilegt er, að hraðfrystihús reis þar árið
1935, en áður hafði verið þar íshús. Þetta
voru ár meiri fátæktar í flestum sjávarpláss-
um en menn gera sér grein fyrir nú á dög-
um. En veruleg hlunnindi voru þar þó sem
sveitimar höfðu ekki: Nýr fiskur.
Það tíðkaðist á Flateyri og ugglaust í
öllum sjávarplássum, að þeim heimilum sem
ekki áttu mann á báti, var gefið í soðið, svo
framarlega sem einhver þaðan gerði vart
við sig á biyggjunni þegar landað var. Reynt
var að búa sjálfsþurftarbúskap eftir megni.
Margir Flateyringar komu sér upp kindum
og áttu 600 fjár á fjalli þegar mest var.
Hver fjölskylda hafði að sjálfsögðu sinn
kartöflugarð og margir áttu kýr; þær voru
eitt sinn taldar 30. Húsin voru lítil og menn
byggðu þau sjálfir. Og það munaði um Sól-
bakkaverksmiðjuna, þó hún væri ekki rekin
nema fjórðung úr árinu; einkum árin
1936-37 þegar veruleg karfavinnsla fór þar
fram.
Það kemur á óvart þegar gluggað er í
heimidir frá fyrstu áratugum aldarinnar,
hvað Flateyringar voru í beinu sambandi
við umheiminn. Menn litu ekki á staðinn
sem einhveija krummavík sem þyrfti að fá
allt sitt fyrir tilstilli embættismannavaldsins
í Reykjavík. í tengslum við hvalveiðamar
og starfsemi Ásgeirsverzlunar komust á tíð-
ar, beinar ferðir milli Flateyrar og útlanda
og Önfirðingar voru í mun nánari snertingu
við umheiminn en almennt tíðkast. Braut-
ryðjendurnir, María og Torfi, skildu mikil-
vægi tengslanna við útlönd og sendu öll
böm sín utan til menntunar, annaðhvort
til Noregs eða Danmerkur. Synir þeirra
voru opnir fyrir hvers konar nýjum hug-
myndum og m.a. var því gefinn gaumur,
að í leirlagi í Eyrarfjalli finnast útfelling-
ar af brúnjámsteini. Gerð var tilraun
með úrvinnslu eitt sumar og stóð Krist-
ján Torfason fýrir því. Lagið reyndist
þó of þunnt til þess að námuvinnsla stæði
undir kostnaði. Þess má einnig geta að
Páll bróðir Kristjáns fékk árið 1913 einka-
FLATEYRI í koppalogni um 1935.
KARFAVINNSLA á kreppuárunum var merkilegt framtak á Flateyri og
veitti mörgum kærkomna atvinnu.
leyfi til 30 ára til þess að vinna „salt og
önnur verðmæti úr sjó“. Ekkert varð þó af
þeirri vinnslu.
Páll, sem var elzti bróðirinn í Torfahúsi,
var oft langdvölum í útlöndum og hefur
Halldór Laxness lýst honum skemmtilega
og sagði hann minna á patríarka úr Austur-
kirkjunni, ef ekki Guð almáttugan. Fundum
þeirra bar saman í Kaupmannahöfn 1923.
Þeir Torfasynir, Páll og Kristján hugsuðu
stórt og gerðar voru í fullri alvöru áætlanir
um virkjun Dynjanda og framleiðslu á til-
búnum áburði.
Á fjórða áratugnum voru á Flateyri flest-
ar þær stofnanir sem heyra til þéttbýli á
vorum dögum. Bamafræðsla hófst þar 1905
og þar var Héraðsbókasafn Vestur-ísafjarð-
arsýslu. Landssímastöð kom 1908, póstaf-
greiðsla 1914 og Sparisjóður Önundarfjarð-
ar var stofnaður 1915. Kirkjan sem 'stóð
af sér snjóflóðið í október, var vígð 1936.
Með hemáminu 1940 hófst nýr kapítuli í
atvinnusögu landsmanna. Þessari stuttu
samantekt um sögu byggðar og athafna á
Flateyri lýkur á þeim tímamótum.
Heimitdir: Sjómannasaga Vilhjálms Þ. Glslasonar,
Skútuöldin I og II eftir Gils Guðmundsson. Landið þitt,
Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson. Or at-
vinnusögu Flateyrar eftir Harald Ásgeirsson í Torfaættar-
bók.
Umhverfi
Flateyrar
AFiateyri eru tvær áttir ríkj-
andi í tali manna. Farið er
þaðan vestur á Þingeyri og
Rafnseyri þótt ekið sé ríkjandi í
suður. Eins er þar sagt að leiðin liggi
í norður til ísafjarðar þótt stefnan
sé í raun austur. Við Önundarfjörð
er ca 600 m hár fjallahringur renni-
sléttur að ofan, enda em berglögin
í hraunlagastöflum fjallanna nánast
lárétt. Óvíða mun aðgengilegra að
kanna slíka „bergkastala“ en þama.
Rekja má mörg hraunflóðin í fjöllun-
um marga km og jafnvel þekkja þau
hinumegin fjarðar, einkum út frá
misþykku leirlagabelti sem víða
kemur fram. Þetta leirlag er talið
frá tertier hlýviðratímabilinu fyrir
12-13 milljónum ára, þegar nokk-
urt hlé varð á „kastala“-bygging-
unni. Það geymir því sumstaðar
járnstein, surtarbrand og leifar
jurta, svo sem risafura, sem þá hafa
vaxið á þessum slóðum.
Að vestanverðu við fjörðinn em
fjöllin sæbrött og skriður, sem úr
þeim falla mélast í briminu og enda
sem leir á botni fjarðarins. Skel sem
upp á ströndina berst molnar að
vísu niður í fínkoma sand en mélast
seint (40 sinnum hægar en sam-
stærða basaltsandur skv. stöku
„grindability" prófi, sem höf. hefir
gert). Þetta skýrir myndun hinna
hvítu sandfjara svo víða í fjarðar-
og vikurbotnum á Vestfjörðum, svo
sem í Holtsbug.
Eyrarfjall ofan Flateyrar tak-
markast af tveim jökulrofshvilftum.
Að innan er Hvilftarhvilft, fremur
grunn skál grópuð inn í fjallið með
smátjörn og með urðarkambi að
framan, en neðar eru jökulurðar-
bollar niður í miðjar undirhlíðar.
Innanvert við mitt fjall er hin örlög-
um þrungna Skollagróf, sem safnar
svo miklum snjó í sig í norðaustan
vetrarveðrunum. Nú er hún oft
nefnd Skollahvilft, þótt ekki sé á
henni hvilftarlag en er trektlaga
og greinilegt gijóthruns og skriðu-
rof. Miklu stærri og dýpri hvilft er
utan við fjallið, Klofningsdalur og
fram undan dalnum eru talsverðar
jökulmenjar. Klofningshryggur er
jökulrönd, frá fjalli til fjöru, en
honum að baki eru auk þess aug-
ljósar jökulöldur, - hólar og bollar.
Fram úr hryggnum gengur síðan
klofi.nn berggangur, sem gefið hef-
ir umhverfinu nöfn - bergdrangur-
inn Klofningur.
Nú verður að leyfa huganum að
reika. Ljóst má vera að magnið af
jökulruðningi hefír verið mikið, svo
að brimaldan hefir haft úr miklu
að moða við að mylja það niður.
Brimaldan stríða kom af hafí, og
við „klofningseyrina" braut hún
landið - lábarði grjótið og tók að
rúlla því fram og fyrir eyraroddann.
Samtímis gekk á jökulruðninginn
og brátt, e.t.v. innan 1000 ára, var
þarna komin flöt eyri, því brimið
gat aðeins myndað lága malar-
kamba, en sandfylla studdi við að
innan. Öldugangur hélt þó áfram,
það gekk á landið að utan, þótt
mikið efnisrof úr strandbökkunum
bættist við, og smækkandi gijót
gekk lengra og lengra fram í fjörð-
inn, og eyrin fluttist.
Á þeim 10.000 árum sem liðin
eru frá lokum ísaldar hefir eyrin
því flust rúmum km innar, er orðin
meira en km á lengd, og hefir hlot-
ið sitt eðlilega nafn Flateyri. Vera
má að fyrsti landsnámsmaðurinn
Önundur Víkingsson hafi , gefið
nafnið. Önundur festi bú, skv.
Landnámu að Eyri, en bærinn er
talinn hafa staðið á Eyrartúni laust
utan Flateyrar, en af landnáms-
bænum bera Eyrarbót, Eyrarhjall-
ar, Eyrarfjall og fleiri staðir sín
nöfn.
Haraldur ásgeirsson
30