Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 15
Gabriela Mistral og bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir hálfri öld Gabriela Mistral (1889-1957), höfundur ljóðsins sem hér birtist á íslensku, var frá Chile. Henni voru veitt bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir réttrThálfri öld, fyrstri skálda frá Rómönsku-Ameríku. Þá viðurkenningu átti hún ekki síst að þakka sænskum skáld- bróður sínum, Hjalmar Gullberg, sem þá var einn af átján í Sænsku akademíunni og hafði næstu árin á undan kynnt hana og skáldskap hennar á sænsku, fyrst með þýðingum sínum í tímaritum, en síðan í eigin þýðingasöfnum 1944 og 1945. Gabriela Mistral hét í raun réttri Lucila Godoy y Alcay- aga og forfeður hennar og formæður voru af kynþáttum baska og indíána, en skáldnafn sitt tók hún eftir öðrum frægum höfundi sem bar nafn Miðjarðarhafsvindsins, Fréd- éric Mistral. Ljóðum hans hafði hún kynnst í bernsku og hafði á þeim mikið dálæti, og sama gilti um provensalskan og ítalskan miðaldaskáldskap og verk Tagores. Gabriela Mistral var af miðstéttarfólki komin, fædd í bænum Vicuna og byrjaði sextán ára gömul að hlaupa í skarðið fyrir föður sinn sem var kennari. Hún hlaut mennt- un sína í Chile og eftir það voru störf hennar auk skáldskap- arins kennsla og skólastjórn. Þá bar fyrst saman fundum hennar og skólapilts sem síðar varð frægt skáld og hún átti þátt í að beina inn á braut skáldskapar. Það var Pablo Neruda^ sem hefur minnst hennar fallega í minningabók sinni, Égjáta að ég heflifað. Frá 1935 var hún í utanríkis- þjónustu lands síns, m.a. ræðismaður á fleiri en einúm stað, átti síðustu ár sín heima í Evrópu, en andaðist í New York. Ástarreynsla og djúp sorg á æskuárum settu óafmáan- legt mark sitt á Gabrielu Mistral og réðu miklu um hvaða stefnu líf hennar og ljóð tóku. Innan við tvítugt varð hún ástfangin af járnbrautarstarfsmanni sem sveik hana og batt seinna enda á líf sitt með byssukúlu þegar hann gat ekki staðið skil á fé sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi úr sjóði járnbrautarfélagsins og lánað vini sínum. En unnust- inn sem hafði yfirgefið Gabrielu Mistral lifði áfram í skáld- skap hennar. Hún var alvörugefin og trúhneigð og leitaði í ljóðagerð sinni uppbótar fyrir þá hamingju sem hún hafði farið á mis við og tjáði þar af mikilli ástríðu þá djúpu og brennandi ástar- og móðurþrá sem hún bar í brjósti. Öllu öðru heitar hafði hún þráð að eignast barn með unnusta sínum, enda orti hún mikið um börn og vígði þeim að veru- legu leyti líf sitt og störf. En draumur hennar gat ekki ræst og hún varð að sætta sig við að finnast hún vera eins og óbyrja sem neitað er um að lifa sjálf undur fæðingar og móðurreynslu og vita sig með því hafa viðhaldið eigin ættstofni. Þess vegna er „Sonaróður" (Poema del hijo), sem birtist í bók Gabrielu Mistral, Desolación (1922) og hér er prentaður í þýðingu, mjög miðlægt kvæði í skáldskap höf- GABRIELA Mistral tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi Gústafs V Svíakonungs. undar ásamt nokkrum öðrum þar sem þemað er ástar- gleði, ástarsorg og móðurþrá. í þeim ljóðum rís hann hæst og bindur saman karl og konu, móður og barn, heim og GABRIELA Mistral. himin í munúð og mildi - og leiðir hugann í senn að Maríu guðsmóður og Móður Jörð. Ekkert af ljóðum Gabrielu Mistral hafði verið þýtt á ís- lensku áður en hún hlaut Nóbelsverðlaunin 1945, en þá hálfu öld sem síðan er liðin hafa nokkur þeirra verið prentuð í þýðingum, ýmist úr frummáli eða öðrum málum, í tímarit- um og bókum eða verið lesin í útvarp. Sú þýðing sem hér er prentuð er að stofni til meira en tuttugu ára gömul og upphaflega gerð eftir þýðingu Hjalmars Gullbergs, en seinna breytti ég henni nokkuð, m.a. vegna samanburðar við frum- mál, og kann Jóni Ármanni Héðinssyni, fyrrum alþingis- manni, þakkir fyrir að hafa farið með mér yfir spænska textann. En þrátt fyrir það verð ég að játa að ég hef látið fleiri sjónarmið ráða niðurstöðu minni en meintan bókstafs- trúnað við frumtextann - sem alltaf verður útópía hvort eð er. Þegar Nóbelshátíðin var haldin 1945. hafði orðið hlé á þeim hátíðahöldum um nokkurra ára skeið vegna stríðsins. Daninn Johannes V. Jensen hafði þó hlotið bókmenntaverð- launin 1944, en tók ekki við þeim fyrr en ári seinna, um leið og skáldkonan frá Chile þáði sín. Frá henni og hátíða- höldunum fyrir réttri hálfri öld hefur Vilhjálmur Finsen, fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins, sagt af fjöri og glögg- skyggni í annarri minningabók sinni, Enn á heimleið (1956). Hann var þá fulltrúi íslands í sveit erlendra sendimanna í Stokkhólmi og gafst tækifæri sem hann notaði vel til að fylgjast með öllu sem fram fór. Þegar Hjalmar Gullberg flutti ávarp sitt um Gabrielu Mistral í-Konserthúsinu 10. desember 1945 sagði hann - eftir að hafa minnst á hvernig rétta mætti þyrstum manni vatn (en um það fjallar eitt ljóða hennar, sem Málfríður Einarsdóttir og Magnús Ásgeirsson hafa bæði þýtt): „Þannig réttir þessi skáldkona okkur sjálf drykk sinn úr móðurhendi. Hann ber jarðarkeim, hann svalar þorsta hjart- ans. Hann er sóttur í þá lind sem spratt upp hjá Saffó á grískri eyju og Gabrielu Mistral í Elqui-dal: sjálfa ljóðsins lind sem aldrei mun þorna á jörðinni." HJÖRTUR PÁLSSON GABRIELA MISTRAL: Sonaróður Hjörtur Pálsson þýddi í vöku og svefni son ég ákaft þráði. Um son í faðmi þínum heitt ég bað er atlot þín mig sviptu rænu og ráði og rauður loginn brann í hjartastað. Ó, gef mér son - ég bað sem brum á kvisti um bjartan teyg úr vorskýjanna Hnd - með mjúkar varir, enni áþekkt Kristi og augu djúp og skær í herrans mynd. Hann örmunum um háls mér vefja vildi - og vör hans lífdrykk svalg er brjóst ég gaf. Mín móðurást varð alda er hefjast skyldi og ilmi sínum dreifa um lönd og haf. Ef þunguð kona varð á vegi mínum, með varir herptar treg ég undan leit. Það blindaði okkur barn méð augum sínum. Ég brann af ást og þjáning mín var heit. Svefnlaus um nótt ég sá þó aldrei glæðast þann sælueld er slægi í brjóst mér inn; mót þeim sem átti í söngvaflóði að fæðast faðminn ég breiddi, teygði út lófa minn. Mér fannst ei hæfa að honum sólin lýsti og horfði sneypt á kné mín gróf og stinn, er gjöfín, undríð, inn í bein mig nísti í auðmýkt tárin streymdu mér um kinn. Konungsvald dauðans óttaðist ég eigi; yfir það hefðu lyft mér drengsins brár í gullnu skini á göngu að Hðnum degi og glóð hins nýja dags í morgunsár. II Nú er ég þrítug. Og í vöngum mínum öskugrár litur dauðans vitni ber pólregni köldu er söltum dropum sínum sáldrar hvern dag í grát sem hlotnast mér. Við eldinn döpur skoða eg barminn bjarta sem ber ei ávöxt, þó að nálgist haust, í syninum sem hefði erft mitt hjarta, minn hrjáða munn og undirgefnu raust. Eiturs þíns hjarta, orðs af vörum þínum af okkar syni á ný ég vænta hlaut; hann hefði unað illa í faðmi mínum, afneitað mér og horfið skjótt á braut. Við hvaða lund á vorí og björtu brunna úr blóði sínu harm minn burt hann þvær ef sorg og dul sem ei mér hvíldar unna í æðum niða meðan hjartað slær? Ég skalf við það af hræðslu í hjarta mínu að hann, sem ég minn föður, spyrði ljóst: „Hví spratt fram lífs míns lind úr holdi þínu, hver lætur goðveig fylla móðurbrjóst?" Ó, beiska gleði'. í moldu sæll þú sefur, ég syni vagga ei. Er líkt og þig und rós og þyrnum svefn mig sigrað hefur mun sekt og kvöl ei framar angra mig. Ég hefði ei látið höfga á brár mér síga, en horft úr djúprí gröf í kvíða og þrá á ástríðunnar elda rísa og hníga í augum sonar hefði hann faríð hjá. Guðs frið á jörðu ei ég öðlast myndi, gegn Hlsku heimsins brysti hetjumóð ef sífellt brynni þrá mín öll og yndi á enni sona og streymdi um þeirra blóð. HeiII þessu brjósti! Þar ég fólk mitt svæfi! HeiII þér, 6 skaut! Þar hlaut mín ætt sinn dóm! Ei Ijóma á jörð mín móðuraugu um ævi, og andvarp stormsins kæfir þennan róm. Sjá, skógur vex, þótt verði koláhrúga og viðaröxin falli títt og ótt; mig sigðin slær, ég ei mun aftur snúa, og ættar minnar bíður svartanótt. Ég fæddist kyns míns gömlu skuid að gjalda; sem glóð mig kvölin brennir endalaust. Ég lifi hverja stund, því heim skal halda til hafs hvert fljót - mín bíður napurt haust. Svo hverfur með mér ætt mín sem ég unni og augum starír skelfd í kvöldsins glóð. 0, flæðið stef af mínum heita munni uns mér á vörum þagnar sérhvert ljóð. Ég kenndi ei börnum vegna hlýrra handa sem hinstu nótt mér gætu stuðning veitt er lömuð sný ég höfði og hljótt ég anda og hönd um lakið fálmar þvöl og sveitt. Ég gætti barna, sinntí um hinna sonu, en son ei hlaut þó fast værí eftir sótt. Ó, faðir vorí Tak vel mót förukonu ef verður hún að deyja ein í nóttí LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.