Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 35
ÓLÖF vinnur við gullmedalíuverk sitt 1955. Heiti verksins er Soaur. unarskóla íslands. Ég vann á skrifstofum hér heima, í Danmörku og í Færeyjum. Á námsárunum í Kaupmannahöfn fékkst ég við kennslu, m.a. í Handíða- og myndlista- skóla íslands. Löngu seinna þegar við flutt- um heim frá London, var mér boðið að kenna aftur í Myndlista- og handíðaskólanum eins og hann heitir nú og sé eftir að hafa ekki verið í aðstöðu til að þiggja það boð. Seinna varð faðir minn ræðismaður í Færeyjum. Hann flutti þangað um tíma og ég með honum, ein úr fjölskyldunni. Hann ætlaði sér að setia upp stóra verksmiðju í Færeyjum, en stríðið kom í veg fyrir það og við, feðginin lifðum viðburðaríkan tíma í Þórshöfn á stríðsárunum." „En hvar í uppvextinum komum við að þeim punkti, að Ólöf Pálsdóttir sjái eitthvað sem orkar myndrænt svo sterkt á hana, að hún ákveður að gerast myndhöggvari?" „Frá því ég var barn hef ég hugsað mikið um form, án þess að ég viti hversvegna. Til dæmis man ég vel, að þegar móðir mín var að kenna mér að lesa og studdi fingri við línuna, tók ég miklu meira eftir forminu á hennar einstaklega fögru hendi en því sem hún sagði. Og oft lagðist ég á jörðina og rannsakaði form skýjanna. Á æskuheimili mínu voru málverk sem ég velti talsvert fyrir mér. Ég dansaði mik- ið og hugleiddi að verða dansari. En mér var strítt með balletdraumum mínum, svo ég gaf þá frá mér. Og það er skrýtið, að það var í gegnum bókmenntir - bækur um höggmyndalist - að alvarlegur áhugi vakn- aði. Reyndar man ég alveg eftir þeirri stund hér í Reykjavík; ég líklega 19 ára. Þá lá ég uppi í rúmi, var að blaða í slíkri bók og sagði við sjálfa mig: Þetta ætla ég út í. Eg fór reyndar fyrst utan með foreldrum mínum til Kaupmannahafnar þegar ég var 16 ára; kom þá í Glyptotekið og sá Den lille Havfrue. Sú mynd kveikti ekki neinn neista í mér þá og hefur aldrei hrifið mig sem skúlptúr. Líklega er hún of sæt fyrir minn smekk. En eftir að ég hafði tekið mína ákvörð- un, liðu enn nokkur ár þar til ég lét draum- inn rætast. Það var í Kaupmannahöfn; þar fór ég í mitt fyrsta alvarlega myndlist- arnám. Eftir ráðgjöf Júlíönn Sveinsdóttur listmálara byrjaði ég í Frederiksbergs Tekn- iske Skole. En síðan lá leiðin í Konunglega listaháskólann." Ólöfhefur fengið eftirsóknarverðar viður- kenningar fyrir list sína. Hún hlaut Gullmed- alíu, eða gullverðlaun Konunglega Hstaskól- ans í Kaupmannahöfn fyrir höggmyndina ÓLÖF með Júlíönu Sveinsdóttur listmálara, um 1958. BRJÓSTMYND afMatthíasi Þórðar- syni. Hann var hafrannsóknarmaður í Danmörku og var bróðir Björns Þórðarsonar forsætisráðherra. „Sonur", sem nú er í eigu Listasafns ís- lands. Hún var sæmd Hinni íslenzku fálka- orðu 1970 ogkjörin, ein örfárra, heiðursfé- lagi í Konunglega brezka myndhöggvarafé- laginu 1986. Ólöfer félagi íBilledkunstnernes Forbund og Kvindelig Kunstnersamfund í Danmörku. Þá var hún ein af stofnendum hins þekkta norræna listamannahóps „Den Nordiske" sem sýndi annað hvert ár, ýmist á Charlott- enborg eða „Den Frie" í Kaupmannahófn. Einnig var hún félagi í „Lille Gruppe" í Kaupmannahöfn og sýndi einnig oft með þeim á Den Frie. Þá er Ólöf einnig í Félagi íslenzkra myndlistar manna og Myndhöggv- arafélagi íslands. Hún hefur gegnum tíðina sett upp fjölda sýninga, t.d. Den Nordiske í Norræna Hús- inu ásamt Tryggva Ólafssyni, sérstaka kvennasýningu í húsi Jóns Sigurssonar í Kaupmannahöfn - þá fyrstu sem þar var haldin - og sýninguna Íslenzk myndlist á norrænni menningarviku í Taastrup. íþeirri sýningu tóku 18 íslenzkir málarar þátt og var Ölöf verndari sýningarinnar og jafn- framt fuiltrúi íslenzkra myndhöggvara þar. Höggmyndir eftir Ólöfu er að finna víða um lönd, jafnt í eigu einstaklinga sem opin- berra aðila, m.a. í eigu Listasafns íslands, Reykjavíkurborgar, Listasafnsins í Færeyj- um og auk þess í ráðhúsinu í Gentofte í Kaupmannahöfn, ráðhúsinu íÁrósum, Bún- aðarbankanum, Verzlunarskólanum, Skóga- skóla og Norræna Húsinu. Hún hefur fengið marga og góða styrki til að stunda list sína, þar á meðal Menning- arstyrk frá ríkisstjórnum í Finnlandi, ítalíu og Danmörku og styrk Edwards Munchs í Noregi. íslenzk listamannalaun hefur hún fengið síðan fyrir 1970 og verk hennar hafa selzt hjá því heimskunna uppboðsfyrirtæki Christie's. í flestum mestu og merkustu sýningarsölum Danmerkur hefur hún sýnt t.d., Louisiana, Charlottenborg og Den Frie. Auk þess hefur hún sýnt á hinum Norður- löndunum, í Austur og Vestur Þýzkalandi, í Róm, í París og London, - og að sjálf- sögðu hér heima. Óneitanlega er þetta glæsilegur ferill, en hvernig hafa bræður og systur í listinni hér á íslandi tekið þessum sigrum Ólafar? Hafa þeir orðið fagnaðarefni, eða kallað á öfund? „Ég á marga góða vini meðal listamanna hér heima og ekki síður erlendis", segir Ólöf, „en tveir af þeim síðartöldu, Ingálfur af Reyni og Svend Wiig Hansen hafa ein- mitt nýlega haldið sýningar í Reykjavík og var gaman að hitta þá aftur. íslenzkir mynd- höggvarar voru ekki fjölmennur hópur þeg- ar ég var að feta fyrstu sporin á þeirri braut, en Asmundur Sveinsson reyndist mér vel og ég sakna vinar míns Jóns Gunnars Árna- sonar mikið úr hópi núlifandi myndhöggv- ara. Þú spyrð um öfund. Ég hef vissulega fengið að kenna á öfundsýki, en minnst af henni hefur komið frá öðrum listamönnum, heldur þaðan sem sízt skyldi. Þegar ég gifti mig gaf það líka þeim sem það vildu, tilefni til að skrifa allt mitt á reikning á stöðu mannsins míns í stjórnmálum og fjölmiðlum. Þegar ég fékk góða dóma í erlendum stór- blöðum þá mátti helzt ekki segja frá því hér heima, en ef eitthvað síaðist út, voru alltaf einhverjir sem létu eins og það væri öðru að þakka en mínum eigin hæfileikum. Menn á borð við Jan Zibrandtsen og Pierre Liibecker, aðalgagnrýnendur Berlinske Tid- ende og Politiken, virtustu og ströngustu gagnrýnendur Dana á sínum tíma, vissu hinsvegar ekki á mér nein persónuleg deili þegar þeir hófu að fjalla um verk mín, enda hefði slíkt varla skipt þá miklu máli." „Ég hefði haldið að óreyndu, að það væru viss forréttindi að vera koná í sam- starfí við listamenn; ekki sízt þegarþað eru aðallega karlar. íslenzkar listakonur voru ekki ýkja fjölmennur hópur hér fyrr á árum og þá virðist eðlilegra, að þið nytuð góðs afþví." Það var nú frekar á brattann að sækja fyrir konur og mun stærri og erfiðari ákvörðun fyrir þær en karlana að fara út í listnám. Margar konur, sem helguðu sig listinni, fórnuðu öllu sem hét fjölskyldulíf en ég átti hins vegar ung börn og mann í krefjandi, opinberu starfi á allt öðrum vett- vangi og féll m.a. þess vegna ekki hér heima inn í „stereótýpíska" mynd af því hvernig listakona „átti" að vera. í dag þykir konum til inntekta að standa sig á mörgum ólíkum vígstöðvum, en þá ýtti það frekar undir fordóma gagnvart þeim. Ragnar Jónsson benti reyndar einhverju sinni á þetta í blaða- grein sem hann skrifaði um mig, en hann var maður með mikið innsæi og reyndist mér einstaklega vel eins og fleiri listamönn- um." Er það ekki rétt að þú hefur oftast feng- ið góða dóma, bæði erlendis og hér heima? „Jú, enda hef ég verið svo lengi erlendis. Eiginlega fluttist ég ekki heim fyrr en 1956 og síðan fluttum við út aftur 1970. sú úti- vist, bæði í Kaupmannahöfn og London, entist í nær 15 ár." Hér er ekki hægt að gefa nema örlítið sýnishorn. af því sem ritað hefur verið um list Ólafar Pálsdóttur á löngum og glæstum ferli. En í gagnrýni um sýningu Myndhöggv- arafélagsins á Korpúlfsstöðum sem birtist í Morgunblaðinu í nóvember 1989, segir Bragi Ásgeirsson m.a.: „Þetta er fjölbreyti- leg sýning, sem félagsmennhafa sett upp, allt frá klassískum verkum Ólafar Pálsdótt- ur til róttækra verka yngstu kynslóðarinn- ar"...„Það má víst of mikið af öllu gera og þótt fjarska gaman sé að vera með í öllu því sem er að gerast í núlistum í heiminum, þá þarf formrænn neisti að vera að baki allri myndsköpun - eitthvað sem gerandinn hefur upplifað og er afrakstur mikils erfíðis og rannsókna á grundvallaratriðum mynd- listarinnar. Þannig verðurþað róandi að nema staðar við sígild^ vinnubrögð eins og þau birtast í verkum Ólafar Pálsdóttur, og minnast þess að mannslíkaminn býr yfir mjög fullkomn um stærðfræðilögmálum og leysir meira að segja nær óleysanlega reikniþraut, sem var Grikjum ráðgáta til forna. Þeir sem hafa rannsakað þessi lögmál í eigin vinnubrögðum árum saman hafa svo LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER1995 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.