Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 26
þarna andspænis þessum „guði“ málaralist- arinnar og íhuga hvernig hann horfði á eig- in ásjónu. Hann málar sig miskunnarlaust án aukaatriða og án nokkurrar sjálfumgleði og bera þessar myndir betur en aðrar vott um ögrun hans og metnað. Það er ekkert sem gefur til kynna hver fyrirmyndin er, né hvaða stétt hún tilheyrir, þetta gæti verið hver sem er. Cézanne var stöðugt að velta fyrir sér myndbyggingu, litablæbrigð- um og reyna að finna réttu pensilstrokuna, og ef hann fann hana ekki skildi hann eft- ir eyðu á myndfletinum. Þegar vitað er að hann lét módelin siija fyrir, grafkyrr og þögul klukkutímum saman og koma aftur og aftur, skilst betur af hverju sjálfsmynd- imar urðu svona margar. Ambroise Vollard sem sofnaði iðulega í fyrirsætuhlutverkinu, en hann kom 115 sinnum til að sitja fyrir á vinnustofunni, hefur lýst hinni ótrúlegu einbeitingu listamannsins fyrir framan trön- umar, erfíðleikunum og örvæntingunni, þegar hann fann ekki réttu strokuna. Þeir sem þekkja uppstillingar Cézanne í gegnum eftirprentanir verða ekki fyrir von- brigðum á sýningunni, því sumar uppstill- á þessu viðfangsefni heldur sameinast í þeim allur listaferill hans, metnaður og leit; hamsleysi fyrstu áranna, jafnvægi og rök- hyggja þeirra síðustu. Cézanne notaði aldrei módel þegar hann málaði baðmyndirnar og hann talar aldrei um þessar myndir í bréfum sínum. Rainer Maria Rilke segir heldur ekki orð um bað- myndimar í bréfunum til Klöm. Hvaða konur em þetta? Hvaða saga býr hér að baki? Þetta em tímalausir líkamar, sumir „ókláraðir" og sumir svo tvíræðir að erfítt er að átta sig á því hvort um konu- eða karlslíkama er að ræða. Em þetta guðir og gyðjur í aldingarðinum Eden? Cézanne hefur aldrei náð eins fullkomnu sambandi á milli manns og náttúm og í þessum verk- um. Hér hefur Matisse vafalaust fengið andagift fyrir Lífsgleðina og Picasso fyrir Ungfrúrnar í Avignon. Fyrirheitna Landið Hvað er hægt að segja um Cézanne sem ekki hefur verið sagt áður? Hvemig er hægt að tala um myndsköpun þessa lista- manns sem lagði gmnninn að list 20. aldar FREISTINGheilags Antoine, um 1875-77. Olíaástriga. Myndin er í d’Orsay-safninu í París. ingar hans em með þeim fegurstu sem hafa nokkm sinni verið málaðar eins og t.d. Epli og appelsínur (1895-1900). Hann stillti upp mjög einföldum hlutum og vegna þess hve það tók hann langan tíma að mála myndina notaði hann frekar harðgerða ávexti, - epli, appelsínur, sítrónur... og gerviblóm, ef hann þurfti blóm, því af- skomu blómin fölnuðu of fljótt. SaintVictoireOg Baðmyndirnar Eitt frægasta viðfangsefni Cézanne er Saint Victoire fjallið, sem gnæfír yfir Pro- vince héraðið skammt frá fæðingarborg hans. Fjallið er ekkert sérstakt í raunvem- leikanum (a.m.k. í augum íslendings) en verður í meðföram Cézanne mikilfenglegt og ógleymanlegt. Fjallið verður eins konar „tilraunadýr" sem hann málar sí og æ á þrálátan hátt, byggir upp með brotakennd- um pensilstrokum, stundum með ákafa sem endurspeglar tjáningarmátt fyrstu verk- anna og stundum með rökfestu og yfirveg- un. Hann málaði yfír 60 verk af Sigurfjall- inu og era um 20 á sýningunni. I einum sainum em 7 myndir af fjallinu hlið við hlið, allar málaðar á ámnum 1901-1906 og allar með sama titil, þ.e.a.s. Saint Victo- ire séð frá Louves. „Frammi fyrir náttúr- unni öðlast ég dýpri skilning." Hér sést hve tengsl Cézanne við viðfangsefnið era mikil- væg og hvernig hann byggir upp verkin, lit fyrir lit, - stroku fyrir stroku. Philippe Sollers rithöfundur sem hefur nýlega skrifað frábæra bók um Cézanne, Le Paradis de Cézanne, vill meina að tengsl í Cézanne við náttúrana hafi verið fullkom- lega munúðleg og segir að enginn hafí kom- ist jafn langt í vitrænum nautnum og hann. „Við eigum að hlusta á Rimbaud í náttúm Cézanne," segir Sollers og heldur því líka fram að samband Cézanne við náttúmna t hafi verið slíkt að hann hafi getað lifað svo til algjöra skírlífí, - þó giftur væri. Á sama tíma og Cézanne vann að síð- ustu Saint Victorie seríunni málaði hann stóm baðmyndimar, sem þykja mesta ráð- gátan á ferli hans. Hann málaði um 250 verk þar sem myndefnið er baðfólk og em stóra baðmyndimar ekki bara hátindurinn og Peter Handke kallar „nútíma meistara mannkynsins"? Þeir sem hafa fundið bestu orðin til að lýsa list þessa látlausa og óflokk- anlega snillings era að mínu mati rithöfund- amir Rainer Maria Rilke í Bréfunum um Cézanne sem hann skrifaði til Klöra fyrrver- andi eiginkonu sinnar árið 1907 og Philippe Sollers í bókinni Paradis de Cézanne. Rilke líkir Cézanne við dýrling og píslarvott og Sollers kallar hann „skírlífan satír". Þeir sem þekktu Cézanne í lifanda lífí segja að hann hafí verið undarlega klofínn persónuleiki. Hann gat sagt allt og and- stöðu þess líka eins og þegar hann hélt því fram að impressjónisminn væri ajgjört rusl, en dáði á sama tíma Pisarro og Monet. Hann gat líka verið andstyggilegur og ögrandi, en um leið yfírmáta kurteis og hæverskur. Þessar andstæður koma líka fram í verkunum og þó þau segi okkur ekki beint frá sálarástandi hans getum við greint í gegnum öll verkin þessa ástríðu- fullu baráttu sem hann háði til að komast að kjamanum. Ef er til lykill að listferli Cézanne þá er hann að fínna í bréfunum sem hann skrif- aði til vina sinna og fjölskyldu þar sem hann útskýrir á einlægan hátt hvernig hann þokast smám saman með miklum erfíðis- munum í átt til Fyrirheitna landsins. „Eg vinn af þrautseigju. Ég eygi Fyrirheitna landið. Ætli ég sé eins og foringi Hebrea eða mun ég komast þangað? - Mér hefur farið dálítið fram, en af hveiju svona seint og svona erfiðlega? Er listin þá köllun sem krefst þess að menn séu strangtrúarmenn og fylgi henni í einu og öllu?“ skrifaði Céz- anne í bréfi til Ambroise Vollard í jan. 1903. Hvort Cézanne komst til Fyrirheitna landsins verður hver og einn að svara fyrir sig. Hann hélt ótrauður áfram, þar til hann lenti í óveðri úti í náttúranni í Province, fékk aðsvif fyrir framan trönumar og dó skömmu síðar, í árroða 20. aldarinnar. Höfundur er listfræöingur og býr í París. * Sýningin hófst í Grand Palais 27. sept. og lýkur 7. jan. 1996, en mun sfðan verða í Tate Gallery í London frá 7. feb.-28. apríl og Philadelphia Museum of Art í Philadelphia 26. maf-18. ágúst. • • Orlagavefír NADEZJDA DAVYDOVNA/TOVE FUGMAN ASTUNDUM spinnur lífíð einstaklingum áþekka vefí, þótt höf og heimsálfur skilji, og þannig yarð nýskeð andlát aldinnar konu hér uppi á íslandi, til að rifja upp svipmikil örlög austur í Garðaríki. Fyrir réttu ári las ég í sunnudags- Örlagasögum hinnar rússnesku Nadezjdu Davydovnu, sem varð ástkona skáldsins Serge Ésenín, og hinnar dönsku Tove Fugman, sem varð eiginkona Jóns Engilberts og fluttist með honum til íslands, svipar saman. Á þær verður litið hér. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON blaði Politiken, viðtal við háaldraða konu með hljómmikla nafnið Nadezjda Davydovna Volpins. Hin 94 ára gamla kona mundi vel tímana fyrir októberbyltinguna, og minntist þeirra með söknuði, því henni fundust þeir magnaðir. Má til sanns vegar færa í hennar tilviki, því hún taldist til yfirstéttarinnar og lifði þægilegu lífí. Tveim áram eftir bylting- una varð hún fyrir skikkan tilviljana ást- kona skáldmögurs rússnesku þjóðarinnar Sergej Alexandrowitsch Jesenin (Serge És- enín), svo sem hann hét fullu nafni, og eign- aðist með honum sor.inn Alexej. Viðtalið hafði djúp áhrif á mig, las það endurtekið, geymdi blaðið einhvers staðar, og enn á ný sótti það sterkt á mig. Hófst nú mikil leit í blaðakraðakinu á málarastofunni og bar að lokum árangur, er ég var í þ^gn veginn að gefast upp. Tilefni er að geta þess, að fyrir skömmu var þess minnst í Rússlandi, að 100 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins mikla, Serge Jesenin. Enn las ég um hann í heimspressunni og nú í Frankfurter Allge- meine Zeitung, og ýtir það við mér að fara hér í ýmis skrif í frjálsri mótun eftir því sem heimildir leyfa, sem sá er les getur spáð í og rýnt á milli lína. Mál er, að dönsk blaðakona bankaði uppá hjá nefndri konu, sem kom sjálf til dyra, lítil og þybbin í vexti, þenkjandi á svipinn. §purði strax ljúflega: „Á hvaða máli eigum við að hefja samræðumar? Fyrir utan rúss- nesku, get ég boðið yður ensku, þýsku og frönsku, auk latínu. Hafíð þér ekki vald á latínu? Ó, það er synd, því það er svo fal- legt mál... „og með þessum orðum bauð hún gestinn velkomin í litlu íbúðina sína í Moskvu. „... Októberyltingin skall á líkast fár- viðri“ segir Davydovna, og hún man einnig byitingun 1905, en fiölskylda hennar sem var gyðingar hafði þá skömmu áður flutt frá Hvítarússlandi til Moskvu. Og henni er einnig í minni, að pabbi hennar las úr bréf- um frá ættingjum, er sögðu frá ofsóknum á hendur gyðingum í Hvítarússlandi. Faðir- inn, sem var lögfræðingur, hugleiddi að gerast innflytjandi í Ameríku, því hann var viss um að þar væra engar gyðingaofsókn- ir, en hann gerði það ekki, því Rússland var honum kært. Aftur hugleiddi fjölskyldan það eftir októberbyltinguna, en það náði enn aidrei lengra en að vera ígrandunin ein. Davydovna tjáði fúslega ást sína til Moskvu fyrir októberbyltinguna, en fiöl- skyldan bjó í Arbat, þar sem gamla hjarta borgarinnar sló, hún sagði frá vel hirtum görðum, glæsilegum verzlunum og notaleg- 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.