Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 8
ein frægasta mynd málarans, þar sem
hann staðsetur Krist í Fjallræðu sinni í
landslagi Hreppanna. Hvorttveggja var að
tengsl Asgríms við Hreppamenn voru mik-
il og góð og svo hitt, að þeir Rögnvaldur
og Asgrímur þekktust frá Hafnarárunum.
Þegar maður sér altaristöflu Ásgríms í
Stóra-Núpskirkju, rennur upp fyrir manni
einu sinni enn, hvað sumar nýjar kirkjur
eru fátækar af trúarlegri list, enda varla
gert ráð fyrir henni. Á bæ sálmaskáidsins
Valdimars Briem, sem minnst er á öðrum
stað í þessari Lesbók, var hinsvegar til
nægur listrænn metnaður.
Minningargrein
Á Forsíðu
Það hefur ekki verið venjan að minn-
ingargreinar um látið fólk birtist á forsíðu
Morgunblaðsins. Samt var gerð sú undan-
tekning við ótímabært fráfall Rögnvaldar
í febrúar 1917. Þar er ferill hans rakinn,
svo sem gert hefur verið hér, en ennfrem-
ur segir þar svo:
„Rögnvaldur hefir bætt hér bæði bygg-
ingar í framkvæmd að verklegri fegurð
og eins smekk manna í húsagerð. - Víða
gátu framkvæmdirnar ekki orðið þær, sem
hann vildi. Naumt skornar fjárveitingar
skömmtuðu oft ganginn. Mikinn og góðan
þátt átti hann í því, að timburhjailabygg-
ingarnar legðust hér sem mest niður, og
tækist upp steinhúsagerð. Það var honum
áhugamál.
Ekki síður var honum annt um það að
ekki væri spillt gömlum og góðum bygg-
ingum með einu og öðru káki, eða þær
rifnar niður að óþörfu. Fannst honum fátt
um þegar geirvörturnar voru settar á Lat-
ínuskólahúsið. Mikil eftirsjón var honum
því að Laugarnesstofan - þetta ramm-
byggða hús, sem menn með mestu erfiðis-
munum ætluðu varla að geta unnið á -
var rifín til grunna, og að elzta og merk-
asta timburkirkja landsins (Ingjaldshóls-
kirkja) var tætt niður jafn hugsunar- og
eftirlitslaust og gert var. Einnig setti hann
sig gagngert móti niðurbroti Garðakirkju,
og svipað því var um enn fleira.
Eftir að íþrótt Rögnvalds og áreiðan-
leiki tók að verða kunnugt og viðurkennt,
lagðist loks af sá gamli óvani að sækja
eina og aðra útlendinga til umsjónar og
yfirsýnar fyrir ærið fé, ef reisa skyldi opin-
berar byggingar.
Rögnvaldur var afbragðs vel gefinn
maður. Gáfurnar gloppulausar ogjafnvíg-
ar á flest. Áreiðanleiki hans til orðs og
æðis og vandlæti hans við sjálfan sig var
einstakt. Hálfverk og hálfkák gat hann
ekki gert. Ágætustu hæfileikum var saara
sú viðkynning, að öllum sem urðu honum
kunnugir, varð vel við hann. “
STÓRA-NÚPSKIRKJA í Gnúpverja-
hreppi, vígð 1909. Hefðbundin að
ytra útliti og einnig með gömlu lagi
að innan, því þar notar Rögnvaldur
stíl útbrotakirkna, en ein slík var
fyrir á Stóra-Núpi. Enda þótt kirkj-
an sé lítil er hún að innanverðu
gædd listrænu svipmóti sem ekki er
víða hægt að finna. Litaval Ásgríms
og altaristafla hans eiga líka sinn
þátt í því.
Ljósm.Lesbók/GS.
sem ég upplifi hana sem listaverk; sem
magnaða sinfóníu efnis, forms, lita og
birtu.- Aðeins arkitekt af guðs náð getur’
skapað slíkt verk.
Húsvíkingar fengu allt timbrið í kirkj-
una frá Noregi og voru innan við ár að
smíða hana. Það er athyglisvert að yfir-
smiðurinn, Páll Kristjánsson, var kaup-
maður á staðnum. Byggingarkostnaðurinn
varð 18.800 krónur, sem segir nútímafólki
svo sem ekki neitt, en hitt segir meira,
að af þeirri upphæð fékk arkitektinn 466
krónur fyrir sitt verk.
Líkt og Rögnvaldur hafði gert í Hjarðar-
holti, teiknaði hann krosskirkju handa
Húsvíkingum í norsk-íslenzkum sveiser-
stíl. Hún var byggð á árunum 1905-1907
og er langstærst af þremur krosskirkjum
Rögnvaldar; rúmar 450 manns í sæti, sem
sýnir stórhug Húsvíkinga; íbúatalan var
þá 500.
Meginhugmyndin er sú sama og í Hjarð-
arholtskirkju, en stærðin gerir Húsavíkur-
kirkju mikilfenglegri. Stíleinkennin eru hin
sömu; gluggar með oddbogum sem ríma
frábærlega við gaflana, bæði á kirkjunni
sjálfri og þá gafia sem endurteknir eru í
turninum. Öli hlutföll í Húsavíkurkirkju
virðast nánast vera fullkomin.
Um aldamótin var farið að ræða aivar-
lega um byggingu nýrrar kirkju á Húsa-
vík og.voru ýmsar skoðanir á staðsetnngu
hennar. Fór svo að ekki þótti koma til
greina að byggja hana í kirkjugarðinum
og varð það framsýna viðhorf ofaná að
hafa kirkjuna í miðpunkti bæjarins, þar
sem hún nýtur sín til fulls og er bæjarprýði.
Enn sem fyrr var það Hallgrímur biskup
Sveinsson sem beitti sér fyrir því að leitað
yrði til Rögnvaldar um kirkjuteikningu og
Húsvíkingar fóru að ráðum hans.
Ataristafla Sveins -
Skreytingar Freymóðs
Það sem merkilegast er innan dyra í
Húsavíkurkirkju er hvemig Rögnvaldur
notar tréverkið og bitana - og hvernig
litavalið nmar við allt saman svo minnir
með einhverju móti á náttúruna sjálfa. Það
er raunar Freymóður Jóhannesson listmál-
ari, sem fenginn var til að skreyta kirkj-
una að innan eftir að Rögnvaldur var all-
ur. En heiður þeim sem heiður ber og
Freymóður komst vel frá sínu verki; bæði
í litavali, þar sem hann notar saman and-
stæðulitina gulbrúnt og blátt, en einnig í
skreytingum í kórnum sem minna á gaml-
an, íslenzkan útsaum.
Um 1930 fengu Húsvíkingar síðan
mann frá nálægum slóðum, Svein Þórar-
insson listmálara frá Víkingavatni í Keldu-
hverfi, til þess að mála stóra altaristöflu.
Hún getur talizt nokkuð dæmigerð fyrir
list og litaval Sveins og sýnist mönnum
að hann hafi notað landslag úr heimahög-
um sem baksvið fyrir Krist og lærisvein-
ana. Þeir eru í hefðbundnum, biblíulegum
klæðum og í bakgrunni gefur Sveinn til
kynna austurlenzkt þorp. I þessu öllu sam-
an er nokkur tvískinnungur og þá ekki
sízt í þvi að á altaristöflunni þóttust menn
þekkja kunn andlit úr Þingeyjarsýslum.
Varð af þessu kurr og nokkrar deilur inn-
an safnaðarins. Sumir áttu svo bágt með
að sætta sig við altaristöflu Sveins, að
þeir stigu ekki framar fæti inn fyrir dyr
kirkjunnar.
Nú er litið á þennan þátt í altaristöflu
Sveins sem smáskrýtin skemmtilegheit og
allar deilur þar um eru löngu þagnaðar.
Ekki var þetta þó neitt einsdæmi; lista-
menn á ýmsum öldum gerðu það gjarnan
að nota umhverfi og persónur sem þeir
þekktu í trúarlegar myndir.
Þriðja síðari tíma viðbótin við verk
Rögnvaldar eru steindir gluggar í kór. Þá
gaf Ludvig Storr kaupmaður í Reykjavík.
Hann hreifst mjög af kirkjunni en var
ekki allskostar ánægður með birtuna í
kórnum og taldi að steint gler mundi
bæta úr. Af öðrum gripum kirkjunnar má
nefna skírnarfont og predikunarstól;
hvorttveggja útskorið eftir Jóhann Björns-
son á Húsavík.
Kirkjan á
Stóra-Núpi
Þegar litið er á kirkjur Rögnvaldar Ól-
afssonar getur kirkjan á Stóra-Núpi í
Eystrihrepp talizt fremur til þeirra smærri.
En ástæðan til þess að ég minnist sérstak-
lega á hana er sú að ég álít hana vera
eitt bezta verk Rögnvaldar. Ekki þó að
utanverðu þar sem hún er með eins hefð-
bundnu lagi og hugsast getur, nema
kannski að því leyti að turninn, sem þó er
á sínum stað innanvert við gaflinn, er sex-
strendur og á honum 6 bogadregnir
gluggar. Þetta útlit er ekkert sem sérstaka
athygli vekur; auk þess þrengir tijágróður
svo að kirkjunni að hún nýtur sín ekki sem
skyldi.
En það er að innanverðu sem Rögnvald-
ur Ólafsson nær meistaratökum þótt í lít-
illi kirkju sé. Þar tengir hann útlitið aftur
í tímann með því að teikna kirkjuna í stíl
gamallar útbrotakirkju, sem fyrir var á
staðnum. Það var gamalkunnugt lag á
timburkirkjum frá fyrri öldum; þannig
voru til dæmis upp byggðar dómkirkjurnar
á Hólum og í Skálholti á miðöldum.
Stóra-Núpskirkja var vígð 1909. Hún
minnir að því leyti á Húsavíkurkirkju, að
bitamir og tréverkið er allt málað og litim-
ir, grænt, brúnt og gult, mynda einstak-
lega fallega heild, enda verk Ásgríms Jóns-
sonar. Stefán Eiríksson, nefndur „hinn
oddhagi" sá um allan útskurð.
Persónuleg tengsl mín við Gnúpveija-
hrepp hafa orðið til þess að ég hef oftar
komið í þessa kirkju en margar sem nær
eru. Finnst mér alltaf sérkennilegt og fal-
legt að sjá yfir kórnum gluggana þijá og
í gegnum þá uppí grasi vaxnar brekkurnar
ofan við Stóra-Núp. En skartgripurinn í
Stóra-Núpskirkju er altaristafla Ásgríms;
8