Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 7
SÍÐUMÚLAKIRKJA í Hvítársíðu í Borgarfírði, vígð 1916, er steinsteypt en hvorki stór né íburðar- mikil. Sérkennilegt er umfang turnsins borið sam- an við stærð kirkjunnar. Lj6sm.Lesbók/GS. LEIRÁRKIRKJA í Leirársveit í Borgarfirði, vígð 1914, er hefðbundin að lögun en á henni sjást eigin- lega ekki nein höfundareinkenni Rb'gnvaldar. Klæðningin utan á kirkjunni er síðari tíma verk. Ljósm.Lesbók/GS. KEFLAVÍKURKIRKJA, steinsteypt kirkja vígð 1914. Ein af stærstu kirkjum Rögnvaldar, tekur 300 kirkjugesti ísæti. Ljósm.Lesbók/ Björn Blöndal, Keflavík. HÓLSKIRKJA i Bolungavík, vígð 1908. Turninn ber svipmót Rögnvaldar en gluggaskipanin er frá-.. brugðin öðrum kirkjum hans. Ljósm.Lesbók/Gunnar Hallsson, Bolungavík. BILDUDALSKIRKJA, vígð 1906, er fyrsta stein- kirkja Rögnvaldar. Þótt hann næði góðum tökum á timburkirkjunum, var hann sannfærður um að steinsteypan væri framtíðar byggingarefni. Ljósm.Lesbók/ Helga Jónasdóttir, Tálknafirði. UNDIRFELLSKIRKJA í Vatnsdal, vígð 1915, byggð úr steini og sérkennileg í þá veru að svip- mikill turn er látinn standa út ár hlið kirkjunnar. Ljósm.Lesbók/Jón Sigurðsson, Blönduósi. KOTSTRANDARKniKJA í Olfusi, vígð 1909, stend- ur á áberandi stað viðþjóðveginn. Hér hefur Rögn- valdur unnið eftir mjög hefðbundinni forskrift. Ljósm.Lesbók/GS. HVANNEYRARKIRKJA í Borgarfírði, vigð 1905, erfallega staðsett við hús Bændaskólans á Hvann- eyri. Hefðbundið lag, en íburðarmikill turn setur svip á kirkjuna. Ljósm.Lesbók/GS. ÞJOÐKIRKJAN í Hafnarfírði, vígð 1914, stærsta steinkirkja Rögnvaldar. f steinkirkjunum reynir hann ekki að halda svipmóti timburkirknanna, en lætur steinsteypuna þess í stað njóta sín. Ljósm.Lesþók/ÞorkeII. af prýðilegustu guðshúsum þessa lands til sveita og söfnuði og sóknarnefnd til stór- mikils sóma." Hinsvegar brýnir biskup fyrir söfnuðinum hvílík nauðsyn sé á ofni með reykháf. Menn létu sig samt hafa kuldann um hríð, en 1939 lýsti sóknarpresturinn yfir því á fundi, að hann sjái sér ekki fært heilsu sinnar vegna að embætta í kirkj- unni nema hún verði hituð upp. Og árið eftir, 1940, var loks ráðin bót á því. Á 50 ára afmæli kirkjunnar voru ákveðnar viðamiklar viðgerðir og endurbætur, sem lokið var við 1958. Þá var ekki til komin sú virðing fyrir húsfriðun sem síðar hefur orðið, góðu heilli. Sumt var gert til góðs; annað sem gert var í góðum tilgangi reyndist vafa- samt, ef ekki verra. Sem dæmi um það má nefna, að heilar rúður höfðu verið settar í glugga, en Rögnvaldur hafði haft í þeim gluggapósta eins og myndin sýnir. í annan stað voru loftbitar klæddir af með olíusoðnu masóníti. Það hefur núna verið fjarlægt. Barið hefur verið í brestina með því að smíðaðir voru póstar, eftirlík- ing af þeim upphaflegu, og festir utan á rúðurnar. Þá var Húsfriðunarnefnd með í ráðum og á hennar vegum hefur Leifur Blumenstein gert úttekt á kirkjunni og áætlun um frekar endurbætur sem miða að því að viðhalda kirkjunni í sinni upp- haflegu mynd. Bagalegt er að teikningar Rögnvaldar virðast glataðar og engar ljósmyndir hafa verið teknar inni í kirkj- unni á fyrstu árum hennar. Búið er að endurnýja gólfið, einangra það og bæta undirstöður. Einangrun hefur verið sett í veggi, bitar í miðskipi endurnýjaðir, bekkir færðir í upprunalegt horf, en eftir eru viðgerðir á turni og endurbætur utan- húss eftir því sem fjármagn leyfír, segir Melkorka Benediktsdóttir í grein um end- urbyggingu Hjarðarholtskirkju í Dala- blaðinu 1990. Eins og myndin af Hjarðarholtskirkju ber með sér, er hún krosskirkja, en síðan lætur Rögnvaldur turninn fylla upp í eitt hornið og inngangurinn er þar. Fyrir utan oddbogana á gluggunum er kirkjan skil- getið afkvæmi þeirrar tízku í húsagerð, sem um aldamótin birtist í innfluttum húsum frá Noregi. Þar nær timburhúsið slíkri fágun að hún hefur ekki orðið meiri í annan tíma og hefur staðizt tímans tönn frábærlega vel. í þessum sama stíl teikn- aði Rögnvaldur einnig kirkjuna á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð; mynd af henni er á forsíðu þessa blaðs. HÚSAVÍKURKIRKJA Vífilsstaðaspítalinn er stærsta verk Rögnvaldar og mikilfenglegast þeirra húsa hans, sem voru steinsteypt. Eg vil hinsveg- ar líta svo á, að Húsavíkurkirkja sé kórón- an í sköpunarverki Rögnvaldar, fremst þeirra húsa s"em hann teiknaði áður en kom að tímabili steinsteypunnar og raunar vil ég telja hana eitt af þremur beztu verk- um íslenzkrar byggingarlistar, fyrr og síð- ar. Þótt ég geri mér ekki far um að sækja messur, hef ég talið það sjálfsagðan hlut að líta inn í Húsavíkurkirkju í hvert sinn sem leiðin liggur þangað. Og þótt þessi kirkja sé alltaf fremsta staðarprýði Húsa- víkur, er það þó fyrst og fremst að innan a + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.