Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 42
GLERBROT-úrsýninguÞjóðleikhússinsl995. Guðrán Gísladóttir og Anmr Jónsson íhlutverkum síimtn sem Sylvía Gellburg og Harry Hyman. Leikritaskáldið Arthur Miller EftirHAVAR SIGURJÓNSSON EIKSKÁLDIÐ Arthur Miller stendur á áttræðu, en ekki verður fundið að sköpunarkraftur hans hafí farið dvínandi með aldrinum. Þvert á móti er engu líkara en skáldið hafi gengið í endurnýj- un lífdaga þar sem nýjasta leikritið hans Gler- brot, 'sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, er sjö- unda verkið sem hann sendir frá sér á síðustu tíu árum. Arthur Miller er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og hann telst hiklaust í röð fremstu núlifandi leikrita- skálda. Arhur Miller er fæddur í Brooklyn í New York borgþann 17. október 1915. Foreldr- ar hans voru innfæddir bandarískir gyðing- ar af pólskum gyðingaættum. Uppeldi Millers var þó engan veginn gyðinglegt í trúarlegum skilningi og hann segir um þetta. „Auðvitað viðurkenni ég gyðingleg- an bakgrunn minn. Ég get ekki séð sjálfan mig án hans. En ekki í hefðbundnum skiln- ingi. Ég er ekki trúaður." Höfundarferill Millers spannar tæp sex- tíu ár, eða allt frá því hann samdi sitt fyrsta leikrit í Michiganháskóla í Ann Arbor árið 1936, leikritin eru orðin 27 talsins auk einnar skáldsögu, smásagna- safns, sjálfsævisögu, tveggja ferðabóka og fjölda greina um alls kyns málefni. Hann hefur einnig verið óspar á viðtöl um verk sín í gegnum árin og fróðlegt að sjá af þeim hvernig hugmyndir hans um eigin leikrit hafa breyst og þróast með tímanum. Hér er þó ekki ætlunin að rekja feril "Kans heldur beina sjónum að einstökum þætti í höfundarverki hans. Hvernig Miller á tímum kalda stríðsins hélt uppi merkjum hinnar tragísku hefðar og fann henni far- veg í kaldhæðnum tíðaranda eftirstríðsár- anna. SlÐAPOSTULI Hann hefur verið nefndur boðberi sann- leikans. Að leikrit hans fjalli öll um sann- leikann sem fólk verður fyrr eða síðar að horfast í augu við, hversu mikið sem það hefur logið, svikið eða blekkt sjálft sig og aðra í kringum sig. Honum hefur verið Miller tekur við harmleiknum þar sem Ibsen skildi við hann, með hetjuná sem fórnarlamb aðstæðana, en hann gengur lengra því nú er aðalpersónan ekki hetja, heldur eingöngu fórnarlamb. ARTHUR Miller. Ný mynd af leik- ritaskáldinu, sem nú stendur á átt- ræðu. líkt við sjálfan Shakespeare að því leyti að í verkum sínum nái hann að tengja saman persónulegt siðferði og almennt siðferði, enda hafa sumir kallað hann siðapostula. Sjálfur segist hann ekki geta skrifað leik- rit nema til staðar sé þörfin til að segja eitthvað, koma einhverju á framfæri og eiga jafnframt eitthvert erindi við áhorf- endur. Höfundur méð slíka köllun getur auðveldlega fallið í þá gryfju að gera per- sónur sínar að málpípum fyrir skoðanir sínar, rúnar öllum trúverðugleika sem sjálfstæðar persónur. Miller hefur svosem verið sakaður um þetta. Traustasta vís- bendingin um hversu tilhæfulausar slíkar ásakanir eru, liggur í þeirri einföldu stað- reynd að persónur leikrita hans lifa sjálf- stæðu lífi, bæði á leiksviðum heims- byggðarinnar og ekki síður í hugum þeirra milljóna manna sem hafa bæði séð þær og lesið. Þannig er óhætt að segja að boð- skapur Millers sé fólginn í aðstæðum per- sóna hans, athöfnum þeirra og viðbrögðum við þessum aðstæðum, og hvaða afstöðu við áhorfendur tökum gagnvart þeim, bæði tilfinningalega og vitsmunalega. Stundum getur þetta tvennt stangast full- komlega á. Við finnum til með persónunni en erum athöfnum hennar og viðbrögðum ósammála. Ef við tökum leikpersónu trú- anlega að þessu marki er ekki lengur spurning um hvort höfundi hafi tekist vel upp við persónusköpunina. Við erum hætt að eiga samtal við höfundinn en höfum snúið okkur beint að leikpersónunni. Hún er fullsköpuð. LOKSINS HARMLEIKUR Þegar Sölumaður deyr var frumsýnt í New York 1949 voru margir sem töldu að loksins hefði tekist að skrifa nútíma harmleik. Að Arthur Miller hefði höggvið á hnút með þessu leikriti sem verið hafði óleystur að margra mati um langt skeið; hvernig átti að skrifa trúverðugan sam- tímaharmleik fyrir vestræna borgarastétt sem hafði upplifað tvær heimstyrjaldir og bar enga virðingu fyrir og hafði takmark- aðan áhuga á kóngum, prinsum í harm- leikjum fyrri alda. Þeir sem töldu „Sölumanninn" ekki standast mál sem harmleik sögðu það of væmið, tilfinningasamt og aðalpersónan of lítilsigld til að geta talist verðug hetja harmleiks. Á móti var gjarnan spurt hvort Willy Loman hefði staðist prófraun harm- leiksins hefði hann verið forstjóri. En hvað er harmleikur? Hvernig skiljum við orðið sjálft? Harmleikur. Er það leikrit sem fyllir okkur, áhorfendurna, harmi? Eða eru það persónur leiksins sem fyllast harmi? Með öðrum orðum, hver er harmi sleginn í lok leiksins? Eru það við áhorfend- urnir, eða aðalpersónan - sem reyndar er oftast dauð í lokin - eða persónurnar sem eftir lifa? Og hvers konar harmur er þetta? Er þetta sorg eða depurð, eða er þetta einhvers konar yfirvegaður alvöruþrung- inn skilningur á þeim aðstæðum sem leik- ritið hefur lagt fyrir okkur? Hvað er harm- ur í þessari merkingu? í daglegu tali eru samheiti harms; sorg, dapurleiki, samúð og jafnvel meðaumkun. Þetta eru um leið þær tilfinningar sem við búumst við að bærist með okkur þegar við setjumst í leikhúsið og horfum á leikrit sem ber yfir- skriftina harmleikur. Til þess að kveikja þessar tilfinningar verðum við að geta skilið persónuna, eða við verðum að kann- ast við aðstæður hennar, eða við verðum að hafa forsendur úr eigin reynslu til að setja okkur í spor persónunnar, eða allt þetta samanlagt. Þetta er sú krafa sem við, áhorfendur í dag, gerum til harm- leiks, en við skulum hafa í huga að þetta er nútímaskilningur, því það er alls ekki svo að hann hafi ávallt verið þessi. Ham- let, Lér og Makbeð uppfylla þessi skilyrði að nokkru leyti, nægilega mikið að minnsta kosti til að eiga ennþá erindi við okkur, metnaður Makbeðs til valda er skiljanleg- ur, sektarkennd hans sömuleiðis, en að- stæður hans og gjörðir eru tæplega eitt- hvað sem við getum fundið í eigin reynslu. Flestir grísku harmleikjanna lúta öðrum lögmálum og uppfylla ekki ofannefnd skil- yrði nema nánast fyrir tilviljun, enda er viðkvæðið gjarnan; ég skil ekki hvað er svona sorglegt við þetta? Mjög ómakleg ummæli þar sem viðfangsefni þeirra er í rauninni allt annað, þó ekki verði farið lengra út í þá sálma hér. Til að fínna Miller stað í harmleikja- dramatíkinni er nauðsynlegt að lita við hjá Henrik Ibsen, sem með réttu getur talist lærimeistari Millers og fyrirmynd að sumu leyti. Ibsen skrifaði fyrir borgarastétt 19. aldarinnar og skapaði harmleiki þar sem hin harmræna skynjun liggur í löngun persónanna til að gæða líf sitt tilgangi, til að leiðrétta rangindi, til að slíta inni- haldslaus tengsl og hvernig þessi löngun 42

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.