Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 5
BRÆÐIiATUNGUKIRKJA í Biskupstungum, vígð 1911, hefur naumast stærð eða glæsileika sem rímar við sögu staðarins. Auðséð er að litiu hefur verið til kostað. Oddbogar á gluggum er nánast einasta kennimark Rögnvaldar. í kirkjunni er gamall predidkunarstóll og útlend kvöldmáltíðarmynd yfir altari. Ljósm.Lesbók/GS. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA á Ólafsfirði, steinkirkja vígð 1915. Glæsileg kirkja með hefðbundnu sniði, en formið ofantil á turninum er öðruvísi en á öðrum kirkjum Rögnvaldar. Þessi kirkja erjafnframt sú síðasta sem hann teiknaði. Ljósm.Lesbók/ Sigurður Björnsson, Ólafsfirði. ÞINGEYRARKIRKJA að innanverðu, vígð 1910. Hún er nokkuð sér á parti meðal kirkna Rögnvaldar vegna þess að hún er bæði úr steinsteypu og timbri. A þann hátt nær Rögnvaldur að gæða kirkjuna þeim þokka sem t.d. minnir á Stóra-Núpskirkju. Altaristaflan er eftir Þórarin B. Þorláksson. Ljósm. Lesbók/Kristinn Jens Sigurþórsson, Þingeyri. RÖGNVALDUR Ólafsson. Enda þótt hann virðist vera talsvert fullorðinn á myndinni, varð hann ekki nema 43 ára og starfsferill hans var að- eins 12 ár. Ljósm. Myndadeild Þjóðminjasafnsins. NÁMS- OG Starfsferill Rögnvaldur Ágúst Olafsson fæddist að Ytrihúsum í Dýrafirði 5. desember 1874. Foreldrar hans voru Ólafur Sacharíasson bóndi og kona hans, Veróníka Jónsdóttir. Þau fluttust til ísafjarðar og þar ólst Rögn- valdur upp. Skólaganga hans hófst í seinna lagi; hann las undir skóla hjá Þorvaldi prófasti Jónssyni og settist í Latínuskólann í Reykjavík tvítugur að aldri, 1894. Rögn- valdur var framúrskarandi námsmaður og varð efstur í fjórum bekkjum skólans. Stúdentsprófi lauk hann aldamótaárið og síðan prófi í heimspeki frá Prestaskólan- um. Til er svofelld lýsing skólabræðra Rögnvaldar á honum: „Rögnvaldur Ágúst Ólafsson er meðalmaður vexti, heldur ófríður sýnum, en sviphýr og brosleitur, fölleitur og grannleitur, nefstór nokkuð og nefið einkenniiegt. Gáfaður vei, enda námsmaður einhver hinn besti. Lipur maður í viðkynningu og lundgóður. Kátur og skemmtilegur í viðræðum enda fróður mjög og sagði hann sögur manna best. Hermdi vel eftir mönnum. Hafði mikinn hugá byggingafræði oglas mjögþá grein. Teiknari góður. Gaf sig nokkuð að skóla- málum en þótti þar nokkuð óákveðinn og flokkafylgjumaður engi. Var ritari „Framtíðarinnar", í stjórn íþöku og for- seti bindindisfélagsins. Reglumaður í hví- vetna. “ Framsýnir menn sáu að þarna fór efnis- maður sem hafði sérstakan áhuga á húsa- gerð og það varð til þess að hann hlaut nokkurn styrk úr landssjóði. Hélt Rögn- valdur utan til Hafnar haustið 1901 til náms í húsagerð við De Tekniske Selska- pers Skole. Það var þriggja ára undirbún- ingsskóli í almennri teikningu fyrir verð- andi iðnaðar- og listamenn. Sýnir það vel áherzluna á teiknikunnáttu; einnig fyrir iðnaðarmenn. Það var í þessu námi að Rögnvaldur kenndi fyrst berklaveikinnar, sem varð til þess að hann gat ekki stundað námið eins og hann hefði kosið. Ugglaust hefur Rögn- valdur ekki farið nægilega vel með sig; hann vann með náminu og teiknaði um tíma hjá prófessor Fenger, sem var fræg- ur húsameistari í Kaupmannahöfn. Vetur- inn 1903-04 ágerðust veikindi Rögnvaldar svo mjög að hann varð að hætta námi vorið 1904 og kom þá heim án þess að hafa lokið prófum frá teikniskólanum, og án þess að komast í nám við Konunglegu listaakademíuna. Nærri má geta hver vonbrigði það hafa verið fyrir þennan bráðgáfaða unga mann, að verða að hverfa heim frá námi. Leið hans lá vestur á ísafjörð og þar var hann sér til hressingar hjá móður sinni um tírna. Ólafur faðir hans var hinsvegar látinn. En þrátt fyrir allt var Rögnvaldur kom- inn heim sem réttur maður á réttum tíma. Árið 1904 markaði veruleg tímamót. Bæði höfðu aldamótin og sá áfangi, að íslend- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.