Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 38
„KATLA“ fermd í Reykjavíkurhöfn, 1935. Úr hitmi ófullgerðu og misheppn-
uðu Islandkvikmynd Fiskimálanefndar.
SALFISKBREIÐSLA í nágrenni Reykjavíkur. Hvítar ilmandi saltfiskbreiðurn-
ar og kvennamergðin sem vann við saltfiskverkunina hlýtur að hafa verið
mikilfengleg sjón.
myndarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið í
sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, sem þess-
ari aðferð var beitt. Fáeinum árum síðar
bjó Loftur til fyrstu auglýsinguna til sýning-
ar í kvikmyndahúsi (Smárasmjörlíki). Bíó-
Petersen, forstjóri Gamla Bíós, tók frétta-
mynd á hátíðinni en kvikmynd hans mun
hafa misheppnast og þar með lagðist frétta-
kvikmyndagerð á vegum Gamla Bíós niður.
Alþingishátíðin var atburður, sem menn
vildu sýna umheiminum og því voru þama
franskir kvikmyndagerðarmenn, sem tóku
viðamikla mynd af hátíðarhöldunum, auk
þess sem nokkrar verðmætar þjóðlífsmyndir
t.d. úr Reykjavík fylgdu með. Vestur-íslend-
ingar sem komu á hátíðina höfðu meðferðis
16mm kvikmyndatökuvélar til myndatöku á
ferðalagi sínu frá Kanada til íslands og á
hátíðinni. Hér er um eins konar ferðamynd-
ir að ræða. Ein þessara mynda, Alþingishá-
tíðarmynd Vestur-íslendingsins, Haraldar
V. Johnson, er merkileg fyrir þá sök að
hluti hennar er í lit, skv. frumstæðri tækni
og er líklega fyrsta litkvikmyndin, sem tek-
in hefur verið á íslandi.
Ferðamyndir
(Travellogues,
TRAVELTALKS)
Allan íjórða áratuginn er það eftirtektar-
vert, hve mikið er um kvikmyndatökur á
vegum útlendinga á íslandi. Þetta skýrist
að nokkru leyti af vaxandi áhuga á íslandi
sem ferðamannalandi og afskekktri legu
þess á jaðri siðmenningarinnar. Jafnvel þótt
Guðmundur Kamban, Bjami Jónsson frá
Galtafelli og fleiri hafi sýnt fram á að þess-
ar myndir eigi til að gefa ranga mynd af
landi og þjóð, þá er hvort tveggja áhuga-
vert fyrir okkur í dag að meta þessa gagn-
iýni samtíðarmanna í ljósi liðins tíma og
skoða heimildagildið, sem þessar myndir
hafa fyrir okkur nú. Enn er eftir mikið
óunnið starf hjá Kvikmyndasafni íslands við
að reyna að hafa upp á týndum myndum
og útvega eintök af þeim myndum, sem
þegar er vitað um í söfnum erlendis en
þegar allt er talið saman, þá er íjórði áratug-
urinn sennilega það tímabil sem við eigum
ríkulegustu landssýnina af í lifandi myndum
fyrir daga sjónvarps. Ferðamyndir útlend-
inga eiga sinn stóra þátt í því. Ferðamynd-
in, sem Guðmundur Kamban gagnrýndi í
Alþýðublaðsgrein sinni, var tekin sumarið
1932 og var kvikmyndatökumaðurinn far-
þegi með skemmtiferðaskipinu „Carinthia",
sem hafði viðdvöl í Reykjavíkurhöfn. Um
svipað leyti var annað skemmtiferðaskip
„Kungsholm" þar á ferð með kvikmynda-
tökumann frá Griffíth-félaginu innanborðs.
Sá fór einnig í land með myndavél sína og
kvikmyndaði m.a. glímu á Austurvelli og
böm að dansa víkivaka i tijágarði Hressing-
arskálans. Það fylgdi fréttinni að þessi
mynd, eins og MGM-myndin, yrði sýnd út
um allan heim. Tveimur mánuðum síðar var
sýnd íslandskvikmynd á íslandsviku í Stokk-
hólmi, þar sem Guðmundur Kamban var
meðal annarra með fyrirlestur. Ekki er Ijóst
hvaða íslandsmynd þetta hefur verið en
þama er vísir að því að Islendingar fari að
nota kvikmyndina til að kynna ísland erlend-
is. „Atlantshafsflug Italo Balbo“, 1933, sem
lýsir hnattflugi flugsveitar ítalska flugliðs-
foringjans Balbo með viðkomu á íslandi
sver sig kannski ekki alveg í flokk ferða-
mynda, heldur stendur nær áróðursmyndun-
um, sem raddu sér nú til rúms. ísland kem-
ur við sögu í þýsku „vikufréttayfírliti" (Woc-
henschau) frá 1935 og 1938, sem varðveitt
er í Bundesarchiv í Koblenz í Þýskalandi.
Við vitum ekki enn hvaða myndir þessar
fréttasyrpur hafa að geyma. I þessu kvik-
myndasafni era einnig varðveittar íslands-
kvikmyndir, sem gætu verið ferða- eða
kennslumyndir („Auf Islándische Vogel-
bergen", „Ein Ritt zum Grofien Geysir auf
Island" og „Vulkanische Erscheinungen af
Island“).
íslandsmynd dr. Victor Hoffmans frá
áranum 1935 - 1938 virðist skv. frétt Morg-
unblaðsins vera dæmigerð ferðamynd. Hinn
27. júlí 1938 héldu dr. Hoffmann og Joach-
im sonur hans sýningu á íslandsmynd sinni
í Gamla Bíói, sem var tekin á 16 mm fílmu
og þar af sumt í Iit en fram kemur í frétt-
inni að myndin hafí verið sýnd í Berlín og
Prag með fyrirlestram og að með henni
hafí verið „vakin athygli á Iandi og þjóð“.
Þessi mynd er týnd en nafn dr. Hoffmanns
kemur upp síðar í sambandi við kostuleg
mál dr. Burkerts sem vann að gerð „menn-
ingarmynda" á íslandi um miðjan áratuginn
og nánar verður vikið að. Fleiri myndir
mætti nefna eins og „íslandsmynd Onnu
Weber“, kvikmynd um heimsókn krónprins-
hjónanna dönsku til íslands 1938 (týnd),
„Islandsmynd Mark Watson (týnd), „ís-
landsmynd" Tage Nielsen, forstjóra Pallad-
ium (varðveitt í danska kvikmyndasafninu),
„íslandsleiðangur Nielsens á Vatnajökul"
1936, „íslandsmýnd Nissen", 1939 (varð-
veitt hjá danska sjónvarpinu) og „íslands-
myndir Knudsens greifa" (týndar). Við
þessa myndaflóra bætast síðan kennslu-
myndir um afmarkaðra efni.
Kennslumyndin
Gerð kennslumynda efldist mjög víða um
lönd á fjórða áratugnum og verða Þjóðveij-
ar stórveldi á því sviði. Árið 1935 kom þjóð-
veijinn dr. Erik Daudert hingað til lands á
vegum eins helsta framleiðslufyrirtækis
kennslumynda í Þýskalandi, Reichsstelle fur
den Unterrichtsfílm. Daudert gerði kennslu-
mynd um fuglalíf í Vestmannaeyjum, „Auf
Isíándische Vogelbergen", og aðra mynd
um saltfiskverkun, „Klippfíschgewinnung
auf Island", 1935. Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi aðstoðaði Daudert við mynda-
tökur í Vestmannaeyjum og minnist þess
að Daudert hafí einnig kvikmyndað uppi á
landi. Seinna gaf Daudert kvikmyndir sínar
hinu ört vaxandi Fræðslumyndasafni ríkis-
ins, sem beitti sér fyrir notkun kennslu-
mynda í skólum.
„MENNINGARMYNDIN"
(KULTURFILM)
- DR. Burkert
Svonefndur doktor Paul Burkert er áreið-
anlega kostulegasta persónan í hópi þeirra
útlendinga, sem voru við kvikmyndatökur á
íslandi á fjórða áratugnum. Margt er enn
á huldu í sam.bandi við kvikmyndagerð hans
og önnur áform en ævintýraleg saga hans
og tengsl við Himmler, lögreglustjóra Hitl-
ers, er rakin í bók Þórs Whiteheads sagn-
fræðings sem fyrr er getið. Burkert ferðað-
ist um ísland sumrin 1934 og 1935. Skv.
fyrstu ferðabókinni, sem hann skrifaði um
íslandsferðir sínar og út kom árið 1935, var
tilgangur þessara leiðangra hans (Der Dr.
Paul Burkert Island Expedition) vísindaleg-
REYKJA VÍK í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Kvikmyndagerð í miðri
kreppunni á vegum opinberra aðila varð að tæki í höndum pólitísks ævintýra-
manns, sem átti sér það takmark, að koma íslandi undir þýskt vald.
GUÐMUNDUR Kamban, skáld og
rithöfundur. Hann átti að baki
gerð tveggja leikinni kvikmynda,
þegar hann tók að sér að skrifa
handrit og stjórna gerð tslands-
kvikmyndar Fiskimálanefndar.
ar athuganir, öflun þjóðháttalegrar þekking-
ar og framleiðsla „menningarkvikmynda"
(Kulturfilm). í ferðabók sinni harmar Burk-
ert þverrandi áhuga á „menningarkvik-
myndinni" sem í hans huga er sjálf „sann-
leikskvikmyndin" (Wahrheitsfilm), þ.e. kvik-
myndagrein, sem fæst við að sýna líf fólks
og það sem fólk er að fást við sannleikanum
samkvæmt. Það hafi gengið illa að fá fé til
framleiðslu slíkra mynda en þetta sé hins
vegar að breytast með nýjum valdhöfum.
Fólk muni smám saman komast að raun
um að hægt sé að njóta slíkra kvikmynda,
þótt þær byggist ekki á æsingi leiknu mynd-
anna.
Þegar Burkert kom aftur til íslands 1935
sýndi hann óklippt efni úr íslandsmynd sinni
í Nýja Bíói og má skilja frásögn blaða-
manns svo að um sé að ræða eina íslands-
mynd, sem enn eigi eftir að taka viðbótar-
efni í, einkum af atvinnuvegum þjóðarinn-
ar. Sagt er frá myndinni eins og Burkert
hafi sjálfur tekið hana, sem er rangt en
hefur getað þjónað hagsmunum hans þá.
Fjórar kvikmyndir, merktar Burkert leið-
angrinum, hafa varðveist en heimildir Þórs
Whiteheads segja raunar að þær hafí orðið
fímm talsins og vantar þá eina í safnið.
Mestar líkur era samt á því að enn séu
ekki öll kurl komin til grafar í þessum efn-
um. Kvikmyndir þær, sem hér um ræðir
era: Schiffahrt und Fischfang auf Island
(Sjósókn og fískveiðar við ísland), Sommer
auf Island (Sumar á íslandi), Islandssomm-
er (íslandssumar), Unheimliche Erde (Ógn-
vekjandi jörð). Fram kemur í þessum mynd-
um að framleiðandi allra þeirra nema Is-
landssommer sé Tobis Kulturfilm, sem
heyrði á þessum tíma undir áróðursmála-
ráðuneyti Goebbels. Ýmislegt gæti samt
bent til þess að Tobis hafí ekki komið við
sögu þessarar kvikmyndagerðar í upphafi.
Kvikmyndatökumaður var Frank Albrecht
og geymir ferðabók Burkerts lýsingu á sam-
starfí þeirra við kvikmyndatökur á saltfisk-
reit. Þetta er skemmtileg samtímaheimild
um þau vandamál sem mættu kvikmynda-
tökumönnum hér á landi á þessum tíma.
Þeir glíma við forvitni verkafólksins, sem
horfír beint inn í vélina og duttlunga sólar-
innar, sem kemur og fer o.fl. Frásögnin
gefur til kynna hvemig fólkið, sem smám
saman venst kvikmyndagerðarmönnunum
og ilmandi hvítar saltfískbreiðurnar koma
útlendingunum fyrir sjónir.
Frank Albrecht, sem tók prýðilegar
myndir, virðist ekki hafa verið með í för
Burkerts árið 1935, þótt ekki sé það útilok-
að en á því ári segir eingöngu af kvikmynda-
töku Burkerts sjálfs. Hins vegar eru heimild-
fr um að dr. Burkert hafí lítt eða ekkert
kunnað fyrir sér í kvikmyndatöku. Sá lodda-
raskapur gæti helgast af því að hann er
þá með stórbrotnar pólitískar ráðagerðir á
pijónunum, sem áttu eftir að draga dilk á
eftir sér og flækja Guðmund Kamban, boð-
bera íslenskrar kynnisstarfsemi, í net hins
þýska ævintýramanns og stórsvindlara, sem
nú kynnti sig sem doktor í ljósmyndun, illu
heilli fyrir Guðmund eða öllu heldur hina
nýstofnuðu Fiskimálanefnd, sem tók til
starfa þetta vor og hafði það meginverkefni
að fínna nýjar leiðir í markaðsmálum.