Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 20
I 4 „ÓLAFUR muður/ ætlarðu suður?“ gæti verið texti við þessa mynd eftir Söndru Karen Ragnarsdóttur, 8 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. TVÆR skessur á heimleið með mennska menn. Eftir íris Yok Gilbertsdóttur, 7 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. il. Þar gerðist hún hið versta óvætti og grandaði ferðalöngum (ÓÞ:154). Katla bú- stýra í Þykkvabæjarklaustri var ekki fas- minni þegar hún komst að því að Barði vinnumaður hefði stolið hlaupabrók hennar. Gerði hún sér lítið fyrir, drekkti Barða í sýrukeri, og lét hann liggja þar til vors. En þegar minnkaði í kerinu, og sýnt þótti að senn myndi „brydda á Barða“ tók hún á rás og steypti sér ofan í Kötlugjá. Urðu við það jarðeldar í jöklinum og hlaup sem eyddi byggð við Alftaver á svokölluðum Kötlusandi. (JÁ 1:175-176) Andhiti Og ástleitni Skapsmunir trölla - líkt og annarra vætta - koma skýrast fram í andhita þeirra. Með andhita er átt við þann eiginleika að geta lagt á menn ógæfu eða vegsemd án þess að um sé að ræða hrein galdrabrögð. Ánd- hita fylgir mikill tilfinningaþungi og af hon- um höfðu tröllkonur nóg, einkum þegar þær hylltu til sín unga karlmenn - því vergjarn- ar voru íslenskar skessur og djarftækar til karla. Því kynntist unglingspilturinn Runki, sem einhverju sinni fór með nokkrum mönnum í kolskóg og lágu þeir í tjaldi nærri gljúfri einu. Eina nóttina upphófust mikil svefn- læti í Runka, hristist hann og skalf, og færðist óðum út undir tjaldskörina. Félagar hans reyndu að halda honum en gekk það ekki of vel. Einn þeirra hljóp út úr tjaldinu og sá þá stórkonu standa á gljúfursbarmin- um. Fálmaði hún höndunum til tjaldsins og dró að sér. Maðurinn greip bitra skógaröxi og hljóp að henni með reidda öxina. Hvarf hún þá í gilið, en Runki róaðist. Nokkrum dögum síðar rann aftur æði á Runka og náðist hann þá á gilbrúninni. Gaf hann þá skýringu að konan sem sig hefði dreymt hefði rétt sér hönd, og hann þá orðið ósjálf- ráður. Hann varð aldrei samur maður og alltaf þráði hann í gilið tii skessunnar eftir þetta. (ÓÞ: 144-146) Náttúran Kallar Sálskýrendur hafa löngum bent á það, að í ævintýrum sé að fínna dulbúna úrvinnslu óræðra tilfínninga sem bærist með hverjum og einum. Kynjaverur ævintýranna og at- burðarás þeirra sé dulbúin framsetning á þeim hugmyndum sem einkum böm og óhörðnuð ungmenni geri sér um heiminn. Risamir séu t.d. holdgervingar fullorðna fólksins í augum barna. Ekki þarf mikið hugarflug - eða sálrænt innsæi - til þess að sjá í íslenskum tröllasögum óttablandna löngun ungra karlmanna til kvenna og hve fyrsta kynlífsreynslan getur vaxið mörgum þeirra í augum. Við sjáum líka að náttúran kallar á unga karlmenn allra stétta. Jafnvel prestamir áttu það til að tryllast í miðri prédikun og kveða við raust um leið og þeir hlupu á fjöll í faðm stórkonunnar: Takið úr mér svangann og langann; nú vil ég að gilinu ganga, takið úr mér vilin og svilin; fram ætla eg í Mjóvafjarðargilið. (ÓÞ: 143-144) KVENNASAMSTAÐA Það er viðtekin skoðun að þjóðsögur miði að því að staðfesta ríkjandi hugmyndir og festa í sessi. Um leið hafa þjóðsagnafræðingar orðið þess varir að margar þjóðsögur fela í sér dulinn boðskap - sem oft birtist í hneigð sagnanna fremur en byggingu þeirra. Þau átök sem oft verða milli karlmanna og tröllkvenna em dæmi JÓLANÓTT - Skessa komin til mannabyggða og hefur komið auga á mann. Eftir Berglindi Hauksdóttur, 9 ára, Kársnesskóla í Kópavogi. SKESSA með sex hendur hefur náð manni. Eftir Sverri Má Bjarnason, 7 ára, Árbæjarskóla í Reykjavík. um augljósa togstreitu í þjóðsögum. En að baki þeim átökum skín oft í gott samkomulag milli þeirra tveggja kvenþjóða sem byggja landið. Samheldni kvenna er einkum við bragðið í álfasögum, þar sem mennskar konur og huldur hjálpast að í þrengingum og bamsfæðingum, því svo virðist sem þarnsfæðingar í læknislausu landi hafí krafíst skilyrðislausrar samstöðu (GB:336). Um það höfum við einnig allmörg dæmi úr tröllasögum. Til eru sögur af mönnum sem gera sér leik að því að glenna sig í fótspor jóðsjúkrar skessu, og gera grín að. Hefnist þeim grimmmilega fyrir flím sitt og læti. í sama anda er það álitið níðingsvérk að neita þungaðri skessu um aðstoð, en mikið gæfuverk að hjálpa henni: Það er því ljóst að þótt margar þjóðsögur greini frá átökum manna og vætta - og að niðurstaða þeirra átaka feli oft í sér sigur mannfélagsins - þá miðla margar vættasögur samúð og samkennd með þeim sem verður undir í viðureigninni. Dæmi um það era tvær sögur af ástum vætta og manna, sem nú verða skoðaðar nánar. ÁSTIR VÆTTA OG MANNA Selmatseljan er saga af ungri heimasætu sem lendir í indælu ástarævintýri með fallegum huldusveini í selinu eitt sumar. Hún verður barnshafandi og leynir þunga sínum. Ljúflingurinn aðstoðar hana á laun við fæðingu barnsins og tekur það til sín, en hún snýr aftur til lífs og starfa í mannheimi. Föður hennar grunar sitt af hveiju, fínnur henni mannsefni og þröngvar henni í hjónaband. Er svo allt með kyrrum kjöram þar til dag einn að á bæinn koma tveir menn til veturvistar, annar eldri en hinn yngri. Húsfreyja vill ekkert af þeim vita og helst ekki hitta þá, en svo fer þó um síðir að hún er neydd til þess að heilsa þeim eða kveðja. Fallast þau þá í faðma, vetrarmaðurinn og húsfreyja og springa bæði af harmi. Var þar þá kominn ljúflingurinn með son þeirra frá því í selinu forðum. í sögunni um Ragnhildi matselju og skessusoninn kemst Ragnhildur matselja í kynni við hálftröll nokkurt, frítt og föngulegt og góðum gáfum gætt. Eins og við er að búast sækir hann mannseðlið í karllegginn, en tröllskapinn í móðurætt. Ofugt við aðfarir selmatseljunnar í álfasögunni ákveður Ragnhildur að leita samþykkis föður síns - hún fylgir m.ö.o. reglum karlveldisins og lætur föður sinn ráða. Það gefst henni vel, því hann fellst á ráðahaginn. En móðir brúðgumans - tröllskessan í fjallinu - er ekki jafnhrifin. Tengdadóttirin tilvonandi grípur þá til þess ráðs að færa henni vænan stamp af skyri og mjólk til að mýkja kerlu. Það tekst, sú gamla verður léttbrýn og tekur greypilega til matar og fyllir sig vel, þakkar síðan fyrir matinn, kastar kveðju á Ragnhildi oggengur burt. Var hún seinfær því hún hafði borðað heldur freklega. Á heimleiðinni hittir hún son sinn á háum hamri, og er harla kát yfir þeim ágætu móttökum sem hún fékk hjá tengdadóttur sinni tilvonandi. Hann kvað sér það vel líka, en þegar þau snúa sér við og ætla þaðan reilcar kerling á fótunum með fyllina, en hann bregður við hart og hrindir á eftir svo kerling hrýtur fram af og stóð ekki upp framar. (JÁ 111:257). Hér sjáum við glöggt hvernig konurnar tvær, önnur tröll en hin mennsk, ná að mynda tengsl sín á milli, þvert á landamæri hugar og heims. Öðru máli gegnir um 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.