Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 18
VALDIMAR Bríem á yngrí árum VALDIMAR Bríem á efri árum. Mörg- sínum. um fannst hann hafa það „postullega “ útlit sem sæmdi sálmaskáldi. inni. Þau eru öll hugleiðingar manns frá þeim árum, sem ísland var vínlaust að lög- um. Skammdegisvísur Vetrar-nóttin norðurstranda neyð og ótta mörgum býr; Gýmis Ijótt er ginið þanda, gleypir skjótt öll ljósin hýr. Stormur ærist, titra tindar, trylldur særir freðinn svörð. Kári hlær að kulda lindar, króknuð nær er gödduð jörð. Nauðga tekur ógnar-afíi ofur-frekur bera slóð snær, og þekur skýja-skafli, skelfmg vekur allri þjóð. Sjórinn æðir, sundin drynja, sífellt mæðir högg á strönd, siglur bæði’ og hamrar hrynja, hafið flæðir yfir lönd. Sviptur öli í rómi rámur raunatölur þurr eg syng, hími fölur, grár sem Glámur, geispa / kvöl og örvænting. Þýðingin er með sama bragarhætti og frumkvæðið að öðru leyti en því, að Valdi- mar skreytir allar ljóðlínumar með miðrími, en í latneska kvæðinu er það aðeins á stöku stað. Þegar hér er komið sögu var Valdimar að mestu hættur allri alvarlegri ljóðagerð. En bragleikni sinni hélt hann alla ævi. Til marks um það skal nefnd ein bragþraut, sem hann Ieysti sér tii gamans í elli sinni. Honum barst í hendur vísa, sem gerð var til að skopast að því fyrirbæri, sem á fræðimáli er kallað tmesis. Það er þegar orð eru slitin sundur og öðmm skotið inn í þau — oftast rímsins vegna. Aðsenda vísan var um Alexander mikla og hljóðaði svo: Arkipela - yfir - gus öðling sigla náði, fjöllum - Káka - frammi í - sus fólkorustu háði. Valdimar fannst vísan ekki nógu dýrt kveðin og orðin ekki nægilega sundurslitin. Hann gerði því þessa bragarbót: Arki - sjáinn yfir - pela - öðling frá ég sigla - gus Hann við Gága - harða - mela hosti - máir líf af - bus. V. „ÉG VAR SOLDIÐ MÓÐINS ElNU SlNNI" Einhvern tímann þegar við sonarböm Valdimars leiddum talið að skáldskap hans lét hann þessi orð falla: „Eg var soldið móðins einu sinni.“ Þetta sagði hann ofur eðlilega og án allrar beiskju. Það leikur ekki á tveim tungum, að skáld- hróður Valdimars var langmestur fyrsta áratuginn eftir að Sálmabókin 1886 kom út. Útkoma þeirrar bókar var mikill persónu- legur sigur fyrir Valdimar. Fram að þeim tíipa var hann lítt kunnur að Ijóðagerð, en nú flugur sálmar hans í einu vetfangi um allt land. Sumir þeirra urðu strax mjög vin- sælir og hlutu ömggan sess við guðsþjón- ustur, bæði í kirkjum og heimahúsum, og fjöidi fólks lærði þá utan að. Ekkert þeirra ritverka, sem síðar komu út eftir Valdimar, fékk neitt svipaðar undir- tektir eða viðurkenningu. Skáldhróður hans hlaut því að fara dvínandi. Hér kom fleira til. Síðustu ár aldarinnar sem leið urðu eins konar kynslóðaskipti með skáldum á íslandi. Flest skáld 19. aldar vom þá dáin eða farin að syngja sitt síðasta vers — utan Matthías einn, sem stóð af sér allar stefnur og strauma. í staðinn var risin upp ný skáldakynslóð — með ólík sjónarmið og viðhorf og þá Einar Benediktsson og Þorstein Erlingsson í fararbroddi. En Valdimar var að sjálfsögðu bam eldri kynslóðarinnar. Einnig verður sú breyting á þjóðlífinu smám saman, að sálmar skipa ekki sama rúm í huga fólks og þeir höfðu áður gert og almennur áhugi á löngum söguljóðum fór minnkandi á næstu ámm eftir að Biblíuljóð komu út. Allt þetta vissi Valdimar ofur vel. En hann vissi líka, að hann sjálfur var vinsæll og vel metinn maður í þjóðfélaginu — og sálmar hans nutu sömu vinsælda og áður hjá því fólki, sem á annað borð unni sálm- um. Honum fannst því engin ástæða tii annars en vera ánægður með tilvemna. Skáldskapur Valdimars frá skólaárum er að vísu óþroskaður, en ber þó á pörtum vitni um óvenjulega hæfileika ungs manns — ekki síst kvæðin í skopleiknum I jólaleyfinu, sem hann samdi átján ára gamall. I sálrrium sínum var Valdimar um of háður því starfi að sinna margvíslegum þörfum kirkjunnar og í Biblíuljóðum sneið hann sér allt of víðan stakk. En bestu sálmar hans og bestu kvæðisbrot í Biblíuljóðum sýna hvað í honum bjó. Máli mínu til stuðnings set ég hér um- mæli tveggja höfuðskálda, sem honum vora samtíða. Einar Benediktsson segir í gagn- rýni á Biblíuljóðum: „En áður en lengra er farið út í það að dæma kveðskap þessa höfundar, skal það tekið skýrt fram að glöggur munur er hér gjörður á því hveija gáfu og kunnáttu til skáldskapar höfundar hafi og hinu hvernig ýmis af ljóðum hans eru gjörð. Enginn, sem les sálma hans eða „Biblíuljóð", getur efast um, að hann gæti ort mikið betur, ef hann léti sér nógu annt um að láta ljóðin sín heldur vera færri og betri." Einar hafði að sjálfsögðu engin skilyrði til að þekkja óprentaðan skáldskap Valdi- mars frá æskuáram. Hins vegar þekkti Matthías Jochumsson eitthvað til hans og segir i andsvari sinu til Einars: „Frá því séra V.B. var unglingur vakti hann mér sem mörgum öðrum bæði von og gleði; vér áttum þá fáa jafn efnilega menn að útliti, gáfum og framkomu allri, og fyrsti vísir hans málsnilldar og kveðskapar, sem ég sá, lofaði mér stórmiklu. Reyndar sá ég smám saman fram á, að vængir hans mundu trauðlega ná þeim þroska, sem vonimar vöktu í fyrstu.“ Matthías kennir um einangmn og slæmri aðstöðu við búskaparbasl og prestskap í afskekktri sveit. Þetta kann að hafa valdið einhveiju, en það er ekki aðalatriðið. Mörg islensk skáld hafa náð mjög miklum þroska við miklu verri skilyrði en Valdimar. Höfuð- orsökin liggur í skapgerð hans sjálfs; nægju- semi hans og rólyndi. Venjulega er talið sjálfsagt, að markmið manna sé óralangt á undan getunni. Þetta bil hlýtur að mynda spennu, sem stundum getur leitt til mikilla afreka. Þessa spennu skorti Valdimar. Þvert á móti komst hann miklu lengra en að því marki, sem hann setti sér í fyrsta kvæði sinnar fyrstu ljóða- syrpu; að verða „hljóðminnsti strengur" á hörpu fóstuijarðarinnar. Höfundurinn var frá Stóra-Núpi, bróðursonur séra Valdimars. Hann var í marga áratugi kenn- ari við Héraðsskólann og Menntaskólann á Laugarvatni og lézt 'i994. Ritgerðin er verulega Stytt. Lýsing úr fornu írsku handríti. ÓÞEKKTUR ÍRSKUR HÖFUNDUR (UM 1175) Svignir f snjónum Karl Guðmundsson þýddi Því að þá nótt var fannkoma, mjöllin fraus jafn harðan og hún féll á jörðina... og þá kvað Svignir um raunir sínar þetta Ijóð: 1. Þunga reyni ég þraut í nótt; þrýstir að brjósti vindur hreinn; fölur er vangi, fótur sár; forsjón og drottinn, þú veizt einn. 2. Að kveldi í gær fór ég Kvígufell; kalt regn mig sló við Agðavöll; í tijéklofa hátt yfir Hrímguslóð hlaut ég meiðsl og lemstur ill. 3. Allt síðan fíður á mér spratt, ýmsan ég rataði þrautar veg; með hverjum degi og hverri nótt harðari mótgang reyni ég. 4. Bitinn af frosti (bág er tíð); bylur æddi um Kólgusal; í nótt hefur vöndinn vindur reitt víðsfjarri skjóli í Bálkadal. 5. Eirðarlaust flökt úr sveit í sveit; sæl hefur skynsemd kvatt minn hug; frá Móasléttu að Miklugrund frá Miklugrund yfír um Lífárbug. 6. Yfír Teiga og Funafell; fímn þó um síðir Grænareit; handan við Gljúfrin og Gráasand gleður mig hlíð í Vestursveit. 7. Um Sultarijöll ég fór, og barst að fljótsins mikla straumi í Gál. Frá Gálará (þótt leið sé löng) laðar mig Brokfells tónamál. 8. Hælislausum er heimsvist köld; hart er það líf, ó Jesú minn; fæðukosturinn karsinn grænn; kalda bergvatnið drykkurinn. 9. Úr efstu greinum feysknum fell; feta um þyrna (leiktu það!) forðast mann; kýs fyigd við úlf; fráu rauðdýri hef ég við. 10. Að eyða nóttu efst í tré í úfnum skógi, fjaðralaus, og nema hvorki hljóð né mál, herra, son guðs, sú mikla þraut. 11. Upp undir Ijallstind flýg ég ær; fáan á ég mér keppinaut; ásýnd mín fögur öll er misst; einkason guðs, sú mikla þraut. Fornkonungurinn Sweeney verður Seamus Heaney löngum yrkis- efni. Sweeney (í. Suibhne - Svignir hér), var þjóðsagnakonungur írskur á sjöundu öld. S. hegndist fyrir að brjóta af sér gagnvart helgum manni, Ronan, sem leggur á hann að hann breytist í fugl- menni og hrekist um fjöll og firnindi. Ljóðin, sem hann yrkir á hrakningum sínum, lýsa raunum hans. Próf. Einar ÓI. Sveinsson hefur ritað um sögur og kvæði af Suibhne í Skírni, 1952. Seamus Heaney Sweeney Redivivus1) Ég hrærði við rökum sandi og sótti í mig veðrið að klífa snarbrattan hólinn, höfuðið votur hörhnykill þungur af bleytunni, en farinn að rakna. Aðra angan lagði utan af ánni, ramma sem nætur-eim í línspunasal. Gömlu trén voru hvergi, limgerðin gisin eins og pennariss og bæjarlandið allt horfið undir harða stíga og hvassmænd hús. Og þarna var ég, ótrúlegur mér sjálfum, hjá fólki, trúþyrstu í mig, og mína sögu jafnvel þótt vildi til að hún væri sönn. Úr Ijóðatxíkínni Station lstand (1984) (Krossgönguhólmi). 1) Svignir endurvakinn. Seamus Heany er írskt skáld og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Þýðandinn er leikari. H i 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.