Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 41
sem kallað var, en það þykir sýna, að Nes
hafi verið í tölu stórbýla og kirkjan þá vænt-
anlega átt einhverjar eignir, e.t.v. þriðjung
úr landi Ness eins og hún átti samkvæmt
fyrsta máldaga hennar, sem kunnur er, en
það er Vilchinsmáldagi frá 1397. Nes var
að fornu talin 120 hundraða jörð.
Afar lítið má ráða af máldaganum frá
1397 um kirkjubygginguna í Nesi í lok 14.
aldar. Þar er aðeins talað um tvo glerglugga
á henni og hinn þriðja, sem sé brotinn. Hörð-
ur Ágústsson telur gluggafjöldann benda til
þess, að kirkjan í Nesi þá hafí verið timbur-
kirkja. Það vekur athygli, að samkvæmt þess-
um eina máldaga, sem til er úr kaþólskum
sið, hefur Neskirkja verið mun auðugri að
jörðum en kirkjan í Reykjavík. Þykir það
benda til þess, að lengi hafi mun ríkari höfð-
ingar búið að Nesi en í Vík.
I fyrstu máldagabók, sem til er í Skálholts-
biskupsdæmi eftir siðaskipti, og kennd er við
Gísla biskup Jónsson, kemur fram, að jarð-
eignir kirkjunnar í Nesi eru hinar sömu og
voru fyrir siðaskiptin. Hins vegar vekur at-
hygli, að Neskirkja virðist nú fátæk orðin
af skrúða og áhöldum (ornamenta og instru-
menta). Aðeins eru nefnd fern messuklæði,
tveir kaleikar og tvö altarisklæði. Kirkjan í
Vík var í lok 16. aldar orðin auðugri af þess-
um lausu munum en Neskirkja. Við þetta
vakna ýmsar spurningar eins þær, hvort Nes
hafi orðið sérlega hart úti við eignaupptöku
siðaskiptanna. Brynjólfur Sveinsson var bisk-
up í Skálholti á 17. öld og hann vísiteraði
kirkjuna í Nesi fjórum sinnum. Nes var þá
prestssetur og þar bjó séra Stefán Hallkels-
son. Kirkjunni er svo lýst 1642, að hún sé
„stæðileg að máttarviðum" í 6 stafgólfum,
en vafalaust hefur hún að mestu verið úr
torfi og grjóti. Tuttugu árum seinna var
meistari Brynjólfur enn á ferðinni í Nesi og
nú voru þau umskipti orðin, að séra Stefán
Hallkelsson var andaður, en ekkja hans, Ulf-
hildur Jónsdóttir, hafði ábúð á jörðinni. I
vísitasíugerðinni kemur fram, að séra Stefán
hafi látið byggja kirkjuna upp „sterka og
stæðilega". Segir biskup, að svo myndarlega
hafi verið að uppbyggingunni staðið, að kirkj-
an sé fremur skuldug erfíngjum séra Stefáns
en þeir henni. Úlfhildur bætti síðan um betur
árið 1675 og lét stækka kirkjuna og endur-
byggja.
Þórður biskup Þorláksson segir í vísitasíu
sinni 1678, að kirkjan hafi fyrirþremur árum
verið „uppsmíðuð af nýjum viðum og góðum
kostum uppá kostnað Ulfhildar Jónsdóttur".
Þessari nýuppsmíðuðu kirkju er svo lýst, að
hún sé í átta stafgólfum og hafi verið stækk-
uð um tvö. Má vera að kirkjan hafi verið
svonefnd útbrotakirkja, en þær voru mjög
fáar í landinu.
Utan að sjá hefur Úlfhildarkirkja verið
stæðileg, því að sagt er, að grjótveggir hafi
verið utan um hana „uppað miðjum hliðum
allt annað torflaust". Þá er þess getið, að
vindskeiðar hafi sett svip sinn á húsið „bak
og fyrir“.
Árið 1703 var margt manna í Nesi. Þar
bjó þá sýslumaðurinn Jón Eyjólfsson og hafði
mikið umleikis. Ekki færri en 12 hjáleigur
voru þá í byggð í Neslandi. Þetta ár mann-
talsins fræga vísiteraði Jón Vídalín Nes og
segir um kirkjuna, að hún sé stæðilegt hús
en „nokkuð tilgengin suður“. Næstu áratugi
hrakaði kirkjunni smám saman og kemur
þetta glöggt fram í hverri vísitasíunni á
fætur annarri. Fyrsta heimsókn biskups í
Nes, eftir að staðurinn varð landlæknissetur,
var árið 1769, en þá var Finnur Jónsson á
ferðinni. Sér þess stað í því, áð Bjarni Páls-
son landlæknir hefur gefið kirkjunni skírnar-
fat úr messing „vel sæmilegt“ og einnig
Þorláksbiblíu í sæmilegu bandi. Annars er
hann nú ábúandi í Nesi og því umsjónarmað-
ur kirkjunnar. Segir biskup, að hann verði
afl láta endurbæta syðri kirkjuvegginn, sem
nú sé að falli kominn.
Árið 1780 var Hannes Finnsson orðinn
biskup í Skálholti. Hann vísiteraði Nes í ág-
úst þetta ár og kallar reyndar staðinn Lækn-
isnes í vísitasíugerð sinni. Nú var Bjarni
Pálsson dáinn, en nýr landlæknir var ekki
tekinn við. Hins vegar var kominn apótekari
í Nes, Björn Jónsson, og hann er sagður
hafa gefið kirkjunni brauð og ljósmeti. Þá
segir einnig frá því, að danska yfirsetukon-
an, mad. Margarete Cathrine Magnussen,
hafi „þessu guðshúsi til prýði gefið ... skirnar-
vatnskönnu af eingelsku tini“. Það kemur
því greinilega fram, að kirkjan í Nesi hafði
fengið góða styrktarmenn í embættisfólkinu
á staðnum. Og fleiri höfðu styrkt hana síð-
ustu árin, því að Hans Klog, kaupmaður í
Vestmannaeyjum, hafði gefið málaða altari-
stöflu prýðilega með 2 colonner.
Hannes biskup taldi upp það, sem kirkj-
unni hafði verið gefið og var auðvitað ánægð-
ur með það. En hann var ekki eins ánægður
með ástand kirkjunnar sjálfrar, Úlfhildar-
kirkju frá 1675. Úm það segir hann: „Húsið
er víða gallað og aungvan vegin stæðilegt,
hallt að veggjum," og hann bætir við, að það
þurfi að „uppbyggjast" svo stórt er hæfi
NES um aldamótin 1900. — Málverk eftirJón Helgason.
"ffr i ’# * i'W i
KÖNNUNARSKURÐUR, sem grafinn var
sumarið 1995, séðurfrá austri til vesturs.
Morgunblaðið/Ljósm. Heimir Þorleifsson
söfnuðinum. Þá er hann einnig óánægður
með ástand kirkjugarðsins og segir, að vegg-
ir hans séu víða gjörfallnir. Við þetta bæt-
ist, að garðurinn sé of lítill „handa sóknarinn-
ar framliðnum til greftrunar" og þurfi að
víkka hann út á næstunni. Þetta var skrifað
um kirkju og kirkjugarð árið 1780. Nú er
ekki nákvæmlega vitað um viðbrögð safnað-
arins við þessum áminningum biskups, en
árið eftir, 1781, tók Jón Sveinsson við emb-
ætti landlæknis. Hann og Björn Jónsson
apótekari urðu fjárhaldsmenn kirkjunnar og
þeir höfðu forystu um að reisa nýja kirkju í
Nesi, þá sem kölluð var einhver prýðilegasta
kirkja í Skálholtsstifti og áður var fjallað var
um.
III. Lok Kirkju-
HALDSÍNESI
Síðasta kirkja í Nesi, timburkirkjan góða,
ein af fáum timburkirkjum á landinu, stóð
aðeins í 14 ár, 1785-1799, og var síðustu
tvö árin rúin helgi og að líkindum gripum
sínum. Til þess að finna skýringar á þessu,
verður að leita allt aftur til ársins 1784. Þá
hrundu byggingar í Skálholti í jarðskjálfta
og ákveðið var að flytja biskupsstól og skóla
þaðan. Áðurnefndur biskup, Hannes Finns-
son, bjó þó áfram í Skálholti til dauðadags
1796, en gert var ráð fyrir því, að biskup
kæmi til með að búa í Reykjavík eða ná-
grenni. Því var ákveðið, að Reykjavíkur-
kirkja yrði dómkirkja, en hún var eigna- og
tekjulítil kirkja og því þróaðist sú hugmynd
hjá Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni og Hann-
esi Finnssyni biskupi að leggja niður kirkjurn-
ar í Laugarnesi og Nesi og láta eignir þeirra
og tekjur af sóknarbörnum renna til dóm-
kirkjunnar í Reykjavík. Sá var þó munur á
þessum kirkjustöðum, að í Laugarnesi var
gömul kirkja, komin að falli en í Nesi var
ný kirkja. Það er 1793, sem þessi hugmynd
kemur fram og í bréfi biskups til stiftamt-
manns 5. september það ár segir, að leggja
beri Laugarneskirkju niður og svo stutt sé á
milli Neskirkju og dómkirkjunnar í Reykja-
vík, að hætta megi helgihaldi í Nesi. Segir
biskup, að stiftamtmaður megi ráða ferðinni
í þessu máli.
Ekki verður vart mikilla bréfaskrifta um
þetta mál næstu ár, en þó lætur Magnús
Stephensen í það skína í Minnisvérðum tíð-
indum að íbúar í Nesi^ og aðrir hafi haft
uppi einhver mótmæli. Á það ber raunar að
líta, að Jón Sveinsson landlæknir hafði
nokkru fyrr komið fram með þá hugmynd,
að eignir Neskirkju rynnu til'spítalahalds þar
og Nesbúar sæktu kirkju í Reykjavík.
Ákvörðunin um lok kirkjuhalds í Nesi kom
í formi konungsbréfs 26. mai 1797. Þar sagði,
að Neskirkja á Seltjarnarnesi skuli afleggj
ast. Húsið skuli selja á uppboði og skuld
kirkjunnar borgast af andvirðinu, en það sem
umfram verði skuli leggjast til Reykjavíkur-
dómkirkju. Skrúði og áhöld kirkjunnar skuli
gefín næstu fátækum kirkjum eftir ákvörðun
biskups, en þá var Geir Vídalín, sem reyndar
bjó á Lambastöðum, orðinn biskup. Sérstak-
lega er tekið fram, að klukkur kirkjunnar
skuli selja á uppboði og andvirði þeirra renna
til hjálpar fátækustu prestaköllum í stiftinu.
Eignir Neskirkju og gjöld renni til dómkirkj-
unnar sem og sóknarmenn allir.
Ekki leið langur tími, þangað til farið var
að framkvæma þetta konungsbréf og hefur
síðasta guðsþjónustan væntanlega verið
haldin í Neskirkju um mitt sumar 1797, því
að 14. ágúst þetta ár var kirkjan seld á upp
boði í Reykjavík. Það var Sigurður Pétursson
sýslumaður og skáld, sem bauð upp tvær
kirkjur þennan dag, því að hann seldi bæði
Laugarneskirkju og Neskirkju. Fyrrnefnda
kirkjan seldist á aðeins 17 ríkisdali og 56
skildinga, en Neskirkja á 125 ríkisdali og
48 skildinga. Það var Magnús Ormsson lyfja-
fræðingur og frá 1798 apótekari í Nesi, sem
keypti kirkjuna. Skuld hennar við fjárhalds-
mennina Jón Sveinsson og Björn Jónsson var
þá 91 ríkisdalur og 72 skildingar og fengu
þeir það fé greitt, en afgangurinn, 33 ríkisd-
alir og 72 skildingar, rann til dómkirkjunnar
í Reykjavík, eins og mælt var fyrir um í
konungsbréfi. Sigurður Pétursson afhenti
fjárhaldsmönnum dómkirkjunnar þessa pen-
inga. Hvergi er getið um uppboð á klukkum
kirkjunnar og ekki verður séð, hvað orðið
hefur um skrúða hennar og áhöld.
En hvað ætlaði Magnús Ormsson sér með
kirkjuna? Þetta er ekki ljóst, en gott timbur
mátti auðvitað nota til margs. Hins vegar
er þess getið í bréfum Magnúsar og Jóns
Sveinssonar til stiftamtmanns um lyfjamál í
ágúst 1798, ári eftir að kirkjan var seld, að
hún hafi verið notuð til þess að þurrka lækn-
ingajurtir fyrir apótekið.
En nú leið aðeins tæpt hálft ár, þar til
æðri máttarvöld bundu enda á niðurlægingu
Neskirkju við Seltjörn og það með eftirminni-
legum hætti. Þetta gerðist aðfaranótt 9. jan-
úar 1799, en þá brast á ofsaveður fyrst á
Iandsunnan en síðan á útsunnan. f þessu
svokallaða Bátsendaveðri urðu gífurlegar
skemmdir af völdum sjávarflóða og tvær
kirkjur fuku, Hvalsneskirkja og Neskirkja,
sem er sögð hafa fokið í heilu lagi af grunni
sínum og dreifðist brakið víða um Framnes-
ið. Það er óneitanlega dálítið skrítið, að það
er fyrst tveimur dögum eftir veðrið mikla,
9. janúar, sem Ólafur Stefánsson stiftamt-
maður í Viðey sezt niður og skrifar yfirvöld-
um í Kaupmannahöfn um það, að búið sé
að framkvæma þann vilja þeirra að selja
Neskirkju. Hitt er svo annað mál, að auðvit-
að voru það íslenzk yfirvöld, Ólafur sjálfur
og biskupamir Hannes Finnsson og Geir
Vídalín, sem réðu því, að þetta ágæta guðs-
hús var selt og lenti síðan í niðumíðslu.
IV. Eftirmáli
Nú skortir aðeins tæp tvö ár í það, að 200
ár séu liðin frá því að síðast var messað kirkj-
unni í Nesi við Seltjöm. Eftir að hún var
horfin, fóru Nesbúar að sjálfsögðu að sækja
messur til Reykjavíkur og Seltimingar áttu
þar lengi sæti í sóknamefndum. Þeir héldu
þó um hríð tryggð við kirkjugarð sinn í Nesi
og vom menn greftraðir þar að minnsta
kosti til 1813. Meðal þeirra, sem bomir vom
þar til grafar, eftir að helgihaldi lauk í Nesi,
var Björn Jónsson apótekari, velgerðarmaður
kirkjunnar. Hann var jarðsettur í Neskirkju-
garði í október 1798. Er hann er í kirkjubók
sagður hafa verið „góður maður og guð-
hræddur" og því bætt við með nokkurri lotn-
ingu, að hann hafi verið „fyrsti Apótekari
íslendinga“.
Eftir því sem leið á 19. öld hefur fyrnzt
yfir minjar um Nes sem kirkjustað. Árið
1890 segir Jónas Jónassen landlæknir, að
kirkjugarðurinn gamli sé orðinn að kálgarði.
Þegar að því dró um 1975, að í Nesi yrði
safnsvæði helgað læknisfræði og lyfjafræði,
vissu fróðustu menn, eins og Jón Steffensen
prófessor og velgjörðarmaður Ness, ekki um
staðsetningu síðustu kirkjunnar þar eða
umfang kirkjugarðsins, þar sem forvígis-
menn þessara fræða beggja á íslandi, Bjami
Pálsson, fyrsti landlæknirinn og Björn Jóns-
son, „fyrsti Apótekari íslendinga", liggja
grafnir. Vitað er, að Bjarni Pálsson var graf-
inn innan við kirkjudyr í síðustu kirkjunni í
Nesi. Auðvelt er því að merkja og kynna
legstað hans, ef síðasta kirkjustæðið fyndist.
Til þess að leggja traustari grunn að minja-
svæðinu í Nesi, gekkst Rótarýklúbbur Sel-
tjarnarness fyrir því, með stuðningi bæjar-
sjóðs Seltjarnarness og Læknafélags íslands,
að reyna með nýtízku aðferðum að finna
kirkjustæðið. Klúbburinn hugðist síðan
merkja það og láta umfang kirkjugarðsins
koma fram með viðeigandi hætti. Minningu
kirkjuhalds í Nesi og kirkjuhaldara þar úr
hópi lækna og apótekara yrði því haldið á loft.
Vorið 1994 fékk Rótarýklúbburinn fyrir-
tækið Línuhönnun til þess að framkvæma
þessa rannsókn með svokallaðri jarðsjá, en
sérfræðingar í notkun hennar eru Þorgeir
Helgason jarðfræðingur og Sigurjón Páll ís-
aksson mælingamaður. Er skemmst frá því
að segja, að rannsókn þeirra félaga Ieiddi til
mjög ákveðinnar niðurstöðu um staðsetningu
síðustu kirkjunnar í Nesi og sterkra ábend-
inga um umfang kirkjugarðs. Vakti rannsókn
þessi töluverða athygli og þótti gefa vonir
um, að jarðsjárrannsóknir mundu framvegis
hjálpa fornleifafræðingum til þess að komast
á sporið til frekari kannana á fornum minja-
svæðum víðs vegar um land.
í framhaldi af þessu veitti bæjarsjóður
Seltjarnarness fjármunum til þess að vinna
að fornleifarannsóknum í Nesi og þá m.a.
að því að athuga þann stað, þar sem jarðsjár-
rannsóknin benti til, að undirstöður síðustu
kirkjunnar væru og þar með legstaður fyrsta
landlæknisins. Þessi staður reyndist vera inni
á einkalóð.
En nú bar ýmislegt til tíðinda. Áhugi forn-
leifafræðinganna reyndist takmarkaður á
þessu verkefni, enda virðist algengt nú um
stundir, þeirra á meðal, að ekki megi leita
að einhverju ákveðnu, heldur eigi fræðimenn
í þessari stétt ávallt að koma að óplægðum
akri, ef svo mætti segja.
Rothöggið á framhald leitarinnar að
kirkjustæðinu í Nesi kom svo með þeim
hætti, að landeigandi neitaði um leyfi til
þess að grafa könnunarskurð inni á lóð sinni
og bætti síðan um betur með því að flytja
til gijótgarð einn gamlan og þar með girða
kirkjustæðið og legstað fyrsta landlæknisins
frá safnasvæðinu í Nesi. Hvorttveggja er
þannig nú í einkaeign og almenningi óað-
gengilegt.
Grein þessi er að hluta áður birt í Seltim-
ingabók.
Höfundur er menntaskólakennari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER1995 41