Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 23
ar ofar. Lágfóta lætur slíkt ekki á sig fá og hefur búið sér ból þar í hömrunum. Hafa Neðra-Áss-bræður legið á grenjum í dalnum ásamt fleiri Hjaltdælingum og oft- lega haft betur í baráttunni við þá stutt- fættu. Með birtu í brjósti og í geislum síðsumar- sólar var riðið fram að bænum Fjalli, en þar fyrir framan og á hægri hönd rís fjallið Elliði. Á fjalli bjó um tíma Víglundur bróðir Marons. Þar er nú nýlegt gangnamanna- skáli, hesthús og aðstaða gangnamanna á Kolbeinsdalsafrétti. Allar nefndar jarðir í dalnum eru nú í eyði og Fjall og Skriðuland komnar undir afrétt. Nokkru fyrir framan Fjall var svo farið austur yfir ána en hún hefur þvælst víða og eru sums staðar nokkrar eyrar. Á einni slíkri bjóst greinarhöfundur til myndatöku, enda tilkomumikil sjón að sjá hrossin ösla ána. Reiðskjótinn var hins vegar ekki á sama máli og varð myndasmiður að sýna mikið harðfylgi til að verða ekki stranda- glópur á eyri í miðri ánni. Af því sást að ekki er gott að á í á. Nú voru farnar grónar en grýttar grund- ir að feiknamikilli steinrétt sem stendur undir Heljarbrekkum. Hefur sú rétt staðið þar frá ómunatíð en hefur látið mikið á sjá, einkanlega af völdum mikilla hlaupa úr Heljará, sem þarna brýst fram úr hrikalegu klettagili, oft með ógnarkrafti. Við réttina var áð, sprett af klárunum og snætt. GvendurGóði Suðaustur úr Kolbeinsdal liggur Skíðadal- ur og þaðan gömul þjóðleið um Þverárdal áleiðis til Dalvíkur, en úr Kolbeinsdal er hin forna Hólamannaleið um Barkárdal og Hörgárdal áleiðis til Akureyrar. Upp frá réttinni liggur svo Heljardalur, að mestu í norður og þar upp af sjálf Heljardalsheiði, 865 metra yfir sjó. Sagan segir að Guðmundur biskup Ara- son góði hafi farið um heiðina ásamt fleira fólki að vetrarlagi árið 1195. Brast þá á A Helju Eftir að hafa gert nestinu góð skil var lagt á hestana og riðið frá réttarrústunum um ruddar reiðgötur upp í Heljardal eftir bröttum Heljarbrekkum, svo bröttum og háum að megnið af leiðinni urðum við að teyma hestana. Rauður foli sem Björn var með sleit sig úr hópnum og vildi sína leið, en Björn var harðskeyttur og sá rauði varð að gefa sig. Þegar komið er upp brekkurnar blasir Heljardalur við allt tii upptaka sinna, en Heljarbrekkum lýkur í háum mel sem heitir Smérbrekka. A hægri hönd er Heljar- fjall, girt háum hömrum hið efra, allt upp í 1100 metra hæð. Skammt fyrir ofan Smér- brekku er farið yfir vað á Heljará og er þá Strangilækur á vinstri hönd og á hann upp- tök sín í skál vestan í fjallinu. Þegar ofar dregur verður leiðin ákaflega stórgrýtt og ill yfirferðar, göturnar hverfa endrum og eins en hálfhrundar vörður vísa veginn. Gamlir símastaurar verða á leið okkar, leys- ingavatn seytlar um stórgrytið og klappirn- ar. Hestarnir fara aðeins fetið. Hér er sein- farið og torleiði mikið. Nú taka við fannir og yfir hjarn er að fara en stórgrýtisurð á milli. Við förum hjá Prestsbrekku, sem talin er kennd við Guðmund góða. Efsta og síð- asta brekkan er hulin hjarni og mun svo vera flest sumur. Hún er um 500 metra löng og heitir Stóruvörðubrekka eftir heljar- mikilli vörðu efst í skarðinu. Stóravarða- svarfaðardalur- hákambar Við Stóruvörðu er áð. Sólin skín og létt gola leikur um fax og vanga. Frá vörðunni er stórkostleg útsýn yfír Svarfaðadal og um Hákamba, 1162 m.y.s. En um Hákamba til norðurs lá gamall fjallvegur í Unadal, til Fljóta og Ólafsfjarðar. Skammt suður af Stóruvörðu er stein- byrgi sem ekkert okkar kann skil á og urðu SETIÐ á Stóruvörðu, með útsýn yfir Svarfaðardal. Erling, Kári, Maron, ogHallfríður. grenjandi stórhríð, svo að sumir komust við illan leik til byggða en aðrir urðu úti. Guðmundur hafðist við á heiðinni um nóttina ásamt stúlkubarni sem var í för með honum og komust þau lífs af. Það mun hafa borið við að ferðalangar villtust á heiðinni, en fá alvarleg slys munu hafa orðið þar. Þetta munu menn hafa þakk- að Guðmundi góða og talið hann hollvætt Heljardalsheiðar. í FÓTSPOR FEÐRANNA Nú er frá því að segja að allir erum' við ferðalangarnir að feta í fótspor feðranna á einhvern máta; Hallfríður eins og áður sagði, var alin upp á Skriðulandi í nábýli við heið- ina og er nú að leggja á „Helju" í fyrsta sinn. Maron er fæddur og uppalinn í Svarf- aðardal og hefur margsinnis farið hér um og auk þess flutti bróðir hans Víglundur búferlum yfir heiðina í tvígang. ísak er nú að leggja á heiðina í annað sinn á 50 árum, en fjölskylda hans, 14 manns, flutti norðan úr Svarfaðaídal 1936. Sú ferð var að því leyti til einstæð að þá var með i för amma hans, gömul og farlama, og var hún borin í rúmi sínu yfír Heljardalsheiði. Árið 1904 fluttu hjónin Jón Zóphaníasson og Svanhildur Björnsdóttir, afi Kára og amma, langafí og langamma, Björns, Erl- ings og greinarhöfundar, yfír heiðina með börnurn sínum frá Bakka í Svarfaðardal að Neðra-Ási. Allir slíkir búferlaflutningar hafa verið verulegt átak yfir slíkt torleiði sem Heljardalsheiði er. Mestallur fénaður var rekinn sömu leið, hross, sauðfé og kýr. Meira að segja voru hænsn reidd þar yfir í kössum. En búslóð var að hluta flutt með skipi í Kolkuós. uppi tilgátur um að símamenn hefðu hafst þar við á sínum tíma. Ekki er áð lengi við Stóruvörðu og er drukkin kveðjuskál, því nú skilur leiðir okkar ferðalanganna. Við Eriing verðum þó kyrrir um stund og njótum útsýnisins, en þau hin halda niður Hnjótana til Svarfaðardals. Hrossunum var komið fyrir á Urðum, Hallfríður og Björn héldu til Akureyrar en „ungu mennirnir" gistu hjá frændum og vinum í Svarfaðardal áður en þeir riðu vestur um Unadalsjökul og Unadal til Skagafjarðar. Það er önnur saga. Við frændur snérum frá vörðunni sömu leið til baka og riðum greitt eftir því sem færi leyfði. „Ríðum heim að Ási" segir með réttu í kvæðinu. Gæruskinnið sem sett var á hnakkinn undir mig kom að góðum notum og ég var sæll í sinni þó sitjandinn væri sár. EFTIRMÁLI Sumarið 1995 fór hópur fólks, afkom- endur Soffíu Jónsdóttur og Steins Stefáns- sonar frá Neðra-Ási, ásamt mökum og börnum, rúmlega 30 manns, fótgangandi í fótspor feðranna úr Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði að Fjalli f Kolbeinsdal. En viðlíka stór hópur beið göngumannanna að Fjalli. Veður var vætusamt öðru hvoru og talsverðar breytingar orðnar á götum á Heljardalsheiði frá 1986. Efst í skarðinu er skúr sem reyndist hið besta skýli til fataskipta í vætunni. Ljósleiðari var lagður um heiðina fyrir nokkrum árum og var af því tilefni ruddur ýtuslóði um heiðina. Er hún örótt af þeim sökum en greiðfarnari en áður var. En náttúruöflin láta ekki að sér hæða. Ár og lækir hafa rofíð ýtuslóð- ann á stórum köflum og er „Helja" víða illskeytt yfirferðar sem fyrr. Mynd: Tryggvi Ólafsson. RÖGNVALDUR FINNBOGASON Þáskildiég Ég fórnaði höndum opnum lófum og hrópaði á Guð. A samrí stundu flugu tveir þrestir syngjandi fyrír opinn gluggann og ég heyrði þytinn í grasinu og fjaríægan nið sjávaríns. Þá skildi ég að þú ert mér atitaf nálægur, Drottinn. Höfundur var prestur á Staðastað á Snæfellsnesi en iézt í síðasta mánuði. JORGE LUIS BORGES Lífsstundirnar (flnstantes) Finnbogi Guðmundsson þýddi Ef ég mætti lifa lífi mínu á nýjan leik, mundi ég á því skeiði reyna að láta mér verða á fleiri mistök. Kappkostaði ekki að vera futikominn, heldur slakaði á; færí oftar heimskulega að ráði mínu en ég hef gert til þessa; tæki í raun fátt alvarlega, hirti mig miður. Ég tefldi oftar á tvær hættur, færí fleirí ferðir, horfði oftar á sólsetríð, klifi fleirí fjöti, synti fleirí fljót. Ég færí til fleiri staða en ég hef áður komið á, æti meirí ís og minni baunir, glímdi við fleirí raunveruleg vandamál og færrí ímynduð. Ég var einn þeirra manna, sem lifði hverja ævistund skynsamlega og rækilega; átti auðvitað hamingjustundir. Yrði mér afturhvarfs auðið, reyndi ég að einskorða mig við góðu stundirnar. En lífið er, skyldirðu ekki vita það, sett saman úr þeim, þessum stundum; og tapaðu nú ekki af þeirri stund, sem yfir stendur. Ég var einn þeirra, sem fór hvergi án hitamælis, hitabrúsa, regnhlífar og fatihlífar; ef ég ætti að lifa að nýju, ferðaðist ég léttar búinn. Mætti ég lifa á nýj'an leik, Iegði ég upp berfættur snemma vors og gengi áfram atit til haustloka. Ég færí fleirí ferðir með hríngekjunni, horfði oftar í sótina rísa og léki mér við fleiri börn, ef ég ætti enn líf fyrir höndum. En sj'áðu til, ég er áttatíu og fjögurra ára og veit, að ég er að dauða kominn. Jorge Luis Borges, 1899-1986, var argentinskt skáld, talinn með mestu skáldum Suður- Ameríku og alls hins vestræna heims. Borges var sérstakur áhugamaður um íslenzkar fornbókmenntir og þýddi Gylfaginningu Snorra Sturlusonar á spænsku. Hann var blind- ur, en kom engu að síður til islands og fór þá m.a. til Þingvalla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.