Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 33
DYRNAR að kirkjunni á kristniboðsstöðinni í Tengchow. Beggja vegna eru
letruð biblíuvers ... „svo elskaði Guð heiminn..."
milljón íbúa. Þar fá líkþráir loks læknisað-
stoð. Böm, sem annars hefðu farið algerlega
á mis við aila menntun, læra að lesa og
reikna. Blindir hljóta þjálfun og verða fyrir
vikið ekki þeim örlögum að bráð að verða
beiningamenn. Ópíummenn kasta eiturtólum
sínum á eldinn og setjast á námskeið um
skaðsemi fíknarinnar.
Fagnaðarerindið er þó fyrir öllu. Vegna
þess gera kristniboðarnir sér ferð langleiðina
á heimsenda, í fullkominni óvissu um hvort
þeir eigi afturkvæmt til ættingja eða ættjarð-
ar.
„Oft komu menn langt að til að „tin dá
lí“ — „heyra kenninguna“ — og af því „sáð-
mennimir" vom köllun sinni trúir reyndist
það satt eins og ávallt, að „sumt féll í góða
jörð og bar ávöxt“. Þeir sem svo höfðu veitt
fagnaðarboðskapnum viðtöku hurfu glaðir
heim aftur og vitnuðu með djörfung um bless-
un samfélagsins við mannkynsfrelsarann
Jesúm Krist. Þannig mynduðust smásöfnuðir
hér og þar, sem kristniboðinn ferðast á milli.
Hann kemur föstu fyrirkomulagi á starfið,
útvegar þeim innlendan prest eða kristniboða
og bamakennara, og ef þörf krefur leggur
kristniboðsfélagið fram nokkurt fé til að
byggja samkomuhús."
Skuggarnir Lengjast
Ekkert má bresta. Það er farið að drýgja
matinn með mold og tijáberki, búsmala er
slátrað, enginn sýnir öðrum alúð eða með-
aumkvun, fólk selur eigur sínar, karlmenn
selja konur sínar og börn, bæimir fyllast af
ölmusumönnum, fréttir berast af því að þús-
undir hungraðra manna ráðist á opinberar
byggingar og ræni og myrði — skortur á
þriggja ára fresti, hungur fimmta hvert ár
er viðkvæði í Tengshien-sýslu.
„Einn morguninn lá ellefu ára gamalt
bam fýrir utan dyrnar hjá okkur — liðið lík.
Ómögulegt reyndist að vita hver ætti það.
Það var oftast eftir nóttina að dáið fólk fannst
hér og þar á götunum. Lögreglan seldi bein-
ingamönnum líkin í hendur. Þeir fengu fata-
ræflana fyrir að sökkva þeim niður í skotgraf-
irnar fyrir utan borgarvirkin og moka yfír.“
Þegar kristniboðarnir hafa ekki meiri mat
handa hinum hungraðu útdeila þeir pening-
um. Þeir reyna að líkna fólki sem unnvörpum
gefur upp öndina í bækistöð þeirra. Atburð-
irnir greipa sig í vitund Ólafs.
„Ég minnist ekki neins frá kristniboðs-
starfínu, sem er jafn auðmýkjandi að hugsa
til og þessarar ófullkomnu og ófullnægjandi
hjálparstarfsemi á miklum neyðartímum.
Orsök þess er annars vegar sú, að þá sá ég
mannlega neyð hvað mesta — hungur myrð-
ir bæði líkama og sál. Hins vegar hefur
amað að mér sársaukafull tilfínning af hve
hræðilega ónóg hjálp okkar var og að við
hefðum sjálfsagt getað gert betur.“
Annað reiðarslag ríður yfír. Kristniboðarn-
ir hafa bundist fastmælum um að ekki verði
greitt lausnargjald þótt einhveijum þeirra sé
rænt. En einn daginn er horfínn náinn sam-
verkamaður Ólafs, Knut Samset. Leitin að
Samset hefur orðið Norðmönnum efni í bæk-
ur, en samt er ýmislegt óljóst um þessa at
burði. Samset var numinn burt á leið frá
Laohokow sumarið 1936, ódæðismennirnir
vora ræningjar á bandi kommúnista. Kristni-
boðarnir hófu þegar þrotlausa leit og töldu
ekki eftir sér að elta ræningjaflokkinn heila
þijú þúsund kílómetra. Ólafur var á slóð
þeirra í tvo mánuði, um vegi og vegleysur,
en allt kom fyrir ekki, tæpu ári eftir brott-
hvarfið fréttist að Samset hefði látist í hönd-
um ræningjanna. Þessir átburðir vörpuðu
skugga yfir starf kristniboðanna og sjálfum
var Olafi alla tíð óljúft að minnast þeirra.
Þessi ferð hefur tekið mjög á, því sagt er
ÓLAFUR kristniboði í uppáhaldsstólnum súium heima á Ásvallagötu 13.
að hann hafi aldrei verið jafnglaður maður
eftir.
Skuggamir lengjast ekki bara á kristni-
boðssvæðinu afskekkta. Alls staðar era blik-
ur á lofti. Hitler og Mússólíní aka vígreifir
í gegnum manngrúann á Sigurstræti í Berl-
ín. Japanir vilja verða herraþjóð Asíu. Þá
skortir landrými og þeir fínna sér alls kyns
réttlætingar fyrir ofbeldisverkum og yfir-
gangi. Þeir ráðast fyrst á Shanghai 1932
og hafa þegar lagt undir sig Mansjúríu og
sett þar á stall lepp sinn, Pu Yi, sem barn
að aldri var keisari yfír öllu Kína. Kínveijar
eru auðveld bráð. Þótt stríð hafi verið þar
daglegt brauð og Kínveijar þaulvanir hern-
aði er fjölmennasta þjóð í heimi klofin inn-
byrðis. Chang Kai Shek forðast í lengstu lög
að styggja hina herskáu granna og blygð-
unarlaust flíka þeir hemaðarmætti sínum.
Sumarið 1937 finna þeir átyllu til að gera
allsheijarinnrás í Kína með grimmdarverkum
og ómælanlegum blóðsúthellingum.
Fréttir af stríðinu berast ekki til Tengs-
hien-sýslu fyrr en það hefur staðið í tvær
vikur. Það er komið að Ólafí að fara í frí
eftir átta ára útivist.
Flótti Til Strandar
Síðla árs skrifar Sigurbjörn Á. Gíslason í
Morgunblaðið og segir: „Það hafa í vetur
birst margar hroðasögur um hagi kristniboða
í Kína. Ýmsir þeirra hafa beðið bana við flug-
vélaárásir Japana. Aðrir hafa orðið fyrir
ósvífnum ræningjaárásum og margir hafa
lent í mestu hrakningum, er þeir leituðu til
hafnarborga úr upplöndum Kínaveldis. Kunn-
ugt er að Ólafur Ólafsson ætlaði að hefja
heimför sína í lok október og eru því íslensk-
ir vinir hans milli vonar og ótta um ferðalag
fjölskyldunnar um ófriðarhéruðin."
Óttinn var ekki ástæðulaus: Ferðin til
strandar er ævintýraleg og skelfileg. Bömin
eru fímm, það yngsta á öðra ári, það elsta
VEGABRÉFSMYND af fjölskyldunni, tekin 1937, áður en haldið var í sigling-
una til Kína. Bömin em, talið frá vinstri: Jóhannes, Guðrún, Rannveig,
Haraldur og Hjördís.
ekki afturkvæmt til Kína, aldrei framar.
Nokkrum mánuðum síðar brýst út heims-
styijöld. Það er ekki tími fagnaðarboðskaps;
enginn fer neitt nema erindi hans tengist
stríði og manndrápum.
Eftirmáli á Íslandi
Ólafur bíður stríðsloka og vonar að þá
auðnist honum að komast aftur til Kína. En
stríðið dregst á langinn, bömin gleyma kín-
verskunni sem eitt sinn var þeim munntöm,
>au ganga í skóla og verða smátt og smátt
’slendingar.
Fallbyssur heimsstyijaldar eru ekki fýrr
lagnaðar en borgarastríð brýst aftur út í
Kína. Kommúnistar og þjóðemissinnar höfðu
náð sáttum meðan fylkingarnar börðust gegn
Japönum, nú beijast þær innbyrðis til þraut-
ar. Kommúnistar eru betur skipulagðir og
harðsnúnari en liðsmenn Chang Kai-Shek.
Stofnun alþýðulýðveldisins Kína er lýst yfír
1949. Bambustjaldið fellur. Maó formaður
þiggur vald sitt frá spámönnunum Marx og
Lenín; innan tíðar er hann orðinn einn leyfí-
legur guð meðal Kínverja.
Sporgöngumaður Ólafs í Kína, Jóhann
Hannesson kristniboði, hrökklast undan
kommúnistum. Það renna upp myrkratímar
fyrir kristna menn í ríki Maós. Óljósar frétt-
ir berast af ofsóknum og morðum, annars
er þögn.
Hér á íslandi er lífið öllu friðsamlegra.
Ólafur fer heim í Norðurárdal á fund Baulu
og ættingjanna; þegar hann kvaddi voru
systkinin á æskuskeiði, nú eru þau roskið
fólk. í raun stundar Ólafur ennþá kristniboð:
hann skrifar bækur og blaðagreinar, hleypir
nýju lífi i starf Hins íslenska biblíufélags og
er óþreytandi að ferðast landshorna á milli,
talar í samkomuhúsum og skólum og sýnir
kvikmyndimar frá Kína. Með honum kemur
andblær framandi menningar í afskekktar
byggðir. Það verður honum gleðiefni að syn-
ir hans tveir ákveða að gerast kristniboðar.
En Kína var víðs fjarri, óaðgengilegt land,
sem hafði lokað sig inni í skel, sveipað dular-
hjúpi atburða sem virtust óskiljanlegir. Ólaf-
ur varð að láta sér nægja það brot af Kína
sem hann hafði tekið með sér heim; ýmislegt
smádót, gamlar ljósmyndir, minningar, stop-
ular og óáreiðanlegar fréttir.
Eitt sumarið var þó kominn gestur úr öðr-
um heimi. Liu Dao Seng, kristniboði frá Kína.
í íslenska sumrinu gleymast um stundarsak-
ir áhyggjur af vinum sem era í hættu stadd-
ir. Skemmtilegast þykir Ólafí þó að geta
talað kínversku aftur.
Ólafur Ólafsson lést 30. mars 1976. Hann
hvílir undir steini úr Baulu, fjallinu sem hann
hafði dálæti á síðan hann hafði það fyrir
augunum bam og rímar að formi við Fúsíj-
ama, fjallið sem hann kleif ungur maður með
ungri konu sinni og horfði á sólina rísa yfír
öldur Kyrrahafsins.
„Mér finnst ég eiginlega hafa lifað lífí
mínu í Kína, að hálft í hvora sé eins og ég
hafí lokið mínu ævistarfí þar, þótt árin yrðu
ekki nema rúmlega 14. Allt annað hefur
verið inngangur eða aðdragandi þess og síð-
an viðbót eða eftirmáli. Þeirra ára sem ég
átti í Kína minnist ég ekki sem fjarlægrar
fortíðar. Allt sem bar fyrir mig stendur mér
lifaridi fyrir hugskotssjónum eins skýrt og
lifandi og það hefði gerst fyrir ári, eða jafn-
vel í gær. Með öðram orðum — ekki sem
fortíð, heldur sem eilíf nútíð ... þetta eina
sem hefur gilt í lífí mínu og gildir enn
kristniboðsköllun mín — og það var einmitt
fyrir það mikla heillaspor að ég fékk að koma
til Kína.“
á því tíunda. í þetta sinn þykja ræningjaóeirð-
ir á Han-ánni ekkert tiltökumál. í Hankow
kemur í ljós að fljótaleiðin til Shanghai er
lokuð. Loks tekst þeim þó að fá far niður
Yangtse-fljót, niður fyrir Nanking. Þar leigja
þau mótorbát sem siglir með fjölskylduna
út frá fljótinu og í tvo daga eftir skurðum
og síkjum, þangað til komið er niður fyrir
tundurduflin^em Kínveijar höfðu lagt í fljót-
ið til að varna Jagönum för. Loks komast
þau til Shanghai. Á leiðinni mæta þau ótal
japönskum skipum sem sigla til frekari land-
vinninga ofar með fljótinu.
Shanghai hefur tekið stakkaskiptum frá
því að Olafur kom þangað fyrst, 17 árum
áður. Japanir hafa hellt sprengjum yfír borg-
ina og hún er á þeirra valdi. Kólerufarsótt
geisar meðal innfæddra borgarbúa. Ólafur
tekur fram kvikmyndavél og myndar við-
leitni mannvina til að seðja eitthvert brot
þeirra 700 þúsund flóttamanna sem hafa
leitað til borgarinnar. Eftir níu daga bið i
Shanghai tekst fjölskyldunni loks að komast
í skip, áleiðis til Hong Kong.
„Nú hvílumst við og njótum — ekki mat-
ar, drykkjar og gleðskapar — heldur fyrst
og fremst öryggis. Þeir sem um það hugsa
sjá að fleira er erfitt kristniboða en ferðalag
með konu og fimm ung böm um ófriðarlönd.
En mikil er breytingin að mega nú vera óhult-
ur með ástvini sína heila á húfi dag eftir dag.“
Það er tímanna tákn að sjóferðina heim
siglir fjölskyldan á þýsku farþegaskipi,
Gneisenau, sem nokkram áram síðar liggur
sundurskotið á hafsbotni. Það era haldin jól;
á myndum virðist lífið um borð áhyggju-
laust, leika sér börnin á þilfari, fólk er hvít-
klætt, þarna virðist andblær glaðari og
áhyggjulausari tíma — allt undir merki haka-
krossins.
Það er siglt í mánuð áður en komið er til
Evrópu. Fjölskyldan kemst heil á húfi til
Noregs og þaðan til íslands, en Ólafur á
Höfundur er blaðamaður og jafnframt dóttur-
sonur Ólafs kristniboða og býr í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 33