Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 31
T ími fagnaðarboð-
skaps og manndrápa
„Mér sem minnstur er aUra heilagra
var af náð falið þetta hlutverk: að boða
heiðingjunum fagnaðarerindið um
hinn órannsakanlega ríkdóm Krists.“
Efes. 3
Eftir EGIL
HELGASON
lafur Ólafsson ólst upp í Norðurárdal í Mýra-
sýslu, þar sem nútímamönnum þykir hvað feg-
urst að litast um þennan kjarri vaxna dal. En
þetta var fátæk sveit og þröngbýl. Fegurð fjall-
anna kringum dalinn varð ekki til að lina lífs-
baráttu foreldra hans, Ólafs Ólafssonar og
Guðrúnar Þórðardóttur. Þau hokruðu fyrstu
búskaparárin á heiðarbýlinu Galtarhöfða,
en urðu að flýja þaðan eftir þtjú hörmungar-
ár með fáeinar skepnuí* og fátæklega bú-
slóð. Við tók Desey, annað kotbýli, nær
mannabyggð, en engin kostajörð heldur. Þar
fæddist Olafur 14. ágúst 1895, í litlum og
lélegum torfbæ sem faðir hans hafði byggt
við — svo þunguð húsmóðirin þyrfti ekki
að skríða inn og út görigin.
Báðir þessir bæir eru löngu famir í eyði
og eins og þeir hafi verið þurrkaðir af yfir-
borði jarðar, enda dóu foreldrar Ólafs áður
en þau komust á elliár, þrotin að kröftum,
og allir horfnir á vit feðra sinna sem þar
ólu manninn.
Ólafur var sjöundi í röð ellefu systkina.
Eins og gjarnt var um fátæk heimili tvís-
truðust börnin um sveitina, þau voru send
í fóstur, en Ólafur ólst þó upp hjá foreldrum
sínum. Það var kannski helsta lán þessarar
kotíjölskyldu að bömin voru hraust og kom-
ust til manns, utan eitt.
Bam sat Ólafur yfir fé á fjöllum, í fimm
sumur var hann þar einn með sjálfum sér.
Af lýsingu hans má ráða að hann hafi ver-
ið draumlynt ungmenni, þótt varla hafi hann
rennt í grun að sín bíðu önnur örlög en
búandhokur forfeðranna, langt handan við
flöllin sem umkringdu dalinn.
„Fólk hafði orð á því hve rólegur ég væri
í hjásetunni. Óla er óhætt, honum leiðist
ekki, var viðkvæði þess. Það hefði átt að
vita hvernig mér var innanbijósts. Á ein-
vemstundum fór ég að tala við Guð, en
datt ekki í hug að slíkt gæti kallast að biðja.
Mér var það nautn að leita nálægðar lifanda
Guðs í gleði og sorg: hugfanginn af fegurð
náttúmnnar lofaði ég Guð háum rómi og
gagntekinn af leiðindum sagði ég honum
raunir mínar allar, eins og maður talaði við
mann. Bróðir minn einn bar það upp á mig
að ég talaði við sjálfan mig. Ég varð afar
skömmustulegur, en þagði.“
Eldri bræður Ölafs vom þó ekki gáttaðri
en svo á háttalagi drengsins að þeir ákváðu
að koma honum í skóla. Hann fékk upp-
fræðslu á prestsetrinu í Hvammi, en fór
haustið 1912 í læri hjá Sigurði Þórólfssjmi,
miklum frumkvöðli í menntun sveitaæsk
unnar, sem þá stýrði Hvítárbakkaskóla. Þar
var hann í tvo vetur.
YORMENN Á HVÍTÁRBAKKA
Aðkoman að Hvítárbakka var reyndar
ekki mjög glæsileg í þá tíð, blautar mýrar
og vegleysur allt í kring og húsakynnin lé-
leg. En skólalífið var fjörugt, enda mikill
vorhugur í lofti á íslandi, þjóðin var að vakna
Ólafur Ólafsson var
íslenskur sveitapiltur sem
fékk þá köllun að fara í
kringum hálfan hnöttinn
og stunda kristniboð í
Kína. Hann lifði
viðburðaríku lífi í skugga
ógurlegra
heimsviðburða. Greinin
er í tilefni þess að á þessu
ári eru liðin 100 ár frá
fæðingu Ólafs
kristniboða.
FYRSTJ áfanginn á leið til Kína. Ólafur (neðst til vinstri) ásamt öðrum kristni-
boðaefnum á skipsfjöl á leið til Bandaríkjanna. Þar þjónaði hann meðal ann-
ars íslenskum söfnuðum á vesturströndinni.
úr dróma — íslendingar voru að öðlast sjálfs-
traust. Óiafur segir frá því að skólasveinar
á Hvítárbakka hafi þóst vera karlar í krapinu:
„Þá þótti mörgum alger óþarfi að trúa á
Guð. Og við vomm þarna nokkur flón, sem
dáðumst að þeim hetjuskap að „trúa á mátt
sinn og megin“. Þá var ég hræsnari þegar
ég póttist ekki trúa á Guð.“
Á hvítasurinudag 1914 verða svo straum-
hvörf í lífi Ólafs, 19 ára unglings. Hann fór
til messu hjá séra Tryggva Þórhallssyni, sem
)á þjónaði að Bæ í Borgarfirði, en varð síðar
forsætisráðherra íslands. Upp frá þeim degi
taldi Ólafur Tryggva einn helsta velgjörðar-
mann sinn, þótt þeir kynntust varla. Tryggvi
talaði um Guð:
„Það gerði hann á þann veg að Guð varð
mér lifandi staðreynd. Draumar mínir um
glæsta framtíð hurfu eins og reykur. Eftir
að hafa afrækt Guð í full tvö ár var sem
stífla brysti innra með mér. Lífið hafði engan
tilgang annan en að þekkja Guð, leita hans
vilja — og segja öðmm frá honum. Að ég
ætti að fara til heiðingjanna og segja þeim
frá Guði varð svo sjálfsagður hlutur, að um
frjálst val var alls ekki að ræða.“
Ungi maðurinn vissi auðvitað lítið um
kristniboð. Mormónar höfðu boðað trú á ís-
landi og fóm af þeim furðulegar sögur; í
Borgarfirðinum höfðu menn heyrt af Hjálp-
ræðishemum og þótti það skrítið fyrirtæki.
„Köllun mína þorði ég naumast að kann-
ast við fýrir sjálfum mér, hvað þá öðmm.
En henni varð þó ekki leynt, ég var allur á
hennar valdi og bar hana utan á mér eins
og auglýsingamaður skilti. Ég varð því brátt
grunsamlegur í augum ættingja og ástvina,
svo að ekki var um að villast, annaðhvort
var ég orðinn vinglaður í trúnni eða eitthvað
geggjaður."
Ölafur áræddi ekki að tala við séra
Tryggva, en um sumarið fer hann á fund
klerks sem honum þótti árennilegri, Magnús-
ar Andréssonar á Gilsbakka. Magnús sýndi
ekki undrun^ en réð piltinum að tala við
Sigurbjörn Á. Gíslason í Reykjavík, sem
væri íslendinga fróðastur um kristniboð. Sig-
urbjörn átti eftir að reynast Ólafi hollvinur
síðarmeir, en það var brostin á heimsstyijöld
og kannski ekki furða að lítil tök væm á að
senda fólk héðan til kristniboðs í fjarlægum
deildum jarðar, hvað þá óharðnaðan ungling
sem enginn kunni nein deili á.
Vakning á Siglufirði
Næsta sumar fór Ólafur norður á Siglu-
fjörð og var þar í gijótvinnu.
„Þama stalst ég á samkomur hjá Hjálp-
ræðishernum og samkomur sem norskir sjó
menn höfðu með sér í kirkjunni á Siglufirði
— stalst, því að ég fyrirvarð mig gagnvart
félögum mínum vegna hugarástands míns
og fór mjög einfömm. Vissi hvorki hvað ég
átti af mér að gera, né hvað um mig mundi
eiginlega verða. Þá gerðist það að ég kom
inn á vitnisburðarsamkomu hjá norsku sjó-
mönnunum. Ég skildi að vísu fæst af því sem
þeir sögðu, en svo vom áhrif þessara einlægu
og eldheitu vitnisburða sterk að ég varð sem
frá mér numinn af hrifningu og í hálfgerðri
leiðslu var ég staðinn upp úr sæti mínu og
farinn að halda tölu.“
Að samkomunni lokinni tók einn Norðmað-
urinn Ólaf tali og þeir gengu saman út í
nóttina.
Misseri síðar skrifar Norðmaður þessi
móður Ólafs bréf og segir að hún þurfí ekki
að hafa áhyggjur af drengnum sínum. Hann
sé kominn á skóla í Noregi. Bréfritari var
Lars Slotsvik, skipstjóri frá Álasundi. Hann
hafði tekið Ólaf í fóstur og reyndist honum
betri en enginn næstu árin. A sumrin var
Ólafur háseti á skipi hans á íslandsmiðum.
Þeir fiskuðu vel og verð á fiski var hátt
enda geisaði heimsstyijöld. Honum fénaðist
betur en fyrr og síðar á ævinni og eftir fyrsta
veturinn á skólabekk í Ósló hafði hann efni
á að kaupa sér frakka.
Ólafur líkir Noregsförinni við að klefadyr-
um hafi verið lokið upp, frelsið blasti við.
Til Islands átti hann varla afturkvæmt næsta
aldarfjórðunginn. Og í Noregi var fólk sem
var öllum hnútum kunnugt í kristniboði.
Norska Kínatrúboðssambandið rak kristni-
boðsskóla á Fjelhaug í Ósló. Ólafur fékk þar
inni og er varðveitt bréf frá 21. júlí 1916
þar sem honum er tilkynnt að hann hafi feng-
ið skólavist; honum er leyft að setjast í ann-
ÓLAFUR Ólafsson um það leyti sem
hann var við nám í kristniboðsskól-
anum í Fjeldhaug í Ósló.
an bekk, enda voru engir nýir nemendur
aðrir teknir inn þetta ár. Næstu fjögur ár
var Fjelhaug og skógi vaxnar brekkurnar
þar í kring hans annað heimili.
FRÁ osló Til Shanghai
21. ágúst 1920, stuttu eftir 25 ára afmæl-
ið, tekur Ólafur kristniboðsvígslu. Viku síðar
stígur hann á skipsfjöl og siglir út Óslófjörð.
Það er sumar og loftið þrungið blómaangan,
manngrúinn á bryggjunni er ljósklæddur.
Ferðinni er heitið til Ameríku.
„Ég er allt í einu staddur í hóp Ameríkufar-
anna. Þegar ég var 8 ára langaði mig svo
að fara til Ameríku, að ég lá heilar nætur
andvaka. En í okkar sveit voru engir „land-
ráðamenn", svo þessu leyndarmáli hef ég
ekki þorað að ljóstra upp fyrr en nú. Seint
á kvöldi reika ég einn á efstu þiljum og horfi
í vestur, í áttina til íslands. Logar kvöldsólar-
innar gylla haf og himin. Ég stari mig blind-
an á uppsprettu þessa dýrðarljóma glóanda
gulls. Bjart hefur verið yfír íslandi í huga
mínum öll þessi löngu útlegðarár og mér er
órótt innanbijósts, eins og eftir ófýrirgefan-
leg tryggðarof."
Ameríka, gósenlandið. Ólafur kemur þang-
að á æðislegum uppgangstíma. í vitund
heimsins er Ameríka hraði, framfarir, tæki-
færi. Hann segir að hann hefði ílengst þar
vestra hefðu lífsgæðin skipt sig mestu. En
Ameríka er aðeins viðkomustaður á leið Ól-
afs. Hann nemur kínversku í New York, en
síðan er hann farinn á vit Vestur-íslendinga,
í Chigago, Minneapolis, Winnepeg og loks á
Kyrrahafsströnd Kanada, þar sem honum
hafði verið falið að þjóna prestlausum íslensk-
um söfnuðum.
Aftur stígur hann á skipsfjöl í september
1921. Ferðalög á þessum tíma eru seinleg
en sveipuð ólíkt meiri ævintýraljóma en nú
er. Skip sem sigla á milli heimsálfa eru heim-
ur út af fyrir sig, eða öllu heldur smækkuð
mynd af heiminum. Þau heita glæstum nöfn-
um. Ólafur siglir yfir Kyrrahafið á skipi sem
nefnist Empress of Russia.
„Hér eru fjölmargir nautnasjúkir auðkýf-
ingar, skartkonur og hefðardrósir, „globe-
trotters“ og kaupsýslumenn og nokkuð á
annað hundrað kristniboðar og kristniboðs-
læknar. En komirðu niður í „kjallarann", hið
geysistóra þriðja eða fjórða farrými neðst í
skipinu, er öðruvísi umhorfs. Þar ægir öllu
saman og minnir á götulíf í bæjum í Austur-
löndum. Enda eru þar mörg hundruð Kínveij-
ar. Þeir sitja uiidir þiljum liðlangan daginn,
reykja og spila upp á peninga, segja sögur
og leika kínverska skopleiki. í raun og veru
hagar nú þannig til í heiminum að mikið
svipar til skipulagsins um borð í Empress
of Russia. Hvítir menn uppi á fyrsta og öðru
farrými, en Asíumenn í kjallaranum."
Um haustið stendur ungi maðurinn á hafn-
arbakkanum í Shanghai, þessari miklu al-
þjóðahöfn sem er Kínveijum tákn um ásælni
útlendra manna. Stórveldin hafa þar sitt eig-
ið hverfi, þar sem Vesturlandabúar eru eins
og heima hjá sér. Það ríkir sem næst algjört
stjórnleysi í landinu. Keisaradæmið er fallið
og Kuomintang-hreyfingin sem nýtur forystu
Sun Yat Sen hefur ekki náð að fylla upp í
tómarúmið; þetta er tími herfursta sem hafa
skipt ríkinu á milli sín og stjóma af geð-
þótta. En stjómmál em ekki efst í huga
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 31