Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 39
ÚR SÍLDVEIÐIÞÆTTI Islandskvikmyndar Kafteins Dam. Um sOdarþáttinn sagði í Morgunblaðinu að „höfundur hefir ekki einblínt á framleiðsluna. Hann hefir lagt áherslu á að lýsa í leiðinni því lífi, sem hrærist við síldveið- arnar, hinu starfandi fólki, við erfiði þess og hvíld". ISLANDSMYND FISKIMÁLANEFNDAR Grein Kambans fyrr um sumarið um mik- ilvægi kvikmyndanna í sambandi við kynn- ingu lands og þjóðar og markaðssókn hafði þau áhrif á Fiskimálanefndina að hún beit á agnið. Frásögn um fyrirhugaða kvik- myndatöku er slegið upp sem stórfrétt á forsíðu Alþýðublaðsins 3. ágúst 1935 pg segir þar að kvikmynd þessi verði um Is- land, atvinnuvegi og þjóðlíf og að hún verði tekin þá um sumarið, næsta vetur og sumar- ið eftir. Fiskimálanefnd gangist fyrir myndatökunni en Guðmundur Kamban rit- höfundur stjórni henni. Nefndin eignar sér frumkvæðið en tekur fram að grein Kamb- ans hafi átt sinn stóra þátt í ákvörðun henn- ar. Nefndin réð Kamban til að semja hand- ritið en endurskoðaði það og hún lét kanna hvaða kvikmyndir höfðu áður verið teknar hér á landi af útlendingum og á von á að fá eina þeirra til að nota efni úr í hina nýju kvikmynd. Hvort þarna sé átt við mynd Burkerts er ekki vitað en á endanuni var notað efni frá honum. Daginn sem fréttin birtist voru Kamban og þýskur maður, sem tekur myndina undir stjórn hans eins og það er orðað, komnir á fleygiferð í tökur. Myndatökumaðurinn reyndist vera enginn annar en dr. Paul Burkert. Ákveðið var að fara þá leið að taka mynd- ina á „mjóa myndræmu" (16mm), sem hægt yrði að „kopiera" á breiðari mynd- ræmu, eins og það var orðað. Tilgangur með myndgerðinni var sagður þríþættur: 1) Að gera stuttar yfirlitsmyndir, 2) lengri fræðslumyndir til að sýna með fyrirlestrum og 3) myndir af framleiðslu og meðferð aðalútflutningsvaranna til þess að sýna er- lendis og greiða fyrir viðskiptum landsins út á við. Frábær árangur af einni blaða- grein. Væntingarnar voru miklar, ef marka má skrif dagblaðanna og ekki drógu frá- sagnir og myndbirtingar af kvikmyndatöku úr lofti úr þeim. En þegar Fiskimálanefnd fékk loks að sjá afraksturinn blöskraði nefndarmönnum svo kvikmyndatakan og efnisvalið að ákveðið var að leggja þessi kvikmyndaáform á hilluna. íslandsmyndin varð því aldrei fullgerð. Hér voru á ferðinni tímamótaáform, sem því miður fóru öll út um þúfur, - og þó. Þótt íslandsfilma þeirra Kambans kvikmyndastjóra og Burkerts „kvikmyndatökumanns", sem sennilega kunni lítt eða ekkert til verka, yrði afskrifuð í bókhaldi Fiskimálanefhdar þá lifðu orð skáldsins áfram. Áhrif neðanmálsgreinar- innar, sem skrifuð var í kjölfar litlu Islands- myndar MGM-félagsins, áttu eftir að segja til sín. Áður en áratugurinn var á enda hafði litil þúfa því vissulega velt þungu hlassi en það gerðist með eftirfarandi hætti: HEIMSSÝNINGIN í New York Þegar hafist var handa um gerð íslands- myndar Fiskimálanefndar hafði nefndin gert ráðstafanir til þess að íslenskur maður lærði myndatöku erlendis og fengi til þess styrk, sem einnig nýttist til kaupa á kvik- myndatökuvél. Fyrir valinu varð Vigfús Sig- urgeirsson, ljósmyndari á AkureyH. Um þessar mundir voru umtalsverð áiök um fisksöluna milli Fiskimálanefndar og Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda, sem gæti hafa ýtt undir ákvörðun SÍF um að styrkja Loft Guðmundsson til að gera nýja hejmild- armynd um íslenskan sjávarútveg, sem hann hófst handa um skömmu eftir að mynd Fiskimálanefndar hafði verið afskrifuð. Fljótlega eftir að Vigfús kemur heim frá kvikmyndatökunámi í Þýskalandi felur Sam- band ísienskra samvinnufélaga honum að taka kvikmyndir af íslenskum landbúnaði. 2. júní árið 1938 liggur fyrir, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, að bæði Loftur og Vigfús eru önnum kafnir við að kvikmynda efni, sem nota á í mikla íslandskynningu á fyrirhugaðri heimssýningu í New York árið 1939. Fiskimálanefnd, og væntanlega fleiri aðilar, samþykkti að verja fé til undirbún- ings sýningarinnar og leit svo á að þátttöku íslendinga í þessari sýningu mætti skoða sem markaðsleit eða auglýsingu á fram- leiðslu íslendinga. Það var því tiltekið af hálfu nefhdarinnar að fjármunum þeim sem frá nefndinni komu skyldi varið „m.a. til kvikmyndasýninga á íslensku atvinnulífi". Þetta sama sumar kemur upp sú hugmynd hjá sjóliðsforingja í danska hernum, E. Foss sem þá vann við landmælingar á íslandi, að fá fyrrum kaftein í danska sjóhernum, André M. Dam, til að taka kvikmyndir á íslandi. Þessi hugmynd varð að veruleika með samþykki stjórnarinnar í Danmörku og íslenska forsætisráðherrans. Svo vel tókst til um gerð þessarar myndar Dams að í Þýskalandi fékk hún æðstu viðurkenningu fyrir myndatöku og efnisval og var sagt að hún hefði greitt fyrir viðskiptasamningum á milli íslands og Þýskalands. Kvikmynda- gerðin var farin að skila árangri fyrir at- vinnulífið. Ekki leið á löngu áður en ákveð- ið var að efni úr þessari íslandskyikmynd Dams yrði notað í hina fyrirhuguðu íslands- kvikmynd á heimssýningunni í New York og var sagt frá því í Morgunblaðinu 7. febr- úar 1939 að flotamálaráðuneytið danska hefði heimilað afnotin. Og enn bættist við liðsauki, sem var Mark Watson. Hann hafði verið yið litmyndatökur um þvert og endi- langt ísland sumarið 1938 og bauð nú skipu- leggjendum hátíðarinnar afnot af efni sínu. Úr öllum þessu mikla efniviði varð nú til íslandsmynd, 16mm mjófilma, sem var til þess fallin að gegna veigamiklu hlutverki á fyrstu heimssýningunni, sem íslendingar tóku þátt í. Þar með var framtíðarsýn Kamb- ans orðin að veruleika, að íslendingar undir eftirliti og ábyrgð íslenska ríkisins byggju til kvikmynd, sem lýsti að öllu leyti „landi voru og þjóð eins og vér viljum almennt sjálfir kannast við oss". Kynningarmyndin sem áróðursmiðill (propaganda), varð nú í lok fjórða áratugarins í fyrsta sinn að öflugu vopni í margslunginni baráttu þjóðarinnar fyrir því að lifa af á einhverjum mestu krepputímum þessarar aldar. Islandskvik- myndin á heimssýningunni í New York varð í senn landssýn og heimssýn. Helstu heimildir: Þór Whitehead: Islandsævintýri Himmlers 1935-1937, útg. 1988 Paul Burkert: Insel unter Feuer und Eis, Montanus Druck, Berlin 1935 Arnór Sigurjónsson: Fiskimálanefnd, Skýrsla tíu ára, 1935 - 1944 Guðmundur Kamban: íslenzk kynnisstarfsemi, Al- þýðublaðið, 26. júní 1935 Dagblöð 1930, 1935, 1938 og 1939 Þorsteinn Einarsson, viðtal 22. nóv. 1995 Kvikmyndir Paul Burkerts Erlendur Sveinsson og Sig. Sverrir Pálsson: Kvik- myndaþættir fyrir sjónvarp, 1978 Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Greina- röðin er unnin á vegum Kvikmyndasafns (s- lands og Lesbókar. ÞORBJÖRG DANÍELSDOTTIR Vissan Efastu ekki minn kæri vinur um tilveru Guðs sem hefur kennt þér fremur öðrum að elska og virða sköpun sína alla sem fyrir augu ber. Hann knýr á dyr hjarta þíns og bíðurþess aðþú opnir, hann heyrir tregaandvörp þín ogþráir aðhugga þig, hann er ljósið ímyrkrinu sem þú leitar en finnur ekki, hann er vissan að baki vonarinnarsemþú hefur Þú sérð ekki kristalla snjókornsins sem fellur tiljarðar en þeir eru. Þú sérð ekki frumeindir steinsins sem þú meitlar en þær eru. Þú sérð ekki atóm stálsins sem þú sníður en þau eru. En líttu á hendurþínar, þessar hendur semhafamátt tilaðskapa nýja fegurð úrlitum, stáli og steinum. Þær hendur eruGuðsgjöf því Guð er. Tileinkað Grimi Marinó Steindórssyni myndhöggvara. Höfundur er formaður sóknarnefndar í Digranessókn. SIGURJÓN ARI SIGURJONSSON Vetur Tunglið á hafinu húmdökku glitrar, himinninn þúsundum hnattaugum titrar, haustgolan strýkur um steinana hlý, það stirnir á daggartár grasinu í, dagurinn sefur í húminu hljóður, hallar sér þétt upp að sefandi móður, hennar sem væng sínum vefur svo rótt að veróld í draumlausum svefni um nótt. Þá hrannast upp hrollkaldur ógnþrunginn vetur, hríðin og stormurinn fjötur sinn setur á landið sem ~áður var iðgrænt, og rís í æðandi brynju úr helköldum ís, af draumlausum svefni er veröldin vakin, vonin og gleðin úr brjóstinu hrakin, undir rústum og snjó liggja lokaðar brár, en Hfenda hjörtu með blæðandi sár. Það drífur að fólk inn á fönnina hyfta, fáorðir, hljótt yfir skriðuna líta, sorgin í orðlausri ógn sinni býr, örvænting hugprúða leitarmenn knýr, þjóðin öll harmþrungin huggunar biður, að himnanna faðir, og náð hans og friður, strjúki burt harminn úr helkaldri sál, í hjartanu lægi hið æðandi bál. Nú leitum við Drottinn, með logasár hjörtu, að ljósinu þínu svo skínandi björtu, að það megi senda í sorginni trú, að syrgjendum öllum í þjáningu hlú, gef þú að hugirnir huggunar njóti, hjartasár grói í þungbæru róti, og algóður eilífur kærleikur þinn, örvænting þeirra burt strjúki af kinn. Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. DESEMBER 1995 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.