Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1995, Blaðsíða 36
 ¦>— ::¦¦¦..... " i : ,~^- & $MM "**•- ** -*¦>*' Míl^ ':'¦¦ í >í í* ¦***¦• '^ ^fiSI Bx; J iy^ '-**? &";:'"- ' SsÍ| v llferí-'-. ^' * " ^í V fTSfwsK^T"- HALLDÓR Laxness situr fyrir hjá Ólöfu 1967. Myndina gafR&gnar Jónsson Þjóðleikhúsinu á 70 ára afmæli skáldsins. Hún var sett upp íKristalssal Þjóðleikhússins - ogþaðan hvarfhún. seinna umbylt rymislistinni, svo sem óllþró- unarsaga núlista segir okkur. Það er þessi upprunalega kennd, sem ég sakna iðulega í verkum ungra Hstamanna, hversu vel sem þau eru útfærð, og þá er höggmyndalistin komih ískyggilega nálægt því að heyra und- ir hugtakið hönnun." Undir fyrirsögninni „íslenzkt atgervi" í Berlinske Tidende í janúar, 1969, segir hinn þekkti gagnrýnandi Jan Zibrandtsen um þátt Ólafar í sýningu Lille Gruppe: „í þetta sinn hefur hópnum bæzt góður liðsauki með hinum íslenzka myndhöggvara Ólöfu Páls- dóttur. Sá valkostur styrkir hópinn til muna, ekki eingöngu vegna þess að Ólöf Pálsdótt- ir er afar hæfileikaríkur listamaður og verð- ugur fulltrúi íslenzkrar Hstar, heldur einnig vegna þess að nærvera hennar á sýning- unni skapar betra jafnvægi milli málverka, höggmynda og leirmuna, sem kemur öllum til góða. Höggmyndir Ólafar Pálsdóttur varpa ljósi á ávinninga hennar og þroskaferil á árunum sem eru Hðin síðan hún hlaut gullverðlaun Konunglegu listaakademíunnar í Kaup- mannahöfn á sjötta áratugnum fyrir högg- mynd sína af ungum karlmanni í sitjandi stöðu með útbreiddan faðminn. Þetta gull- verðlaunaverk Ólafar sást síðast á sýning- unni á Louisiana og það hefur alltaf verið álitið framúrskarandi listaverk. En það er næstum því ótrúlegt hvernig manni birtast nýjar víddir í þessu listaverki í hvert sinn sem það er Htið augum. Formið í þessum skálptúr er svo lifandi, í senn þétt og fjaður- magnað." Höggmyndin Sonur, sem Zibrandtsen fjallar hér um, er í eigu Listasafns íslands, en hefur af einhverjum ástæðum ekki sést þar um árabil. Zibrandtsen heldur áfram að tate um fegurð, þokka og innri styrk verka Ólafar á borð við „Grétu" og „Bal- lerínu" og ekki síður sannfærandi högg- myndalegt gildi pprtretverka listakonunnar. Brjóstmyndir Ólafar eru merkur kafli á listferli hennar sem fjöldi gagnrýnenda hef- ur lofað. Svo gripið sé niður í sýnishorn af þeirri umfjöllun, þá segir Emil Horbov í Roskilde Tidende 1970: „Orkan í verkum Ólafar Pálsdóttur vekur aðdáun og virðingu áhorfandans. Langbeztu verk hennar eru brjóstmyndin af Halldóri Laxness og mynd- ir hennar af íslenzkum hestum í vetrarbún- ingi. Þær eru höggmyndir á háu stigi." E. Moseg J. í Vendyssel Tidende skrifar árið 1970: „Höggmyndir Ólafar Pálsdóttur, t.d. brjóstmyndir hennar, einkennast af dirfsku og persónulegu sjálfstæði listakon- unnar." Erik Clemensen segir í Kristeligt Dagblad árið 1970: „Skilningur Ustamannsins á brjóstmyndinni er í ætt við hinar fornu etr- úrsku krukkur, sem geymdu ösku framiið- inna, en þessar krukkur eru einnig mótaðar sem mannshöfuð. Hér fjöilum við um nokk- uð sem er aldagamalt að uppruna og sem færir okkur heim sanninn á orðum franska h'óðskáldsins Gautiers, „La buste survit a /a cité" - (styttan mun lifa borgina)." MYNDHÖGGVARINN í öðru hlutverki: Hjónin Ólöf Pálsdóttir og Sigurður Bjarnason frá Vigur, þá sendiherra íslands í London, héráleið til þingsetn- ingar í Brezka þinginu. ÚTIGANGSHESTUR. í eigu Norræna Hússins. Listvinurinn og útgefandinn Ragnar Jóns- son gaf Þjóðleikhúsinu bronsafsteypu af brjóstmynd Ólafar af Halldóri Laxness árið 1972. Þaðan var henni síðan stolið og hefur hún ekki verið sett þar upp aftur. Þegar Ólöf hélt sýningu á verkum sínum í London árið 1982 skrifaði hinn þekkti list- fræðingur, H. Handler m.a. í sýningar- skrána: „Beinskeytnin ogkrafturinn í höggmynd- um Ólafar Pálsdóttur, ásamt með ríkri til- fínningu hennar fyrir mönnum og dýrum, gera þennan listamann að einstæðum mynd- höggvara. Föst og skýr lína hennar, 'leit hennar að heiðarleika, veita verkunum afl og senda skilaboð um samúð vegna einsemd- ar hvers og eins; bera um leið með sér til áhorfandans tilfinningu friðar og óhjá- kvæmilegra örlaga." Pierre Lubecker aðal listgagnrýnandi danska stórblaðsins Politiken, fjallaði oft um list Ólafar Pálsdóttur og sagði m.a.: „Ólöf Pálsdóttir hefur alltaf getað vakið athygli með list sinni í þau fáu skipti þegar verk hennar hafa verið sýnd hér á landi. Hún hefur mjög persónulegan tjáningarmita og beygir sig ekki fyrir því venjubundna. Dirfskan í myndmáli hennar er það sem skiptir sköpum; skilvit hennar á heilleika forms og því sjálfsprottna. Það er einhvers- konar arkaískur einfaldleiki í verkum henn- ar og byggður á djúþri tilfínningu, næstum óskammfeilinn, hún þráir að veita öðrum það sem hún sjálf var svo gagntekin af'. Á Akademíinu var Ólöf nemandi hjá þeim fræga manni prófessor Utzon Frank. Eglas nýlega gamalt viðtal við hann, þar sem kemur fram að Danir hafa borið mikla virð- ingu fyrir honum. Vinnustofa hans var í konúngiega Akademíinu og eftir myndum að dæma hefur hún verið injög stór. En hvernig var Utzon Frank? Um það spurði ég Ólöfu. „Hann var nú tekinn að eldast og þreyt- ast þegar ég var hjá honum. En því verður ekki neitað að hann kunni óhemju mikið. Þó var hann ekki einn þeirra kennara sem alveg halda sínum stíl að nemendum. En hann var strangur. Og það varð alltaf hljótt þegar hann kom inn. Orð hans voru lög. Samt hefði hann held ég tekið því vel, ef maður hefði verið ósammála og mótmælt því sem hann hélt fram, en það þorðu fáir". Þarna fékkstu þessi eftirsóttu gullverð- laun. Hvernig bar það til? „Þetta er sérstök samkeppni og í henni gátu allir nemendur tekið þátt. Gullverð- launin voru veitt fyrir mannsmynd í fullri stærð eða lágmynd. Afhendingin var haldin hátíðleg með íburðarmikilli veizlu, þar sem kóngur og drottning afhentu gullverðlaunin og við það tækifæri sagði drottningin við mig: „Hvordan kan man se sádan ud og være billedhugger?" En ég var í ljósum perlusaumuðum ballkjól með berar axlir og samræmdist greinilega ekki hugmyndum hennar hátignar um útlit kvenkyns mynd- höggvara. Svo fór að allir prófessorarnir greiddu mér atkvæði og auðvitað var það stórkostlegt fyrir mig. Því miður á ég ekki eina einustu ljósmynd af þessum atburði og eftir afhend- inguna lét ég engan blaðamann ná til mín. En þessi verðlaun mín voru ekki öllum til gleði. Einn íslenzkur listamaður, nokkuð eldri en ég, sem starfaði í Danmörku um tíma átti mjög erfitt með að kyngja því og reyndi eftir þetta ítrekað að brjóta verk eftir mig. Finnst þér núna, að þinn stíll hafi verið fullmótaður eftir dvölina íKaupmannahöfn? „Nei, enda tók þá við margbreytilegt annað nám á ólíkum stöðum; m.a. hjá pró- fessor Ramses Wissa Wassef 5 Egyptalandi og prófessor Fazzini á ítalíu. Það er langt í frá að ég hafi eingöngu haldið mig við það sem kennt var í Konunglegu Akadem- íunni. Síðan hef ég farið út í meiri einföld- un. Ég gef mikið fyrir það einfalda, að segja það sem segja þarf með sem fæstum smáatr- iðum. Sumir kalla þetta nýklassík, hugtak sem ég er nú ekki fyllilega sátt við. Þó get ég að vissu marki tekið undir að skilgreina það svo að verkin séu áfram klassísk, en hafi samt hrist af sér ákveðnar viðjar. Ég legg mikla áherzlu á hið innra form, á „volume" eða rými og í ofanálag hugsa ég talsvert líkt og arkitekt. Þetta er ekki frásagnarleg höggmyndalist eins og til dæmis hjá Einari Jónssyni. Og fyrst við erum farin að tala um Einar Jónsson, þá minnist ég þess hve elskulega hann tók mér þegar ég heimsótti hann eitt sinn þegar ég var heima í jólaleyfi frá námi í Kaupmanna- höfn. Að þeirri heimsókn lokinni fylgdi Ein- ar mér út í snævi þaktan garðinn við Hnit- björg og bað guð að blessa mig. Seinna frétti ég að hann hefði alltaf fylgst mjög vel með mér og sagt það trú sína að ég ætti eftir að endurnýja klassismann." 36

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.