Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 25

Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 25 YFIRLÝSING blökkumannaleið- togans og baptistaprestsins Jesses Jacksons um að hann hafi átt barn utan hjónabands hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Jackson hyggst taka sér frí frá kastljósi fjölmiðlanna um hríð, og hefur hvatt til þess að fjölskyldu hans verði sýnd tillitssemi. Málið þykir sérstaklega forvitni- legt í ljósi þess að dóttir Jacksons virðist hafa komið undir um líkt leyti og hann kom Bill Clinton Bandaríkjaforseta til varnar í Lewinsky-málinu. Helgina sem Clinton viðurkenndi opinberlega samband sitt við Monicu Lew- insky, í ágúst 1998, kom Jackson í heimsókn í Hvíta húsið og baðst fyrir ásamt forsetanum og fjöl- skyldu hans. Dóttirin kom í heim- inn í maí 1999. Í yfirlýsingu Jacksons kom ekk- ert fram um ástkonu hans eða samband þeirra, en að sögn aðstoð- armanna hans heitir hún Karin L. Stanford og er 39 ára gömul. Jack- son og Stanford munu hafa kynnst er hún kenndi stjórnmálafræði og afrísk fræði við Georgíu-háskóla, en hún ritaði síðar bók um áhrif Jacksons á bandaríska utanríkis- stefnu, „Beyond the Boundaries: Reverend Jesse Jackson and Int- ernational Affairs“, sem var gefin út árið 1997. Jackson réð Stanford sem yfir- mann Washington-skrifstofu mannréttindasamtaka sinna, Rain- bow/PUSH, sem berjast fyrir frama fólks úr minnihlutahópum í stjórnmálum og efnahagslífinu. Samstarfsmenn þeirra segja að Jackson og Stanford hafi tekið upp ástarsamband eftir að hún hóf störf á skrifstofunni. Hún hefur nú látið af störfum þar og er flutt til Kaliforníu með dóttur þeirra. Fjölskyldan stendur saman Jackson kvaðst taka fulla ábyrgð á gerðum sínum. „Ég elska dóttur mína afar heitt, rétt eins og móðir hennar gerir, og ég hef séð henni fyrir tilfinningalegum og fjárhagslegum stuðningi frá því hún kom í heiminn,“ sagði hann í yfirlýsingu sinni. Jesse Jackson, sem er 59 ára, og eiginkona hans, Jackie, hafa verið gift í 38 ár og eiga þau fimm börn. Hann mun hafa skýrt fjölskyldu sinni frá sambandinu við Stanford þegar dótt- ir þeirra fæddist. Sonur hans, Jesse L. Jackson yngri, sendi frá sér yf- irlýsingu í gær, þar sem segir að hjónaband for- eldra hans hafi staðið af sér ýmsa erfiðleika, og að fjölskyldan standi saman, nú sem endra- nær. Jackson hefur um langt skeið verið í eld- línu bandarískra stjórn- mála. Hann var á sjö- unda áratugnum aðstoðarmaður Martins Luthers King, og hefur síðan verið meðal þekktustu talsmanna rétt- indabaráttu blökkumanna í Banda- ríkjunum. Jackson sóttist tvisvar eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, árin 1984 og 1988. Ýmsir hafa haft á orði að frétt- irnar um framhjáhald Jacksons dragi úr trúverðugleika hans sem prests og stjórnmálamanns, en margir hafa komið honum til varn- ar. Yfirlýsing Jesses Jacksons vekur mikla athygli Ætlar að taka sér hlé frá störfum Chicago. AP. Æsifréttablaðið National Enquirer sló málinu upp á forsíðu á fimmtudag. Þar er birt mynd af Jackson og Stanford í Hvíta húsinu í desember 1998, þegar hún bar dóttur þeirra undir belti. Reuters RÚSSAR aðstoða nunnu, sem stakk sér ofan í ísholu við trúar- lega athöfn á ísi lagðri tjörn ná- lægt Pavlodar í gær þegar rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan minntist skírnar Krists. Skírn- ardagur Krists er einn af tólf há- tíðisdögum rétttrúnaðarkirkj- unnar. Skírnar frelsarans minnst Reuters TVEIR piltar, 17 og 19 ára, eru í haldi sænsku lögreglunnar vegna morðsins á 16 ára menntaskóla- nema í Stokkhólmi í fyrradag. Ekki er að fullu ljóst hver ástæða morðsins var en þó virðist ljóst að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða, líklega vegna pen- ingaskuldar. Sænsk dagblöð hafa eftir vitnum að tvímenningarnir hafi komið í skólann til að ræða við piltinn um tæplega 50.000 kr. ísl. skuld. Óljóst er hvort hann eða bróðir hans hafi skuldað þeim peninga en hann hef- ur tvívegis verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Tvímenningarnir drógu piltinn inn á salerni þar sem þeir skutu hann. Þetta er í fyrsta sinn sem morð er framið í sænskum menntaskóla. Skólafélagar piltsins segja hann ekki hafa verið flæktan í neitt mis- jafnt en piltarnir sem eru í haldi eru hins vegar góðkunningjar lög- reglunnar. Sá yngri hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á mann með hnífi, sá eldri á að baki sér dóma fyrir ógnanir, fíkniefnabrot, brot á lögum um vopnaburð, yfirhylm- ingu með þjófnaði og ofbeldi. Hann var nýverið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að neyða tvo 17 ára pilta til að fremja rán. Menntaskólinn sem morðið var framið í er í hverfi þar sem vel stætt fólk býr og hefur ekki komið til neinna vandræða þar að sögn lögreglu og kennara. Nemendur segja þó aðra sögu, í Aftonbladet í gær fullyrtu þeir að eftir að farið var að flytja nemendur úr öðrum hverfum Stokkhólms í skólann hafi farið að koma upp vandamál á milli nemendahópanna. Peningaskuld sögð ástæða morðsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UPPREISNARMENN í Lýðveld- inu Kongó höfnuðu í gær Joseph Ka- bila sem bráðabirgðaleiðtoga lands- ins eftir dauða föður hans, Laurents Kabila forseta, og sögðu að hann hefði hafið hernaðaraðgerðir að nýju. Uppreisnarmennirnir sökuðu stjórnarherinn um að hafa gert sprengjuárásir á stöðvar þeirra í trássi við friðarsamning, sem undir- ritaður var á síðasta ári en hefur margoft verið brotinn. „Við fordæmum þessar árásir,“ sagði Kin-Kiey Mulumba, talsmaður stærstu uppreisnarhreyfingar lands- ins, RCD, sem nýtur stuðnings hers Rúanda. „Þetta sýnir að ekkert hef- ur breyst í Kinshasa. Joseph er alveg eins og faðir hans.“ Nýjum leiðtoga í Kinshasa hafnað Kinshasa. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.